Víkingainnrásin sögð á enda Guðjón Helgason skrifar 12. ágúst 2007 18:45 Breskt blað gerir því skóna í dag að svokallaðri Víkingainnrás á breskan fjármálamarkað sé lokið. Þrjár helstu leiðir íslenskra fyrirtækja til að fjármagna kaup á breskum félögum séu nú lokaðar eða illfærar vegna niðursveiflu á alþjóðamörkuðum síðustu daga. Breska blaðið Sunday Telegraph gerir íslensku útrásina svokölluðu að umtalsefni í dag og segir henni ógnað. Erfiðara sé að nálgast ódýrt lánsfé vegna niðursveiflunnar á alþjóðamarkaði fyrir helgi. Blaðið nefnir þrjár leiðir sem íslensk fyrirtæki hafi farið í fjármögnun. Í fyrsta lagi hafi þau keypt hlutabréf og selt á réttum tíma til að afla fjár til annarra og stærri kaupa. Þau hafi einnig sótt hagstætt lánsfé til viðskiptabanka á borð við Kaupþing, Glitni og Skotlandsbanka. Í þriðja lagi hafi þau endurfjármagnað eignir - meðal annars keypt fyrirtæki gagngert í þeim tilgangi að nota umframfé við endurfjármögnun til að kaupa annað. Baugur er tekinn sem sérstakt dæmi í greininni. Félagið hafi farið áðurnefndar þrjár leiðir sem nú virðist lokaðar eða illfærar - lánsfé dýrt og fjárfestar haldi að sér höndum. Gunnar Sigurðsson, forstjóri Baugs Group, segir að fyrirtækið hafi átt von á niðursveiflu í nokkurn tíma. Því hafi Baugur ekki keypt mikið það sem af sér árinu - kaupverð hafi verið of hátt - meðal annars vegna þess hver yfirtökur hafi margar verið yfirskuldsettar. Baugur hafi ekki tekið þátt í því. Gunnar segir að fram hafi komið að félagið eigi jafnvirði um 80 milljarða í varasjóðum. Fyrirtækið sé í þeirri góðu stöðu að vera vel fjármagnað og með svigrúm til að bæta við. Nýjir fjárfestingarmöguleikar hafi verið skoðaðir og hreyfingar á markaði hafi ekki áhrif á það. Einnig hlúi félagið að þeim fyrirtækjum sem það eigi nú og fjárfesti áfram í þeim. Því sé útrás Baugs í Bretlandi hvergi nærri lokið. Fréttir Innlent Mest lesið Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Fleiri fréttir Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Sjá meira
Breskt blað gerir því skóna í dag að svokallaðri Víkingainnrás á breskan fjármálamarkað sé lokið. Þrjár helstu leiðir íslenskra fyrirtækja til að fjármagna kaup á breskum félögum séu nú lokaðar eða illfærar vegna niðursveiflu á alþjóðamörkuðum síðustu daga. Breska blaðið Sunday Telegraph gerir íslensku útrásina svokölluðu að umtalsefni í dag og segir henni ógnað. Erfiðara sé að nálgast ódýrt lánsfé vegna niðursveiflunnar á alþjóðamarkaði fyrir helgi. Blaðið nefnir þrjár leiðir sem íslensk fyrirtæki hafi farið í fjármögnun. Í fyrsta lagi hafi þau keypt hlutabréf og selt á réttum tíma til að afla fjár til annarra og stærri kaupa. Þau hafi einnig sótt hagstætt lánsfé til viðskiptabanka á borð við Kaupþing, Glitni og Skotlandsbanka. Í þriðja lagi hafi þau endurfjármagnað eignir - meðal annars keypt fyrirtæki gagngert í þeim tilgangi að nota umframfé við endurfjármögnun til að kaupa annað. Baugur er tekinn sem sérstakt dæmi í greininni. Félagið hafi farið áðurnefndar þrjár leiðir sem nú virðist lokaðar eða illfærar - lánsfé dýrt og fjárfestar haldi að sér höndum. Gunnar Sigurðsson, forstjóri Baugs Group, segir að fyrirtækið hafi átt von á niðursveiflu í nokkurn tíma. Því hafi Baugur ekki keypt mikið það sem af sér árinu - kaupverð hafi verið of hátt - meðal annars vegna þess hver yfirtökur hafi margar verið yfirskuldsettar. Baugur hafi ekki tekið þátt í því. Gunnar segir að fram hafi komið að félagið eigi jafnvirði um 80 milljarða í varasjóðum. Fyrirtækið sé í þeirri góðu stöðu að vera vel fjármagnað og með svigrúm til að bæta við. Nýjir fjárfestingarmöguleikar hafi verið skoðaðir og hreyfingar á markaði hafi ekki áhrif á það. Einnig hlúi félagið að þeim fyrirtækjum sem það eigi nú og fjárfesti áfram í þeim. Því sé útrás Baugs í Bretlandi hvergi nærri lokið.
Fréttir Innlent Mest lesið Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Fleiri fréttir Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Sjá meira