Írönsk yfirvöld tilkynntu í gær að þau hefðu skotið niður njósnavél bandaríska hersins. Vélin var ómönnuð og var á könnunarflugi við landamæri Íraks og Íran. Talsmaður íranskra yfirvalda vildi ekki gefa upp nákvæma dagsetningu á atvikinu né nokkur önnur atriði. Hann sagði enn fremur að Bandaríkin sendu slíkar vélar í leiðangra yfir íranskt landsvæði annars lagið.
Bandaríkin hafa verið að auka við hernaðarmátt sinn í kringum Íran að undanförnu og í gær ákváðu þeir að senda annað flugmóðurskip í Persaflóa til þess að sýna Írönum hernaðarmátt sinn.