Íslenski boltinn

Ásmundur: Ekki feiminn við að hvíla menn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Fjölnismenn fagna úrvalsdeildarsætinu um síðustu helgi.
Fjölnismenn fagna úrvalsdeildarsætinu um síðustu helgi. Mynd/E. Stefán

Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, hvíldi sjö fastamenn í dag vegna bikarúrslitaleiksins um næstu helgi.

„Við þessar aðstæður má lítið út af bera til að menn fái áminningar og megi því ekki spila í bikarúrslitunum og það hefði verið leiðinlegt að lenda í því,“ sagði Ásmundur.

Fjölnir mætti ÍBV í dag en fyrir leikinn var liðið búið að tryggja sér úrvalsdeildarsætið. Með sigri í dag hefði liðið hins vegar tryggt sér meistaratitil 1. deildarinnar.

Fjölnir mætir FH í úrslitum bikarkeppninnar um næstu helgi.

„Það var auðvitað svekkjandi að missa af titlinum í dag. Við vorum á toppnum þegar 25 mínútur voru eftir af leiknum og við hefðum viljað hafa það þannig til leiksloka.“

Hann segir þó að aðalmálið hafi verið að komast upp um deild. Nú eru bikarúrslitin næst á dagskrá.

„Næsta vika verður skemmtileg og mikið ævintýri fyrir okkur.“ 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×