Tölvuleikjafíkn vaxandi vandamál 1. febrúar 2007 18:53 Unglingur í Hafnarfirði gekk berseksgang á heimilinu sínu í gærkvöldi af því að foreldrar hans sögðu upp nettengingu og hann gat ekki spilað uppáhalds tölvuleikinn sinn. Lögreglan var kölluð á staðinn og segir að tilfellum af þessu tagi fara fjölgandi. Engin sérstök úrræði eru fyrir tölvuleikjafíkla hér á landi og viðfangsefnið er órannsakað. Ólafur Guðmundsson yfirlæknir á barna og unglingageðdeild landsspítalans telur þörf á rannsóknum en segir um hegðunarvanda að ræða. Foreldrar þurfi að setja börnum mörk í rólegheitum og mjög mikilvægt sé að þau samþykki og viðurkenni mörkin, þá sé auðveldara að framfylgja þeim. Þorsteinn Kristjáns Jóhannsson er kennari og heldur fyrirlestra um tölvuleikjafíkn. Hann varð sjálfur fíkill árið 1977 þegar fyrstu Pacman spilakassarnir komu til landsins. Hann segist fyrst hafa lent í vandamáli 12 ára gamall þegar hann eyddi blaðburðarlaunum í spilakassa. Þegar PC tölvur urðu algengari varð Þorsteinn enn háðari tölvuleikjum. Hann fékk svo nóg 33 ára gamall og hætti. Afleiðingarnar voru kvíðaköst og þunglyndi. Hann áttaði sig á því að hann hafði sóað mörgum árum. Hann sagði: "Ég bjó hjá mömmu, átti ekkert, ekki heldur konu eða fjöskyldu." Hann segir stöðuna lýsandi fyrir marga sem hann þekki. Þorsteinn heldur fyrirlestra í grunnskólum um tölvuleikjafíkn. Fyrirlestrana hefur hann haldið frá því í haust og segist finna fyrir auknum áhuga á málefninu. Hann segir engin meðferðarúrræði eða stuðningshópa til; "Þetta er fíkn, sem þarf að takast á við sem fíkn." Magnús Þóroddsson er 19 ára nemandi í Fjölbraut í Ármúla. Hann telst ósköp eðlilegur ungur maður og skammtar sér tíma til að leika tölvuleiki á hverjum degi. Það eru að meðaltali þrír til fjórir klukkutímar á dag, en hann hefur gleymt sér í leiknum í einn til tvo sólarhringa, ... án þess að sofa. "Þá situr maður bara fyrir framan skjáinn, hooked á þessu." Ólafur telur að tölvuleikjafíkn þurfi að rannsaka, bæði hér á landi og erlendis. Fréttir Mest lesið „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira
Unglingur í Hafnarfirði gekk berseksgang á heimilinu sínu í gærkvöldi af því að foreldrar hans sögðu upp nettengingu og hann gat ekki spilað uppáhalds tölvuleikinn sinn. Lögreglan var kölluð á staðinn og segir að tilfellum af þessu tagi fara fjölgandi. Engin sérstök úrræði eru fyrir tölvuleikjafíkla hér á landi og viðfangsefnið er órannsakað. Ólafur Guðmundsson yfirlæknir á barna og unglingageðdeild landsspítalans telur þörf á rannsóknum en segir um hegðunarvanda að ræða. Foreldrar þurfi að setja börnum mörk í rólegheitum og mjög mikilvægt sé að þau samþykki og viðurkenni mörkin, þá sé auðveldara að framfylgja þeim. Þorsteinn Kristjáns Jóhannsson er kennari og heldur fyrirlestra um tölvuleikjafíkn. Hann varð sjálfur fíkill árið 1977 þegar fyrstu Pacman spilakassarnir komu til landsins. Hann segist fyrst hafa lent í vandamáli 12 ára gamall þegar hann eyddi blaðburðarlaunum í spilakassa. Þegar PC tölvur urðu algengari varð Þorsteinn enn háðari tölvuleikjum. Hann fékk svo nóg 33 ára gamall og hætti. Afleiðingarnar voru kvíðaköst og þunglyndi. Hann áttaði sig á því að hann hafði sóað mörgum árum. Hann sagði: "Ég bjó hjá mömmu, átti ekkert, ekki heldur konu eða fjöskyldu." Hann segir stöðuna lýsandi fyrir marga sem hann þekki. Þorsteinn heldur fyrirlestra í grunnskólum um tölvuleikjafíkn. Fyrirlestrana hefur hann haldið frá því í haust og segist finna fyrir auknum áhuga á málefninu. Hann segir engin meðferðarúrræði eða stuðningshópa til; "Þetta er fíkn, sem þarf að takast á við sem fíkn." Magnús Þóroddsson er 19 ára nemandi í Fjölbraut í Ármúla. Hann telst ósköp eðlilegur ungur maður og skammtar sér tíma til að leika tölvuleiki á hverjum degi. Það eru að meðaltali þrír til fjórir klukkutímar á dag, en hann hefur gleymt sér í leiknum í einn til tvo sólarhringa, ... án þess að sofa. "Þá situr maður bara fyrir framan skjáinn, hooked á þessu." Ólafur telur að tölvuleikjafíkn þurfi að rannsaka, bæði hér á landi og erlendis.
Fréttir Mest lesið „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira