Erlent

Gervigreindarfræðingar HR í fremstu röð

Íslendingar urðu í gær heimsmeistarar í gervigreind þegar hugbúnaður frá Háskólanum í Reykjavík hafði betur í úrslitaviðureign við Háskólann í Kaliforníu. Keppt var í einfaldri útgáfu af skák. Sigurinn er mikil viðurkenning fyrir gervigreindarsetur háskólans, segir annar sigurvegaranna.

Yngvi Björnsson dósent í Háskólanum í Reykjavík og Hilmar Finnsson meistaranemi í tölvunarfræðum eru heilarnir á bak við hugbúnaðinn sem sigraði. Keppnin fór fram á gervigreindarráðstefnu í Vancouver í Kanada, annarri af tveimur virtustu ráðstefnum á þessu sviði, og var keppt í svokölluðum alhliða leikjaforritum. Það þýðir að forritin vita ekki hvaða leik þau eru að fara að keppa í.

Stanford er einn af virtustu háskólum heims en hann stofnaði til keppninnar fyrir þremur árum. Þar var undankeppnin haldin í júní og þá voru spilaðir 40 mismunandi leikir. Íslenska forritið sigraði þar líka.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×