Svört skýrsla um bráðnun Guðjón Helgason skrifar 5. júní 2007 18:53 Lífsviðurværi hundruð milljóna manna er ógnað vegna snjó- og ísbráðununar af völdum hlýnunar jarðar. Að óbreyttu skerðist aðgangur fólks að drykkjarvatni um leið og sjávarborð hækkar. Þetta er niðurstaða sérfræðinga Sameinuðu þjóðanna en skýrsla þeirra var kynnt í Tromsö í Norður-Noregi í gær en Alþjóðadagur umhverfisins er í dag. Achim Steiner hjá Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna sagði við kyninguna að afleiðingarnar sem þar séu kynntar sé alvarleg ógn við lífi eins og við þekkjum það nú - jafnvel líka efnahagslífi. Niðurstaðan er sú að ís og snjór bráðni mun hraðar en áður hafi verið talið. Það hafi áhrif á umhverfi og lifibrauð mörg hundruð milljón manna víða um heim sem á endanum neyðist til að yfirgefa heimili sín vegna hættu á flóðum eða vatnsskorti - svo farið sé öfganna á milli. Í nýju tölublaði vísindatímaritsins National Geographic má sjá myndir af Sólheimajökli - annars vegar í apríl 2006 og svo hálfu ári seinna. Þar sjáist hvað jökullinn hafi hopað mikið. Vissulega líði sumar þar á milli en breytingin samt sláandi. Í sama blaði má einnig sjá myndir frá Chacaltaya jöklinum í Bólivíu - því skíða svæði sem hæst liggur í heimi, í rúmlega sautján þúsund feta hæð. Fyrri myndi er tekin 1994 og sú síðari áratug seinna. Munurinn er mikill. Þar til í fyrra var Briksdalsbreen vinsæll, snæviþaktur ferðamannastaður í Noregi - hluti af Jostedalsbreen jökli. Ferðum um svæðið var hætt þar sem jökullinn hafði bráðnað mikið. Atle Nesja, jöklafræðingur, segir að í fyrra hafi jökullinn bráðnað um 140 metra. Á einu ári jafngildi það um 10 til fimmtán sentimetrum á dag að meðaltali. Heiðrún Guðmundsdóttir, líf- og umhverfisfræðingur, var gestur í Hádegisviðtalinu á Stöð tvö í dag. Hún segir ekki hægt að snúa þróuninni við en með breyttri hegðan sé hægt að snúa henni við. Hún segir Íslendinga aftarlega á merinni í umhverfismálum. Þeir hafi búið við þau forréttindi að hér sé mjög hreint loft, fámenn þjóð í stóru landi ríku af auðlindum. Íslendingar hafi nóg af öllu og þekki ekki vandamálin sem nú um ræði. Erlent Fréttir Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Fleiri fréttir Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Sjá meira
Lífsviðurværi hundruð milljóna manna er ógnað vegna snjó- og ísbráðununar af völdum hlýnunar jarðar. Að óbreyttu skerðist aðgangur fólks að drykkjarvatni um leið og sjávarborð hækkar. Þetta er niðurstaða sérfræðinga Sameinuðu þjóðanna en skýrsla þeirra var kynnt í Tromsö í Norður-Noregi í gær en Alþjóðadagur umhverfisins er í dag. Achim Steiner hjá Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna sagði við kyninguna að afleiðingarnar sem þar séu kynntar sé alvarleg ógn við lífi eins og við þekkjum það nú - jafnvel líka efnahagslífi. Niðurstaðan er sú að ís og snjór bráðni mun hraðar en áður hafi verið talið. Það hafi áhrif á umhverfi og lifibrauð mörg hundruð milljón manna víða um heim sem á endanum neyðist til að yfirgefa heimili sín vegna hættu á flóðum eða vatnsskorti - svo farið sé öfganna á milli. Í nýju tölublaði vísindatímaritsins National Geographic má sjá myndir af Sólheimajökli - annars vegar í apríl 2006 og svo hálfu ári seinna. Þar sjáist hvað jökullinn hafi hopað mikið. Vissulega líði sumar þar á milli en breytingin samt sláandi. Í sama blaði má einnig sjá myndir frá Chacaltaya jöklinum í Bólivíu - því skíða svæði sem hæst liggur í heimi, í rúmlega sautján þúsund feta hæð. Fyrri myndi er tekin 1994 og sú síðari áratug seinna. Munurinn er mikill. Þar til í fyrra var Briksdalsbreen vinsæll, snæviþaktur ferðamannastaður í Noregi - hluti af Jostedalsbreen jökli. Ferðum um svæðið var hætt þar sem jökullinn hafði bráðnað mikið. Atle Nesja, jöklafræðingur, segir að í fyrra hafi jökullinn bráðnað um 140 metra. Á einu ári jafngildi það um 10 til fimmtán sentimetrum á dag að meðaltali. Heiðrún Guðmundsdóttir, líf- og umhverfisfræðingur, var gestur í Hádegisviðtalinu á Stöð tvö í dag. Hún segir ekki hægt að snúa þróuninni við en með breyttri hegðan sé hægt að snúa henni við. Hún segir Íslendinga aftarlega á merinni í umhverfismálum. Þeir hafi búið við þau forréttindi að hér sé mjög hreint loft, fámenn þjóð í stóru landi ríku af auðlindum. Íslendingar hafi nóg af öllu og þekki ekki vandamálin sem nú um ræði.
Erlent Fréttir Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Fleiri fréttir Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Sjá meira