706 sjóliðar í Reykjavík um helgina Guðjón Helgason skrifar 14. júní 2007 12:14 706 bandarískir, spænskir og þýskir sjóliðar verða í Reykjavík um helgina. Þrjú herskip Atlantshafsbandalagsins komu til hafnar í morgun og verða til sýnis fyrir almenning laugardag og sunnudag. Þetta eru USS Normandy með þrjú hundruð sextíu og fjögurra manna bandarískri áhöfn, SPS Patino með hundrað og fjörutíu manna spænskri áhöfn og FGS Sachsen með tvö hundruð og tveggja manna þýskri áhöfn. Þau eru á vegum Atlantshafsbandalagsins og tilheyra fyrsta fastaflokki bandalagsina á höfum úti. Skip úr þeim hóp eru notuð til að bregðast við ógn við gegn NATO löndum eða hagsmunum þeirra á hafinu. Skip sem tilheyra hópnum munu síðan á næstu vikum færast yfir í viðbragðshóp á vegum bandalagsins. Michael Mahon, aðmíráll um borð í USS Normandy segir komu skipana sýnilegt tákn um skuldbindingu bandalagsins til að verja öll tuttugu og sex aðildarríkin, þar á meðal Ísland. Skipin eru komið til Íslands frá æfingum, núna síðast við strendur Noregs, og halda til hafnar á Englandi á mánudaginn. Skipin þrjú verða til sýnis almenningi laugardag og sunnudag frá klukkan tíu til tvö. USS Normandy er við Skarfabakka í Sundahöfn, SPS Patino við Korngarða í Sundahöfn og FGS Sachsen við Miðbakka í Reykjavíkurhöfn. Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla ætla að mótmæla komu skipanna í dag og segja kurteisisheimsóknir af þessu tagi fallnar til að draga upp glansmynd af her og hermennsku. Í tilkynningu frá samtökunum er bent á að USS Normandy hafi tekið þátt í flestöllum stríðum Bandaríkjahers undanfarin ár. Þá minna þau á að borgarstjórn Reykjavíkur hafi í mars 2002 samþykkti að umferð og geymsla kjarnorku-, efna- og sýklavopna verði bönnuð í borgarlandinu. Fréttir Innlent Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira
706 bandarískir, spænskir og þýskir sjóliðar verða í Reykjavík um helgina. Þrjú herskip Atlantshafsbandalagsins komu til hafnar í morgun og verða til sýnis fyrir almenning laugardag og sunnudag. Þetta eru USS Normandy með þrjú hundruð sextíu og fjögurra manna bandarískri áhöfn, SPS Patino með hundrað og fjörutíu manna spænskri áhöfn og FGS Sachsen með tvö hundruð og tveggja manna þýskri áhöfn. Þau eru á vegum Atlantshafsbandalagsins og tilheyra fyrsta fastaflokki bandalagsina á höfum úti. Skip úr þeim hóp eru notuð til að bregðast við ógn við gegn NATO löndum eða hagsmunum þeirra á hafinu. Skip sem tilheyra hópnum munu síðan á næstu vikum færast yfir í viðbragðshóp á vegum bandalagsins. Michael Mahon, aðmíráll um borð í USS Normandy segir komu skipana sýnilegt tákn um skuldbindingu bandalagsins til að verja öll tuttugu og sex aðildarríkin, þar á meðal Ísland. Skipin eru komið til Íslands frá æfingum, núna síðast við strendur Noregs, og halda til hafnar á Englandi á mánudaginn. Skipin þrjú verða til sýnis almenningi laugardag og sunnudag frá klukkan tíu til tvö. USS Normandy er við Skarfabakka í Sundahöfn, SPS Patino við Korngarða í Sundahöfn og FGS Sachsen við Miðbakka í Reykjavíkurhöfn. Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla ætla að mótmæla komu skipanna í dag og segja kurteisisheimsóknir af þessu tagi fallnar til að draga upp glansmynd af her og hermennsku. Í tilkynningu frá samtökunum er bent á að USS Normandy hafi tekið þátt í flestöllum stríðum Bandaríkjahers undanfarin ár. Þá minna þau á að borgarstjórn Reykjavíkur hafi í mars 2002 samþykkti að umferð og geymsla kjarnorku-, efna- og sýklavopna verði bönnuð í borgarlandinu.
Fréttir Innlent Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira