Íslenski boltinn

Brasilía aftur á topp heimslistans - Ísland í 109. sæti

Aron Örn Þórarinsson skrifar
Rashad Sadigov, leikmaður Aserbaídsjan.
Rashad Sadigov, leikmaður Aserbaídsjan. NordicPhotos/GettyImages

Brasilía er aftur komið á topp heimslistans hjá FIFA. Þar með hafa Brassarnir endurheimt toppsætið af Ítalíu sem hafa vermt sætið síðan á heimsmeistaramótinu í fyrrasumar. Íslendingar eru í 109. sæti ásamt Aserbaídsjan. Englendingar falla niður í 12. sæti.

Topp 10 á styrkleikalista FIFA:

  1. Brasilía
  2. Argentína
  3. Ítalía
  4. Frakkland
  5. Þýskaland
  6. Holland
  7. Króatía
  8. Portúgal
  9. Spánn
  10. Mexíkó

Eins og fyrr segir eru Íslendingar í 109. sæti en liðin þar fyrir ofan eru ekki ómerkari knattspyrnuþjóðir en Gabon, Tæland, Tansanía, Kúveit og Haítí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×