SÞ: Tæplega 35 þúsund almennir borgarar fallið í Írak 2006 16. janúar 2007 19:11 Sameinuðu þjóðirnar fullyrða að tæplega 35 þúsund almennir borgarar hafi fallið í átökum í Írak í fyrra. Það eru þrefalt fleiri en innanríkisráðuneytið íraska segir hafa fallið. Nærri því 100 manns hafa týnt lífi og rúmlega 200 særst í sprengjuárásum í og við Bagdad í dag. Á blaðamannafundi í dag sagði Gianni Magazzeni, sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna í Írak að ódæði kostuðu almenna borgara þar lífið á hverjum degi. Magazzeni bendir á að nokkuð færri hafi týnt lífi í nóvember og desember í fyrra samanborið við september og október. Hann segir þó ekkert benda til þess að það takist að stemma stigu við ofbeldinu. Í fyrra hafi 34.452 almennir borgarar týnt lífi í átökum og 36.685 særst. Þetta er nærri því þrisvar sinnum meira mannfall en lesa má út úr tölum frá íraska innanríkisráðuneytinu. Írösk yfirvöld hafa ekki tjáð sig um þessar niðurstöður en ráðamenn í Írak hafa áður dregið í efa tölur um mannfall frá alþjóðlegum samtökum og stofnunum. Í skýrslu Sameinuðu þjóðanna er einnig greint frá því að rúmlega 30 þúsund manns hafi verið í haldi yfirvalda í Írak í desember, þar af tæplega 15 þúsund fangar fjölþjóðlega herliðsins sem Bandaríkjamenn fara fyrir. Bandaríkjaher og írösk stjórnvöld búa sig nú undir áhlaup gegn andspyrnumönnum í Írak. Ætlunin er að stöðva átök trúarbrota. Ætla má að það reynist þrautin þyngri og voru fjölmargar sprengjuárásir gerðar í Írak í dag. Nærri því 100 manns hafa týnt lífi í sprengju- og skotárásum í og við Bagdad í dag. Mannskæðasta árásin var gerð við háskóla í austurhluta höfuðborgarinnar. 60 létu þar lífið og rúmlega 100 særðust. Meðal látinna eru fjölmargir námsmenn sem voru á leið heim úr skólanum þegar tvær sprengjur sprungu við innganga hans. Erlent Fréttir Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Sameinuðu þjóðirnar fullyrða að tæplega 35 þúsund almennir borgarar hafi fallið í átökum í Írak í fyrra. Það eru þrefalt fleiri en innanríkisráðuneytið íraska segir hafa fallið. Nærri því 100 manns hafa týnt lífi og rúmlega 200 særst í sprengjuárásum í og við Bagdad í dag. Á blaðamannafundi í dag sagði Gianni Magazzeni, sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna í Írak að ódæði kostuðu almenna borgara þar lífið á hverjum degi. Magazzeni bendir á að nokkuð færri hafi týnt lífi í nóvember og desember í fyrra samanborið við september og október. Hann segir þó ekkert benda til þess að það takist að stemma stigu við ofbeldinu. Í fyrra hafi 34.452 almennir borgarar týnt lífi í átökum og 36.685 særst. Þetta er nærri því þrisvar sinnum meira mannfall en lesa má út úr tölum frá íraska innanríkisráðuneytinu. Írösk yfirvöld hafa ekki tjáð sig um þessar niðurstöður en ráðamenn í Írak hafa áður dregið í efa tölur um mannfall frá alþjóðlegum samtökum og stofnunum. Í skýrslu Sameinuðu þjóðanna er einnig greint frá því að rúmlega 30 þúsund manns hafi verið í haldi yfirvalda í Írak í desember, þar af tæplega 15 þúsund fangar fjölþjóðlega herliðsins sem Bandaríkjamenn fara fyrir. Bandaríkjaher og írösk stjórnvöld búa sig nú undir áhlaup gegn andspyrnumönnum í Írak. Ætlunin er að stöðva átök trúarbrota. Ætla má að það reynist þrautin þyngri og voru fjölmargar sprengjuárásir gerðar í Írak í dag. Nærri því 100 manns hafa týnt lífi í sprengju- og skotárásum í og við Bagdad í dag. Mannskæðasta árásin var gerð við háskóla í austurhluta höfuðborgarinnar. 60 létu þar lífið og rúmlega 100 særðust. Meðal látinna eru fjölmargir námsmenn sem voru á leið heim úr skólanum þegar tvær sprengjur sprungu við innganga hans.
Erlent Fréttir Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira