Föðurmorðingjar aftur á ferð Guðjón Helgason skrifar 19. október 2007 19:05 Benazir Bhúttó, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, segir forna fjendur fjölskyldu sinnar hafa reynt að ráða sig af dögum í gærkvöldi. Minnst 130 manns týndu lífi í tveimur sprengingum nærri bílalest Bhúttó í Karachi. Benazir Bhúttó var fagnað við heimkomuna í gær eftir átta ára sjálfskipaða útlegð. Fjölmennt var nærri bílaest hennar í Karachi í gærkvöldi þegar tvær spreningar urðu. Minnst 130 lágu í valnum og fjölmargir særðir. Bhúttó sjálfa sakaði ekki. Sprengjuárásin ein sú mannskæðasta í sögu landsins. Vitað var að líf forsætisráðherrans fyrrverandi væri í hættu enda mörg samtök herskárra múslima hótað að myrða hana eftir ummæli um stuðning við stríðið gegn hryðjuverkum. Engir hafa lýst ódæðinu á hendur sér en lögreglu grunar að einn maður hafi verið að verki - fyrst hafi hann hent handsprengju að bílalestinni og síðan sprengt sig í loft upp. Bhúttó segist tilræðismennina hafa auðsýnt heigulsskap. Slík árás hefði ekki verið gerð fyrr gegn stjórnmálaleiðtoga í Pakistan. Enginn sannur múslimi gæti hafa staðið að baki ódæðinu því það stríddi gegn trúnni að myrða konur og saklaust fólk. Bhúttó sjálf segist sannfærð um að stuðningmenn Mohammeds Zia-ul-Haq, fyrrverandi einræðisherra Pakistans, hafi verið að verki. Herforingjastjórn hans var við völd í níu ár - eða þar til herforinginn fórst í flugslysi 1988. Zia-ul-Haq bolaði föður Bhútto, Zulfikar Ali Bhúttó, forsætisráðherra, frá völdum 1977 og lét hengja hann tveimur árum síðar. Ljóst er að spennan á eftir að magnast í Pakistan næstu misserin - en kosið verður til þings í janúar. Bhúttó sækist þá eftir forsætisráðherraembættinu. Erlent Fréttir Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
Benazir Bhúttó, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, segir forna fjendur fjölskyldu sinnar hafa reynt að ráða sig af dögum í gærkvöldi. Minnst 130 manns týndu lífi í tveimur sprengingum nærri bílalest Bhúttó í Karachi. Benazir Bhúttó var fagnað við heimkomuna í gær eftir átta ára sjálfskipaða útlegð. Fjölmennt var nærri bílaest hennar í Karachi í gærkvöldi þegar tvær spreningar urðu. Minnst 130 lágu í valnum og fjölmargir særðir. Bhúttó sjálfa sakaði ekki. Sprengjuárásin ein sú mannskæðasta í sögu landsins. Vitað var að líf forsætisráðherrans fyrrverandi væri í hættu enda mörg samtök herskárra múslima hótað að myrða hana eftir ummæli um stuðning við stríðið gegn hryðjuverkum. Engir hafa lýst ódæðinu á hendur sér en lögreglu grunar að einn maður hafi verið að verki - fyrst hafi hann hent handsprengju að bílalestinni og síðan sprengt sig í loft upp. Bhúttó segist tilræðismennina hafa auðsýnt heigulsskap. Slík árás hefði ekki verið gerð fyrr gegn stjórnmálaleiðtoga í Pakistan. Enginn sannur múslimi gæti hafa staðið að baki ódæðinu því það stríddi gegn trúnni að myrða konur og saklaust fólk. Bhúttó sjálf segist sannfærð um að stuðningmenn Mohammeds Zia-ul-Haq, fyrrverandi einræðisherra Pakistans, hafi verið að verki. Herforingjastjórn hans var við völd í níu ár - eða þar til herforinginn fórst í flugslysi 1988. Zia-ul-Haq bolaði föður Bhútto, Zulfikar Ali Bhúttó, forsætisráðherra, frá völdum 1977 og lét hengja hann tveimur árum síðar. Ljóst er að spennan á eftir að magnast í Pakistan næstu misserin - en kosið verður til þings í janúar. Bhúttó sækist þá eftir forsætisráðherraembættinu.
Erlent Fréttir Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira