Vísbendingar um að Samfylkingu hafi mistekist 28. janúar 2007 19:45 Allt bendir til að Samfylkingunni hafi mistekist að verða valkostur við Sjálfstæðisflokkinn, segir Jón Baldvin Hannibalsson. Ef stofna þarf nýja hreyfingu til að fókusera á aðalatriðin þá verði menn að gera það. Hann segir ótímabært að svara því hvort hann gengi í slíkan flokk. Jón Baldvin fór mikinn í Silfri Egils í dag. Hann ræddi meðal annars um krónuna - verðtryggingarkrónuna - sem væri í raun og veru ekki til. Himinhátt verðlag vegna ofurtolla sem hjálpaði fákeppni í landinu. "Ofurtollarnir á Íslandi eru til þess að koma í veg fyrir viðskipti. Þeir eru svo himinháir að það breytir engu þótt þeir séu lækkaðir eitthvað." Hann velti því upp hvort menn teldur það lífsgilda að vera komnir 100 ár aftur í tímann í vinnuþrælkun. "Atvinnuþátttaka og vinnutími beggja til að sjá fyrir fjölskyldu, þetta er það sama og er að gerast í Ameríku. Við erum að sumu leyti að verða eins og skrípamynd af amerískum kapítalisma." Og þar með fjarlægjast hið norræna velferðarmódel. Talið barst líka að vaxtamuni - sem hefur aukist eftir að bankarnir voru einkavæddir. Var 2,5 prósent á viðreisnaráratugnum en er kominn í þrettán prósent. Ef rökin fyrir einkavæðingu voru að ríkið kynni ekki að fara með fé og bankastjórar væru pólitískir þá hefur einkavæðing bankanna gjörsamlega mistekist, segir Jón Baldvin. "Út frá sjónarmiði harðrar hagfræði og hagkvæmni, hagsmunum neytenda. Það ætti bara að þjóðnýta þá aftur." Hann gagnrýndi stjórnarandstöðuna og sagði allt benda til að Samfylkingunni sé að mistakast ætlunarverk sitt - að vera valkostur við Sjálfstæðisflokkinn. "Ef Samfylkingin ætlar að klúðra sínum málum þá er mikil alvara í því. Það er fólk hérna sem bara líður það ekki. Það er óbærileg tilhugsun að hafa þessa sömu ríkisstjórn hérna áfram. Og ef það þarf að stofna nýja hreyfingu sem fókuserar á aðalatriðin og býður upp á menn sem vekja traust en ekki málfundaæfingar í málþófi - nú, þá bara gera menn það." Fréttir Innlent Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Fleiri fréttir Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Sjá meira
Allt bendir til að Samfylkingunni hafi mistekist að verða valkostur við Sjálfstæðisflokkinn, segir Jón Baldvin Hannibalsson. Ef stofna þarf nýja hreyfingu til að fókusera á aðalatriðin þá verði menn að gera það. Hann segir ótímabært að svara því hvort hann gengi í slíkan flokk. Jón Baldvin fór mikinn í Silfri Egils í dag. Hann ræddi meðal annars um krónuna - verðtryggingarkrónuna - sem væri í raun og veru ekki til. Himinhátt verðlag vegna ofurtolla sem hjálpaði fákeppni í landinu. "Ofurtollarnir á Íslandi eru til þess að koma í veg fyrir viðskipti. Þeir eru svo himinháir að það breytir engu þótt þeir séu lækkaðir eitthvað." Hann velti því upp hvort menn teldur það lífsgilda að vera komnir 100 ár aftur í tímann í vinnuþrælkun. "Atvinnuþátttaka og vinnutími beggja til að sjá fyrir fjölskyldu, þetta er það sama og er að gerast í Ameríku. Við erum að sumu leyti að verða eins og skrípamynd af amerískum kapítalisma." Og þar með fjarlægjast hið norræna velferðarmódel. Talið barst líka að vaxtamuni - sem hefur aukist eftir að bankarnir voru einkavæddir. Var 2,5 prósent á viðreisnaráratugnum en er kominn í þrettán prósent. Ef rökin fyrir einkavæðingu voru að ríkið kynni ekki að fara með fé og bankastjórar væru pólitískir þá hefur einkavæðing bankanna gjörsamlega mistekist, segir Jón Baldvin. "Út frá sjónarmiði harðrar hagfræði og hagkvæmni, hagsmunum neytenda. Það ætti bara að þjóðnýta þá aftur." Hann gagnrýndi stjórnarandstöðuna og sagði allt benda til að Samfylkingunni sé að mistakast ætlunarverk sitt - að vera valkostur við Sjálfstæðisflokkinn. "Ef Samfylkingin ætlar að klúðra sínum málum þá er mikil alvara í því. Það er fólk hérna sem bara líður það ekki. Það er óbærileg tilhugsun að hafa þessa sömu ríkisstjórn hérna áfram. Og ef það þarf að stofna nýja hreyfingu sem fókuserar á aðalatriðin og býður upp á menn sem vekja traust en ekki málfundaæfingar í málþófi - nú, þá bara gera menn það."
Fréttir Innlent Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Fleiri fréttir Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Sjá meira