SÞ: Tæplega 35 þúsund almennir borgarar fallið í Írak 2006 16. janúar 2007 19:11 Sameinuðu þjóðirnar fullyrða að tæplega 35 þúsund almennir borgarar hafi fallið í átökum í Írak í fyrra. Það eru þrefalt fleiri en innanríkisráðuneytið íraska segir hafa fallið. Nærri því 100 manns hafa týnt lífi og rúmlega 200 særst í sprengjuárásum í og við Bagdad í dag. Á blaðamannafundi í dag sagði Gianni Magazzeni, sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna í Írak að ódæði kostuðu almenna borgara þar lífið á hverjum degi. Magazzeni bendir á að nokkuð færri hafi týnt lífi í nóvember og desember í fyrra samanborið við september og október. Hann segir þó ekkert benda til þess að það takist að stemma stigu við ofbeldinu. Í fyrra hafi 34.452 almennir borgarar týnt lífi í átökum og 36.685 særst. Þetta er nærri því þrisvar sinnum meira mannfall en lesa má út úr tölum frá íraska innanríkisráðuneytinu. Írösk yfirvöld hafa ekki tjáð sig um þessar niðurstöður en ráðamenn í Írak hafa áður dregið í efa tölur um mannfall frá alþjóðlegum samtökum og stofnunum. Í skýrslu Sameinuðu þjóðanna er einnig greint frá því að rúmlega 30 þúsund manns hafi verið í haldi yfirvalda í Írak í desember, þar af tæplega 15 þúsund fangar fjölþjóðlega herliðsins sem Bandaríkjamenn fara fyrir. Bandaríkjaher og írösk stjórnvöld búa sig nú undir áhlaup gegn andspyrnumönnum í Írak. Ætlunin er að stöðva átök trúarbrota. Ætla má að það reynist þrautin þyngri og voru fjölmargar sprengjuárásir gerðar í Írak í dag. Nærri því 100 manns hafa týnt lífi í sprengju- og skotárásum í og við Bagdad í dag. Mannskæðasta árásin var gerð við háskóla í austurhluta höfuðborgarinnar. 60 létu þar lífið og rúmlega 100 særðust. Meðal látinna eru fjölmargir námsmenn sem voru á leið heim úr skólanum þegar tvær sprengjur sprungu við innganga hans. Erlent Fréttir Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Sjá meira
Sameinuðu þjóðirnar fullyrða að tæplega 35 þúsund almennir borgarar hafi fallið í átökum í Írak í fyrra. Það eru þrefalt fleiri en innanríkisráðuneytið íraska segir hafa fallið. Nærri því 100 manns hafa týnt lífi og rúmlega 200 særst í sprengjuárásum í og við Bagdad í dag. Á blaðamannafundi í dag sagði Gianni Magazzeni, sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna í Írak að ódæði kostuðu almenna borgara þar lífið á hverjum degi. Magazzeni bendir á að nokkuð færri hafi týnt lífi í nóvember og desember í fyrra samanborið við september og október. Hann segir þó ekkert benda til þess að það takist að stemma stigu við ofbeldinu. Í fyrra hafi 34.452 almennir borgarar týnt lífi í átökum og 36.685 særst. Þetta er nærri því þrisvar sinnum meira mannfall en lesa má út úr tölum frá íraska innanríkisráðuneytinu. Írösk yfirvöld hafa ekki tjáð sig um þessar niðurstöður en ráðamenn í Írak hafa áður dregið í efa tölur um mannfall frá alþjóðlegum samtökum og stofnunum. Í skýrslu Sameinuðu þjóðanna er einnig greint frá því að rúmlega 30 þúsund manns hafi verið í haldi yfirvalda í Írak í desember, þar af tæplega 15 þúsund fangar fjölþjóðlega herliðsins sem Bandaríkjamenn fara fyrir. Bandaríkjaher og írösk stjórnvöld búa sig nú undir áhlaup gegn andspyrnumönnum í Írak. Ætlunin er að stöðva átök trúarbrota. Ætla má að það reynist þrautin þyngri og voru fjölmargar sprengjuárásir gerðar í Írak í dag. Nærri því 100 manns hafa týnt lífi í sprengju- og skotárásum í og við Bagdad í dag. Mannskæðasta árásin var gerð við háskóla í austurhluta höfuðborgarinnar. 60 létu þar lífið og rúmlega 100 særðust. Meðal látinna eru fjölmargir námsmenn sem voru á leið heim úr skólanum þegar tvær sprengjur sprungu við innganga hans.
Erlent Fréttir Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Sjá meira