Heiður að hitta Pútín Guðjón Helgason skrifar 10. júní 2007 19:00 Dr. Þorsteinn Ingi Sigfússon, prófessor við Háskóla Íslands, tók í gær við Alheimsorkuverðlaununum úr höndum Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Sánkti Pétursborg í Rússlandi. Fjölmenn mótmæli voru á sama tíma í borginni - en þau fóru friðsamlega fram. Auk Þorsteins Inga hlutu Rússinn Vladimir Nakorayakov og Bretinn Jeffrey Hewitt verðlaun. Þorsteinn Ingi var verðlaunaður fyrir rannsóknir sínar í orkumálum, ekki síst vetnisrannsóknir. Það var Vladimír Pútín, Rússlandsforseti sem afhenti verðlauni við hátíðlega athöfn á stórri efnahagsráðstefnu í Pétursborg. Þorsteinn Ingi segir það hafa verið einstakst að fá að hitta Pútín forseta. Það hafi líka verið ánægjulegt að hann hafi brotið þá hefð sem hafi ríkt við verðlaunafhendingar sem þessar í Rússlandi og haldið aðra ræðu eftir athöfnina sem hafi verið um hans hugðarefni. Þar hafi hæst borið orkumál og annað því tengt, svo sem eins og afkolun. Þorsteinn Ingi segir stemmninguna hafa verið góða. Alheimsorkuverðlaunin eru ein æðsta viðurkenning rússneska lýðveldisins fyrir vísindarannsóknir og er þeim ætlað að styðja alþjóðlega samvinnu við lausn brýnustu orkuvandamála samtímans. Þorsteinn Ingi Sigfússon er nýráðinn forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands sem tekur til starfa í ágúst þegar Iðntæknistofnun og Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins sameinast. En á meðan verðlaun voru veitt inni í hátíðarsalnum, greint frá áformum Rússa um að gera sig gildandi í hátækniiðnaði á næstu árum, var stjórnarháttum Pútíns forseta mótmælt í öðrum enda borgarinnar. Fremstur í flokki fór skákmeistarinn Garry Kasparov, helsti andstæðingur forsetans. Ekki kom til átaka milli mótmælenda og lögreglu og segja stjórnarandstæðingar það líkast til vegna þess að ráðamenn hafi ekki vilja valda vandræðum meðan erlendir viðskiptajöfrar og vísindamenn væru staddir í borginni. Kasparov sagði mótmælin hafa heppnast vel. Tvö þúsund manns hafi tekið þátt - jafnvel fleiri. Mótmælin hafi farið friðsamlega fram - sem staðfesti að það geti gerst í Rússlandi. Ekki hafi nokkur rúða brotnað, mótmælagangan hafi verið friðsamleg og engin ofbeldisverk framin. Stjórnarandstaðan hafi skýrt kröfur sínar sem feli helst í sér að ríkisstjórnin virði stjórnarskrá landsins. Fréttir Innlent Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Sjá meira
Dr. Þorsteinn Ingi Sigfússon, prófessor við Háskóla Íslands, tók í gær við Alheimsorkuverðlaununum úr höndum Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Sánkti Pétursborg í Rússlandi. Fjölmenn mótmæli voru á sama tíma í borginni - en þau fóru friðsamlega fram. Auk Þorsteins Inga hlutu Rússinn Vladimir Nakorayakov og Bretinn Jeffrey Hewitt verðlaun. Þorsteinn Ingi var verðlaunaður fyrir rannsóknir sínar í orkumálum, ekki síst vetnisrannsóknir. Það var Vladimír Pútín, Rússlandsforseti sem afhenti verðlauni við hátíðlega athöfn á stórri efnahagsráðstefnu í Pétursborg. Þorsteinn Ingi segir það hafa verið einstakst að fá að hitta Pútín forseta. Það hafi líka verið ánægjulegt að hann hafi brotið þá hefð sem hafi ríkt við verðlaunafhendingar sem þessar í Rússlandi og haldið aðra ræðu eftir athöfnina sem hafi verið um hans hugðarefni. Þar hafi hæst borið orkumál og annað því tengt, svo sem eins og afkolun. Þorsteinn Ingi segir stemmninguna hafa verið góða. Alheimsorkuverðlaunin eru ein æðsta viðurkenning rússneska lýðveldisins fyrir vísindarannsóknir og er þeim ætlað að styðja alþjóðlega samvinnu við lausn brýnustu orkuvandamála samtímans. Þorsteinn Ingi Sigfússon er nýráðinn forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands sem tekur til starfa í ágúst þegar Iðntæknistofnun og Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins sameinast. En á meðan verðlaun voru veitt inni í hátíðarsalnum, greint frá áformum Rússa um að gera sig gildandi í hátækniiðnaði á næstu árum, var stjórnarháttum Pútíns forseta mótmælt í öðrum enda borgarinnar. Fremstur í flokki fór skákmeistarinn Garry Kasparov, helsti andstæðingur forsetans. Ekki kom til átaka milli mótmælenda og lögreglu og segja stjórnarandstæðingar það líkast til vegna þess að ráðamenn hafi ekki vilja valda vandræðum meðan erlendir viðskiptajöfrar og vísindamenn væru staddir í borginni. Kasparov sagði mótmælin hafa heppnast vel. Tvö þúsund manns hafi tekið þátt - jafnvel fleiri. Mótmælin hafi farið friðsamlega fram - sem staðfesti að það geti gerst í Rússlandi. Ekki hafi nokkur rúða brotnað, mótmælagangan hafi verið friðsamleg og engin ofbeldisverk framin. Stjórnarandstaðan hafi skýrt kröfur sínar sem feli helst í sér að ríkisstjórnin virði stjórnarskrá landsins.
Fréttir Innlent Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Sjá meira