Undanúrslitin í kvennaflokki í kvöld
![Íslandsmeistarar Hauka mæta Val í kvöld](https://www.visir.is/i/4C3EBADC549C320C273D08530F8150A14861EB4B4E692BBE9BDE4ABF72AB41E1_713x0.jpg)
Í kvöld fara fram undanúrslitaleikirnir í Powerade bikarkeppni kvenna í körfubolta og fara báðir leikirnir fram í Laugardalshöllinni líkt og karlaleikirnir í gær. Haukar og Valur eigast við klukkan 19 og Keflavík og Grindavík klukkan 21. Úrslitaleikurinn er svo á laugardaginn klukkan 14.