Íslenski boltinn

Davíð Þór segist ætla að sanna sig

Aron Örn Þórarinsson skrifar
Davíð Þór sést hér í leik gegn Skagamönnum fyrr í sumar.
Davíð Þór sést hér í leik gegn Skagamönnum fyrr í sumar. Mynd/Vilhelm

Davíð Þór Viðarsson segir í samtali við Vísi.is að að hann sé mjög sáttur við að vera valinn í landsliðshóp Íslands í knattspyrnu, en þetta er í fyrsta sinn sem hann er valinn í hópinn. Mikið knattspyrnublóð er í Davíði en faðir hans, Viðar Halldórsson og eldri bróðir hans, Arnar Þór Viðarsson, eiga báðir tugi landsleikja að baki. Auk þess er yngri bróðir hans, Bjarni Þór Viðarsson, fyrirliði U21 árs landsliðsins.

„Ég er mjög ánægður með að vera valinn í hópinn. Þetta er mikill heiður," segir Davíð Þór. „Ég hef hugsað um þetta en bjóst kannski ekki við þessu núna. Núna er það undir mér komið að sanna að ég eigi heima í landsliðinu. Ég var staddur við dráttinn í VISA-bikarnum í dag þegar Eyjólfur (Sverrisson) gekk upp að mér og tilkynnti mér að hann hefði valið mig í hópinn."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×