Demókratar vilja Hillary, repúblíkanar Giuliani 22. janúar 2007 19:00 Flestir demókratar í Bandaríkjunum vilja Hillary Clinton sem forsetaefni flokksins á næsta ári. Helstu andstæðingar hennar eru ekki hálfdrættingar á við hana, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Washington Post. Repúblíkanar vilja helst fá fyrrverandi borgarstjóra New York í slaginn eða helsta andstæðing Bush frá árinu 2000. Ekki verður kosið fyrr en í nóvember á næsta ári en baráttan um útnefningar stóru flokkanna tveggja er að hefjast. Það voru Washington Post og bandaríska sjónvarpsstöðin ABC sem létu vinna skoðanakönnun um helstu frambjóðendur og voru niðurstöður birtar í gær. Hillary Clinton nýtur stuðnings flestra aðspurðra demókrata. 39% vilja hana í framboð. Næstur kemur öldungadeildarþingmaðurinn Barack Obama, með 17%, og fast á hæla hans John Edwards, með 12%. Sá síðarnefndi var varaforsetaefni Johns Kerrys í forsetakosningunum 2004. Baráttan er helst talin standa milli Clinton og Obama. Forsetafrúin fyrrverandi er talin reynslumeiri enda hefur Obama aðeins setið í öldungadeild í tvö ár. Hann er hins vegar sagður bæta það upp með persónutöfrum sínum auk þess sem hann er talinn helsta vonarstjarna demókrata eftir kröftuga ræðu á flokksþingi fyrir tveimur árum. Framboð þeirra beggja eru söguleg. Hún gæti orðið fyrsta konan í Hvíta húsinu eða hann fyrsti blökkumaðurinn. Hjá repúblíkönum fer baráttan hins vegar hægt af stað. Öldungadeildarþingmaðurinn Sam Brownback tilkynnti um liðna helgi að hann sæktist eftir útnefningu flokks síns fyrir kosningarnar 2008. Hann verður þó ekki einn um hituna lengi því jafnvel er búist við að tíu flokksbræður hans bætist í hópinn áður en langt um líði. Könnun Washington Post og ABC sýndi að repúblíkanar vilja flestir fá Rudolph Giuliani, fyrrverandi borgarstjóra í New York, í framboð - 34% þeirra sem svöruðu. 8% færri vilja öldungadeildarþingmanninn John McCain. Hann var helsti andstæðingur Bush Bandaríkjaforseta í baráttunni um útnefningu repúblíkana fyrir kosningarnar árið 2000. Hvorki Giuliani né McCain hafa tilkynnt formlega um framboð sitt. Þegar kjósendur beggja flokka voru spurðir hvern úr heildarhópnum þeir vildu helst í Hvíta húsið nefndu flestir Giuliani, þá Hillary og síðan McCain, Edwards og Obama. Erlent Fréttir Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira
Flestir demókratar í Bandaríkjunum vilja Hillary Clinton sem forsetaefni flokksins á næsta ári. Helstu andstæðingar hennar eru ekki hálfdrættingar á við hana, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Washington Post. Repúblíkanar vilja helst fá fyrrverandi borgarstjóra New York í slaginn eða helsta andstæðing Bush frá árinu 2000. Ekki verður kosið fyrr en í nóvember á næsta ári en baráttan um útnefningar stóru flokkanna tveggja er að hefjast. Það voru Washington Post og bandaríska sjónvarpsstöðin ABC sem létu vinna skoðanakönnun um helstu frambjóðendur og voru niðurstöður birtar í gær. Hillary Clinton nýtur stuðnings flestra aðspurðra demókrata. 39% vilja hana í framboð. Næstur kemur öldungadeildarþingmaðurinn Barack Obama, með 17%, og fast á hæla hans John Edwards, með 12%. Sá síðarnefndi var varaforsetaefni Johns Kerrys í forsetakosningunum 2004. Baráttan er helst talin standa milli Clinton og Obama. Forsetafrúin fyrrverandi er talin reynslumeiri enda hefur Obama aðeins setið í öldungadeild í tvö ár. Hann er hins vegar sagður bæta það upp með persónutöfrum sínum auk þess sem hann er talinn helsta vonarstjarna demókrata eftir kröftuga ræðu á flokksþingi fyrir tveimur árum. Framboð þeirra beggja eru söguleg. Hún gæti orðið fyrsta konan í Hvíta húsinu eða hann fyrsti blökkumaðurinn. Hjá repúblíkönum fer baráttan hins vegar hægt af stað. Öldungadeildarþingmaðurinn Sam Brownback tilkynnti um liðna helgi að hann sæktist eftir útnefningu flokks síns fyrir kosningarnar 2008. Hann verður þó ekki einn um hituna lengi því jafnvel er búist við að tíu flokksbræður hans bætist í hópinn áður en langt um líði. Könnun Washington Post og ABC sýndi að repúblíkanar vilja flestir fá Rudolph Giuliani, fyrrverandi borgarstjóra í New York, í framboð - 34% þeirra sem svöruðu. 8% færri vilja öldungadeildarþingmanninn John McCain. Hann var helsti andstæðingur Bush Bandaríkjaforseta í baráttunni um útnefningu repúblíkana fyrir kosningarnar árið 2000. Hvorki Giuliani né McCain hafa tilkynnt formlega um framboð sitt. Þegar kjósendur beggja flokka voru spurðir hvern úr heildarhópnum þeir vildu helst í Hvíta húsið nefndu flestir Giuliani, þá Hillary og síðan McCain, Edwards og Obama.
Erlent Fréttir Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira