Heilbrigðisráðherra vill bjór í búðir 26. júlí 2007 18:59 Heilbrigðisráðherra styður sölu léttvíns og bjórs í matvöruverslunum. Þjóðin drekkur í dag tæplega þriðjungi meira en markmið heilbrigðisáætlunar stjórnvalda gerir ráð fyrir. Sem óbreyttur þingmaður Sjálfstæðisflokksins barðist Guðlaugur Þór Þórðarson, núverandi heilbrigðisráðherra, fyrir því að fólk gæti keypt sér léttvín og bjór um leið og það verslar í matinn. Síðast talaði hann fyrir málinu í febrúar á þessu ári og var þá fyrsti flutningsmaður frumvarps sem fjórtán þingmenn í þremur flokkum stóðu að. Frumvarpið var hársbreidd frá því að komast í gegn. Allsherjarnefnd alþingis samþykkti málið - að undanskyldum fulltrúa Vinstri grænna. Í áliti nefndarinnar kom fram að hún teldi "eðlilegt að sala á vörum og þjónustu væri á hendi einkaaðila" og að með frumvarpinu væri "stigið lítið skref í þá átt að gera sölu á áfengi frjálsa eins og tíðkast víða í nágrannalöndunum." Svo virðist sem Vinstri grænir hafi tekist að kippa því út af dagskrá með því að hóta málþófi. Þegar fréttastofa hafði samband við heilbrigðisráðherra í dag vildi hann ekki koma í viðtal. Hann sagði afstöðu sína hins vegar ekki hafa breyst í stóli ráðherra - en að hann myndi ekki beita sér fyrir framgangi þess innan ríkisstjórnarinnar. Samkvæmt heilbrigðisáætlun stjórnvalda, sem gildir til 2010, er eitt af sjö forgangsverkefnum heilbrigðisyfirvalda að áfengisneysla verði ekki meiri en fimm lítrar af hreinu alkóhóli á hvern íbúa 15 ára og eldri. Vísað er til þess að árið 1998 drakk þjóðin rösklega fimm og hálfan lítra af hreinum vínanda. Heilbrigðisyfirvöld eru fjarri því að ná settu marki. Ári eftir að áætlunin tók gildi var neyslan komin heilan lítra fram yfir markmið stjórnvalda, upp í 6,53 lítra. Síðustu þrjú ár hefur neyslan aukist jafnt og þétt og var í fyrra komin í 7,2 lítra - og er þar með orðin rösklega þrjátíu prósent meiri en stjórnvöld höfðu óskað sér. Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Heilbrigðisráðherra styður sölu léttvíns og bjórs í matvöruverslunum. Þjóðin drekkur í dag tæplega þriðjungi meira en markmið heilbrigðisáætlunar stjórnvalda gerir ráð fyrir. Sem óbreyttur þingmaður Sjálfstæðisflokksins barðist Guðlaugur Þór Þórðarson, núverandi heilbrigðisráðherra, fyrir því að fólk gæti keypt sér léttvín og bjór um leið og það verslar í matinn. Síðast talaði hann fyrir málinu í febrúar á þessu ári og var þá fyrsti flutningsmaður frumvarps sem fjórtán þingmenn í þremur flokkum stóðu að. Frumvarpið var hársbreidd frá því að komast í gegn. Allsherjarnefnd alþingis samþykkti málið - að undanskyldum fulltrúa Vinstri grænna. Í áliti nefndarinnar kom fram að hún teldi "eðlilegt að sala á vörum og þjónustu væri á hendi einkaaðila" og að með frumvarpinu væri "stigið lítið skref í þá átt að gera sölu á áfengi frjálsa eins og tíðkast víða í nágrannalöndunum." Svo virðist sem Vinstri grænir hafi tekist að kippa því út af dagskrá með því að hóta málþófi. Þegar fréttastofa hafði samband við heilbrigðisráðherra í dag vildi hann ekki koma í viðtal. Hann sagði afstöðu sína hins vegar ekki hafa breyst í stóli ráðherra - en að hann myndi ekki beita sér fyrir framgangi þess innan ríkisstjórnarinnar. Samkvæmt heilbrigðisáætlun stjórnvalda, sem gildir til 2010, er eitt af sjö forgangsverkefnum heilbrigðisyfirvalda að áfengisneysla verði ekki meiri en fimm lítrar af hreinu alkóhóli á hvern íbúa 15 ára og eldri. Vísað er til þess að árið 1998 drakk þjóðin rösklega fimm og hálfan lítra af hreinum vínanda. Heilbrigðisyfirvöld eru fjarri því að ná settu marki. Ári eftir að áætlunin tók gildi var neyslan komin heilan lítra fram yfir markmið stjórnvalda, upp í 6,53 lítra. Síðustu þrjú ár hefur neyslan aukist jafnt og þétt og var í fyrra komin í 7,2 lítra - og er þar með orðin rösklega þrjátíu prósent meiri en stjórnvöld höfðu óskað sér.
Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira