Mistök Vegagerðar að skoða ferjuna ekki betur Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 14. ágúst 2007 18:47 Vegagerðin taldi ekki réttlætanlegt að eyða meiru fé í að skoða írsku ferjuna áður en hún var keypt til Grímseyjarsiglinga. Það leiddi til þess að kostnaður við ferjuna fór hundruð milljóna fram úr áætlun. Vegamálastjóri segir Vegagerðina bera ábyrgðina. Grímseyjarferjan kostar líklega rúmar fimm milljónir á hvern íbúa eyjunnar. Kolsvört skýrsla Ríkisendurskoðunar um kaup og endurnýjun á Grímseyjarferju var gerð opinber í morgun. Vegagerðin, fjármálaráðuneyti og samgönguráðuneyti eru öll gagnrýnd í skýrslunni. Og menn eru ekkert að tipla eins og kettir kringum heitan graut - í skýrslunni stendur skýrum stöfum að undirbúningurinn hafi verið ófullnægjandi og skoðun ferjunnar áður en hún var keypt ábótavant. Losarabragur á kostnaðaráætlunum og fjölmargt í störfum verksalans - sem er Vélsmiðja Orms og Víglundar - gagnrýnivert. Heildarkostnaður ferjunnar með endurbótum var áætlaður 150 milljónir króna. Í skýrslunni kemur fram að nú sé hins vegar ljóst að kostnaðurinn verði að minnsta kosti 500 milljónir. Ráðherra ætlar í fyrsta lagi að krefjast þess af Vegagerðinni að verkefnisstjórn verði skipuð til að taka út stöðuna og áætla endanlegan kostnað. En hvernig gat það gerst að kaup á ferju til eyju með 99 íbúa gat farið svona úr böndunum? Samgönguráðherra skellir skuldinni að nokkru leyti á ráðgjafa stjórnvalda og Vegagerðarinnar. Fréttastofa hafði samband við Einar Hermannsson í dag. Hann vildi ekki koma í viðtal en svaraði spurningum fréttastofu.Einar kveðst hafa skoðað skipið á Írlandi haustið 2004 og metið þá skipið á innan við helming af uppsettu verði. Hann segist einnig hafa tekið fram í skýrslu til Vegagerðarinnar að skipið væri í afskaplega slæmu standi. Hann áætlaði að tæpar 55 milljónir kostaði að gera við skipið - óbreytt. Nú er ljóst að viðgerðakostnaður verður að minnsta kosti sjö sinnum meiri. Aðspurður hvernig standi á þessum mun segir Einar að hann hafi miðað við viðgerð í Austur-Evrópu. Auk þess sé nú búið að gjörbylta skipinu og gera á því breytingar upp á hundruð milljóna - byggja yfir það, byggja yfir afturdekkið, setja á það perustefni, skipta um allar lúgur og margt fleira. Þetta var staðfest af mönnum sem unnu að viðgerð skipsins.Allmörg spjót standa á fyrrum samgönguráðherra, Sturlu Böðvarssyni. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar segir að: Tíðar og siðbúnar kröfur Grímseyinga, sem yfirleitt hafi komið fram fyrir milligöngu samgönguráðuneytisins hafi gert Vegagerðinni afar erfitt um vik. Svo virðist sem þessar kröfur hafi vegið þungt í framúrkeyrslunni. Ekki náðist í Sturlu í dag. Fréttir Innlent Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Sjá meira
Vegagerðin taldi ekki réttlætanlegt að eyða meiru fé í að skoða írsku ferjuna áður en hún var keypt til Grímseyjarsiglinga. Það leiddi til þess að kostnaður við ferjuna fór hundruð milljóna fram úr áætlun. Vegamálastjóri segir Vegagerðina bera ábyrgðina. Grímseyjarferjan kostar líklega rúmar fimm milljónir á hvern íbúa eyjunnar. Kolsvört skýrsla Ríkisendurskoðunar um kaup og endurnýjun á Grímseyjarferju var gerð opinber í morgun. Vegagerðin, fjármálaráðuneyti og samgönguráðuneyti eru öll gagnrýnd í skýrslunni. Og menn eru ekkert að tipla eins og kettir kringum heitan graut - í skýrslunni stendur skýrum stöfum að undirbúningurinn hafi verið ófullnægjandi og skoðun ferjunnar áður en hún var keypt ábótavant. Losarabragur á kostnaðaráætlunum og fjölmargt í störfum verksalans - sem er Vélsmiðja Orms og Víglundar - gagnrýnivert. Heildarkostnaður ferjunnar með endurbótum var áætlaður 150 milljónir króna. Í skýrslunni kemur fram að nú sé hins vegar ljóst að kostnaðurinn verði að minnsta kosti 500 milljónir. Ráðherra ætlar í fyrsta lagi að krefjast þess af Vegagerðinni að verkefnisstjórn verði skipuð til að taka út stöðuna og áætla endanlegan kostnað. En hvernig gat það gerst að kaup á ferju til eyju með 99 íbúa gat farið svona úr böndunum? Samgönguráðherra skellir skuldinni að nokkru leyti á ráðgjafa stjórnvalda og Vegagerðarinnar. Fréttastofa hafði samband við Einar Hermannsson í dag. Hann vildi ekki koma í viðtal en svaraði spurningum fréttastofu.Einar kveðst hafa skoðað skipið á Írlandi haustið 2004 og metið þá skipið á innan við helming af uppsettu verði. Hann segist einnig hafa tekið fram í skýrslu til Vegagerðarinnar að skipið væri í afskaplega slæmu standi. Hann áætlaði að tæpar 55 milljónir kostaði að gera við skipið - óbreytt. Nú er ljóst að viðgerðakostnaður verður að minnsta kosti sjö sinnum meiri. Aðspurður hvernig standi á þessum mun segir Einar að hann hafi miðað við viðgerð í Austur-Evrópu. Auk þess sé nú búið að gjörbylta skipinu og gera á því breytingar upp á hundruð milljóna - byggja yfir það, byggja yfir afturdekkið, setja á það perustefni, skipta um allar lúgur og margt fleira. Þetta var staðfest af mönnum sem unnu að viðgerð skipsins.Allmörg spjót standa á fyrrum samgönguráðherra, Sturlu Böðvarssyni. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar segir að: Tíðar og siðbúnar kröfur Grímseyinga, sem yfirleitt hafi komið fram fyrir milligöngu samgönguráðuneytisins hafi gert Vegagerðinni afar erfitt um vik. Svo virðist sem þessar kröfur hafi vegið þungt í framúrkeyrslunni. Ekki náðist í Sturlu í dag.
Fréttir Innlent Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Sjá meira