Dómararanir í kvennaleik Hauka og Keflavíkur í körfuboltanum í gærkvöldi hafa kært aðstoðarþjálfara Keflavíkur til aganefndar KKÍ fyrir að gefa Helenu Sverrisdóttur leikmanni Hauka olnbogaskot í bringuna skömmu eftir að leikurinn var flautaður af.
Haukar ætluðu að kæra atvikið en hættu við þegar aðstoðarþjálfari Keflavíkur baðst afsökunar á framferði sínu en dómarararnir sáu atvikið og hafa sem ákveðið að kæra. Hægt er að sjá atvikið í íþrottafréttum Stöðvar 2 frá í hádeginu á VefTV hér á Vísi. Málinu verða einnig gerð skil í íþróttafréttum í kvöld.
