Vonir um konunglegt brúðkaup í Svíþjóð Guðjón Helgason skrifar 20. október 2007 12:25 Sænskir miðlar gera því skóna að Viktoría krónprinsessa Svía ætli að ganga í það heilaga með kærasta sínum, Daniel Westling, á næsta ári. Sænska blaðið Expressen hefur undir höndum minnisblað frá utanríkisráðuneytinu þar sem kemur fram að óskað hafi verið eftir aukafjárveitingu frá hinum opinbera vegna undirbúnings fyrir brúðkaup í hirð sænsku konungsfjölskyldunnar. Blaðið hefur ekki upplýsingar um hvað óskað var eftir miklum fé en að það verði notað til að greiða yfirvinnu og ýmsan tilfallandi kosnað sem fylgir jafn umfangsmiklum atburði sem konunglegt brúðkaup sé. Ekki kemur fram hvaða hjónaleysi ætli að láta pússa sig saman en flestra augu beinast að hinni 30 ára gömlu Viktoríu krónprinsessu sem hefur lengi verið í sambandi við hinn þrjátíu og fjögurra ára gamal Daniel Westling. Yngri systkini hennar Karl Filipus, 28 ára, og Magdalena, 25 ára, eru einnig nefnd til sögunnar. Flestir horfa þó til Viktoríu. Talsmaður dómsmálaráðuneytisins segir þetta gert til vonar og vara ef af brúðkaupi yrði - líkt og hefði verið gert í fyrra. Þetta væri hins vegar orðað með skýrari hætti nú og því ekki að undra að fjölmiðlar grípi þetta á lofti. Svía þyrstir í konunglegt brúðkaup en langt er síðan síðast. Það var 1976 þegar Karl Gústaf Svíakonungur gekk að eiga hana Silvíu sína. Það sem gæti þó skemmt fyrir er að Jóakim Danaprins tilkynnti á dögunum að hann ætlaði að giftast sinni heittelskuðu, Marie Cavallier, næsta vor. Ekki er venjan að tvö stór konungleg brúðkaup séu sama sumarið í hinni stóru, samtvinnuðu norrænu konungsfjölskyldu og því hætt við að Viktoría þurfi að bíða vilji hún ganga í það heilaga með Daníel sínum. Erlent Fréttir Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Sjá meira
Sænskir miðlar gera því skóna að Viktoría krónprinsessa Svía ætli að ganga í það heilaga með kærasta sínum, Daniel Westling, á næsta ári. Sænska blaðið Expressen hefur undir höndum minnisblað frá utanríkisráðuneytinu þar sem kemur fram að óskað hafi verið eftir aukafjárveitingu frá hinum opinbera vegna undirbúnings fyrir brúðkaup í hirð sænsku konungsfjölskyldunnar. Blaðið hefur ekki upplýsingar um hvað óskað var eftir miklum fé en að það verði notað til að greiða yfirvinnu og ýmsan tilfallandi kosnað sem fylgir jafn umfangsmiklum atburði sem konunglegt brúðkaup sé. Ekki kemur fram hvaða hjónaleysi ætli að láta pússa sig saman en flestra augu beinast að hinni 30 ára gömlu Viktoríu krónprinsessu sem hefur lengi verið í sambandi við hinn þrjátíu og fjögurra ára gamal Daniel Westling. Yngri systkini hennar Karl Filipus, 28 ára, og Magdalena, 25 ára, eru einnig nefnd til sögunnar. Flestir horfa þó til Viktoríu. Talsmaður dómsmálaráðuneytisins segir þetta gert til vonar og vara ef af brúðkaupi yrði - líkt og hefði verið gert í fyrra. Þetta væri hins vegar orðað með skýrari hætti nú og því ekki að undra að fjölmiðlar grípi þetta á lofti. Svía þyrstir í konunglegt brúðkaup en langt er síðan síðast. Það var 1976 þegar Karl Gústaf Svíakonungur gekk að eiga hana Silvíu sína. Það sem gæti þó skemmt fyrir er að Jóakim Danaprins tilkynnti á dögunum að hann ætlaði að giftast sinni heittelskuðu, Marie Cavallier, næsta vor. Ekki er venjan að tvö stór konungleg brúðkaup séu sama sumarið í hinni stóru, samtvinnuðu norrænu konungsfjölskyldu og því hætt við að Viktoría þurfi að bíða vilji hún ganga í það heilaga með Daníel sínum.
Erlent Fréttir Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“