Olía en ekki almannahagur Guðjón Helgason skrifar 16. september 2007 18:45 Hagur Íraka var aldrei aðal ástæðan fyrir innrásinni í Írak 2003 heldur olía. Þetta segir Alan Greenspan, fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna. Afgerandi yfirlýsing frá annars orðvörum manni segir íslenskur stjórnmálafræðingur. Greenspan, sem er 81 árs, er flokksbróðir George Bush Bandaríkjaforseta. Hann stýrði Seðlabanka Bandaríkjanna við góðan orðstír í 18 ár eða þar til í janúar í fyrra. Æviminningar Greenspans koma út á morgun. Lundúnablaðið Sunday Times segir í dag að í bókinni fullyrði hann að olía hafi verið meginástæða innrásarinnar í Írak 2003 - ekki góðvild í garð Íraka. Vesturveldin hafi viljað tryggja sér ódýra olíu. Saddam Hússein, Íraksforseta, hafi ógnað stöðugleika í Miðausturlöndum og þar með olíubirgðum þar og því hafi orðið að koma honum frá. Bandaríkjamenn og Bretar hafa ætíð vísað þessu á bug. Jón Ormur Halldórsson, stjórnmálafræðingur, segir Greenspan njóta mikilla virðingar í Bandaríkjunum. Hann sé þekktur fyrir íhaldssemi og því verði hann vart sakaður um að vera andstæðingur ríkjandi sjónarmiða í Bandaríkjunum. Yfirlýsingar hans geti haft mikla þýðingu fyrir umræðuna í Bandaríkjunum. Jón Ormur segir að þó Bandaríkin séu opið og frjálst þjóðfélag þá sé það þannig með umræðuna þar í landi - sérstaklega orðræðuna um alþjóðamál - að það séu ýmsir hlutir, sem virðist augljósir fyrir þeim sem eitthvað þekki til málanna, sem má ekki segja án þess að mönnum séu gerðar upp sakir - einhvers konar annarlegir pólitískir hagsmunir eða eitthvað slíkt. Það eigi sérstaklega við um Miðausturlönd þar sem tvöföld bannhelgi gildi - annars vegar vegna Ísraels og hins vegar vegna olíuhagsmuna Bandaríkjamanna. Það að Greenspan, sem sé sérstaklega þekktur fyrir varfærni í umræðum, tali svona bendi til þess að umræðan gæti opnast nokkuð á næstunni í Bandaríkjunnum. Erlent Fréttir Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Sjá meira
Hagur Íraka var aldrei aðal ástæðan fyrir innrásinni í Írak 2003 heldur olía. Þetta segir Alan Greenspan, fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna. Afgerandi yfirlýsing frá annars orðvörum manni segir íslenskur stjórnmálafræðingur. Greenspan, sem er 81 árs, er flokksbróðir George Bush Bandaríkjaforseta. Hann stýrði Seðlabanka Bandaríkjanna við góðan orðstír í 18 ár eða þar til í janúar í fyrra. Æviminningar Greenspans koma út á morgun. Lundúnablaðið Sunday Times segir í dag að í bókinni fullyrði hann að olía hafi verið meginástæða innrásarinnar í Írak 2003 - ekki góðvild í garð Íraka. Vesturveldin hafi viljað tryggja sér ódýra olíu. Saddam Hússein, Íraksforseta, hafi ógnað stöðugleika í Miðausturlöndum og þar með olíubirgðum þar og því hafi orðið að koma honum frá. Bandaríkjamenn og Bretar hafa ætíð vísað þessu á bug. Jón Ormur Halldórsson, stjórnmálafræðingur, segir Greenspan njóta mikilla virðingar í Bandaríkjunum. Hann sé þekktur fyrir íhaldssemi og því verði hann vart sakaður um að vera andstæðingur ríkjandi sjónarmiða í Bandaríkjunum. Yfirlýsingar hans geti haft mikla þýðingu fyrir umræðuna í Bandaríkjunum. Jón Ormur segir að þó Bandaríkin séu opið og frjálst þjóðfélag þá sé það þannig með umræðuna þar í landi - sérstaklega orðræðuna um alþjóðamál - að það séu ýmsir hlutir, sem virðist augljósir fyrir þeim sem eitthvað þekki til málanna, sem má ekki segja án þess að mönnum séu gerðar upp sakir - einhvers konar annarlegir pólitískir hagsmunir eða eitthvað slíkt. Það eigi sérstaklega við um Miðausturlönd þar sem tvöföld bannhelgi gildi - annars vegar vegna Ísraels og hins vegar vegna olíuhagsmuna Bandaríkjamanna. Það að Greenspan, sem sé sérstaklega þekktur fyrir varfærni í umræðum, tali svona bendi til þess að umræðan gæti opnast nokkuð á næstunni í Bandaríkjunnum.
Erlent Fréttir Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Sjá meira