Loforð um fjölgun hjúkrunarrýma svikin 2. febrúar 2007 18:45 Hraustir makar veikra eldri borgara ættu að geta keypt þjónustu á hjúkrunarheimili. Þetta segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, þingmaður Samfylkingar. Hún segir loforð um fjölgun hjúkrunarrýma ekki hafa verið efnd. Ýmsum rann til rifja þegar við sögðum frá því í vikunni að 94 ára gamall maður fær ekki að dvelja með 88 ára gamalli eiginkonu sinni á dvalarheimilinu Hlíð. Í yfirlýsingu frá þjónustuhópi aldraðra og öldrunarheimilum Akureyrar í dag segir að starfsmenn öldrunarþjónustunnar hafi leitað allra leiða til þess að koma til móts við þarfir fólks en því miður sé einfaldlega ekkert pláss laust í Hlíð. Til að skapa ný pláss þyrfti að úthýsa þeim sem fyrir eru. Samkvæmt nýjustu tölum hefur 38 hjónum eða sambýlisfólki verið stíað í sundur á landinu, þannig að annað hefur fengið inni á hjúkrunarheimili en hitt ekki. Níu pör til viðbótar hafa fengið vistun á sín hvoru dvalarheimilinu. En vandinn er margfalt stærri, segir Ásta Ragnheiður, þingmaður Samfylkingar, því inni í þesum tölum er aðeins fólk í brýnni þörf. En það vantar plássin og það er forgangsmál að fjölga þeim segir Ásta. Illa hafi hins vegar gengið að fá slík loforð efnd. Til dæmis hafi átt að taka í notkun 110 rými í Mörkinni í Reykjavík árið 2006. "Ég veit ekki til þess að tekin hafi verið upp sk´ðolfa. Það hefur ekkert hjúkrunarrými bæst við hér á höfuðborgarsvæðinu á þessum tíma," segir Ásta. Í nóvember á síðasta ári tilkynnti Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra að 174 rými yrðu tilbúin árið 2010, til viðbótar þeim 200 sem ætti að byggja í Reykjavík. Þetta hafa menn sagt í tvö kjörtímabil segir Ásta. "En það hefur ekki verið gert. Vegna þess að nefskatturinn sem við öll, nema fjármagnseigendur, greiðum í framkvæmdasjóð aldraðra hefur ekki farið í það sem lög segja fyrir um, það er að segja uppbyggingu hjúkrunarheimila." Fréttir Innlent Mest lesið „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Sjá meira
Hraustir makar veikra eldri borgara ættu að geta keypt þjónustu á hjúkrunarheimili. Þetta segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, þingmaður Samfylkingar. Hún segir loforð um fjölgun hjúkrunarrýma ekki hafa verið efnd. Ýmsum rann til rifja þegar við sögðum frá því í vikunni að 94 ára gamall maður fær ekki að dvelja með 88 ára gamalli eiginkonu sinni á dvalarheimilinu Hlíð. Í yfirlýsingu frá þjónustuhópi aldraðra og öldrunarheimilum Akureyrar í dag segir að starfsmenn öldrunarþjónustunnar hafi leitað allra leiða til þess að koma til móts við þarfir fólks en því miður sé einfaldlega ekkert pláss laust í Hlíð. Til að skapa ný pláss þyrfti að úthýsa þeim sem fyrir eru. Samkvæmt nýjustu tölum hefur 38 hjónum eða sambýlisfólki verið stíað í sundur á landinu, þannig að annað hefur fengið inni á hjúkrunarheimili en hitt ekki. Níu pör til viðbótar hafa fengið vistun á sín hvoru dvalarheimilinu. En vandinn er margfalt stærri, segir Ásta Ragnheiður, þingmaður Samfylkingar, því inni í þesum tölum er aðeins fólk í brýnni þörf. En það vantar plássin og það er forgangsmál að fjölga þeim segir Ásta. Illa hafi hins vegar gengið að fá slík loforð efnd. Til dæmis hafi átt að taka í notkun 110 rými í Mörkinni í Reykjavík árið 2006. "Ég veit ekki til þess að tekin hafi verið upp sk´ðolfa. Það hefur ekkert hjúkrunarrými bæst við hér á höfuðborgarsvæðinu á þessum tíma," segir Ásta. Í nóvember á síðasta ári tilkynnti Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra að 174 rými yrðu tilbúin árið 2010, til viðbótar þeim 200 sem ætti að byggja í Reykjavík. Þetta hafa menn sagt í tvö kjörtímabil segir Ásta. "En það hefur ekki verið gert. Vegna þess að nefskatturinn sem við öll, nema fjármagnseigendur, greiðum í framkvæmdasjóð aldraðra hefur ekki farið í það sem lög segja fyrir um, það er að segja uppbyggingu hjúkrunarheimila."
Fréttir Innlent Mest lesið „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Sjá meira