Legígræðsla undirbúin 17. janúar 2007 19:15 Hópur lækna í New York undirbýr nú það vandaverk að græða leg úr látinni konu í aðra lifandi. Tækist það gæti legþeginn mögulega alið barn. Einu sinni áður hefur verið reynt að græða leg í konu og það var í Sádí-Arabíu árið 2000. Legið í því tilviki kom úr lifandi konu. Líkami þegans hafnaði leginu þremur dögum eftir ígræðslu. Takist læknunum í New York ætlunarverk sitt mun það færa fjölmörgum konum víða um heim von um að ala barn þrátt fyrir að hafa misst legið. Giuseppe Del Priore er skurðlæknir sem kemur að verkefninu. Hann segir það reynslu sínar að margar konur hafi misst fósturlegið vegna krabbameinsmeðferðar. Fjölmargar konur á barnseignaraldri hafi víða um heim greinst með krabbamein í leghálsi sem sé nærri allta meðhöndlað á þann hátt að legið er fjarlægt eða þá að öðrum ráðum er beitt sem koma í veg fyrir að þessar konur geti alið barn. Græða þarf legið í þegann innan 12 tíma frá því að það er fjarlægt úr látinni konu. Gengi ígræðslan upp yrði frosnum fósturvísi, sem hefði verið tekinn áður úr líkama legþegans, komið fyrir í nýja leginu. Barnið yrði síðan tekið með keisaraskurði og legið síðan fjarlægt til að minnka hættu á að því verði hafnað eftir meðgönguna. Del Priore leggur áherslu á að fyrstu ígræðslunni myndi fylgja töluverð áhætta. Ekki eigi að taka þessu sem léttu læknisverki. Þeir sem komi að þessu verki hafi varið tíu árum og tugþúsund klukkustunda til að tryggja að aðgerðin verði eins örugg og hægt sé. Sú kona sem á endanum gangist fyrst undir ígræðslu þurfi að vera meðvituð um hættuna. Meðal þess sem huga þarf að er sú hætta að líkami þega hafni legi eftir að meðganga er hafin. Þrátt fyrir það hafa fjölmargar konur hafa samband við sjúkrahúsið þar sem aðgerðin yrði framkvæmd og eru á bilinu 40 til 50 þeirra nú í rannsóknum til að meta hverjar þeirra komi til greina. Erlent Fréttir Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Sjá meira
Hópur lækna í New York undirbýr nú það vandaverk að græða leg úr látinni konu í aðra lifandi. Tækist það gæti legþeginn mögulega alið barn. Einu sinni áður hefur verið reynt að græða leg í konu og það var í Sádí-Arabíu árið 2000. Legið í því tilviki kom úr lifandi konu. Líkami þegans hafnaði leginu þremur dögum eftir ígræðslu. Takist læknunum í New York ætlunarverk sitt mun það færa fjölmörgum konum víða um heim von um að ala barn þrátt fyrir að hafa misst legið. Giuseppe Del Priore er skurðlæknir sem kemur að verkefninu. Hann segir það reynslu sínar að margar konur hafi misst fósturlegið vegna krabbameinsmeðferðar. Fjölmargar konur á barnseignaraldri hafi víða um heim greinst með krabbamein í leghálsi sem sé nærri allta meðhöndlað á þann hátt að legið er fjarlægt eða þá að öðrum ráðum er beitt sem koma í veg fyrir að þessar konur geti alið barn. Græða þarf legið í þegann innan 12 tíma frá því að það er fjarlægt úr látinni konu. Gengi ígræðslan upp yrði frosnum fósturvísi, sem hefði verið tekinn áður úr líkama legþegans, komið fyrir í nýja leginu. Barnið yrði síðan tekið með keisaraskurði og legið síðan fjarlægt til að minnka hættu á að því verði hafnað eftir meðgönguna. Del Priore leggur áherslu á að fyrstu ígræðslunni myndi fylgja töluverð áhætta. Ekki eigi að taka þessu sem léttu læknisverki. Þeir sem komi að þessu verki hafi varið tíu árum og tugþúsund klukkustunda til að tryggja að aðgerðin verði eins örugg og hægt sé. Sú kona sem á endanum gangist fyrst undir ígræðslu þurfi að vera meðvituð um hættuna. Meðal þess sem huga þarf að er sú hætta að líkami þega hafni legi eftir að meðganga er hafin. Þrátt fyrir það hafa fjölmargar konur hafa samband við sjúkrahúsið þar sem aðgerðin yrði framkvæmd og eru á bilinu 40 til 50 þeirra nú í rannsóknum til að meta hverjar þeirra komi til greina.
Erlent Fréttir Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“