Útlitið svart Guðjón Helgason skrifar 17. nóvember 2007 18:30 Mannkyn mun þjást og þriðjungur dýrategunda jafnvel deyja út verði ekkert gert til að stemma stigu við loftslagsbreytingum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í lokaskýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna sem kynnt var í dag. Formaður nefndarinnar segir hana leiðbeina leiðtogum í leit að lausnum. Skýrslan var kynnt á fundi nefndarinnar í Valenciu á Spáni í dag. Hún er sett saman úr þremur skýrslum sem nefndin kynnti fyrr á þessu ári. Áhrif loftslagsbreytinga eru sögð ótvíræð og rúmlega níutíu prósent líkur á að útblæstri gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum sé um að kenna. Áhrif á lífríkið geti komið fram á skömmum tíma og verið óafturkræf. Jöklar bráðni hraðar og svo geti fari að þriðjugru allra plöntu- og dýrategunda deyji út hækki meðalhiti á hverju áru um allt að tvær og hálfa gráður. Það geti gerst á skömmum tíma. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði ekki hægt að láta þetta gerast. Rajendra Pachauri, formaður loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna, segir það von sína að þegar á heildina væri litið myndi þetta leiða til þess að fólk áttaði sig á því að vandinn væri mikill og staðan mjög alvarleg. Einnig að áhrif loftslagsbreytinga gætu orðið hrikaleg í sumum tilfellum og að það kostaði ekki svo mikið að grípa til aðgerða til að stemma stigu við því. Hans Verholme hjá umhverfisverndarsamtökunum World Wildlife Fun segir mikilvægt að Bandaríkjamenn komi aftur að samningaborðinu í umhverfismálum til að taka megi afgerandi ákvarðanir. Án þess verði erfitt að sannfæra þróunarríki um að taka þátt þegar útblástur þeirra miðað við íbúafjölda sé mun minni en hjá Bandaríkjamönnum. Á Balí í Indónesíu í næsta mánuði verður byrjað að ræða framhaldið eftir að Kyoto-bókunin um losun gróðurhúsalofttegunda rennur út 2012. Yvo de Boer, ritari skrifstofu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytinga, segir mestu skipta að þrennt verði gert á fundinum á Balí. Viðræðurnar hefjist formlega, dagskrá þeirra viðræðna verði samin og ákveðið að samningaviðræðum verði að vera lokið fyrir 2009. Erlent Fréttir Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Erlent Fleiri fréttir Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sjá meira
Mannkyn mun þjást og þriðjungur dýrategunda jafnvel deyja út verði ekkert gert til að stemma stigu við loftslagsbreytingum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í lokaskýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna sem kynnt var í dag. Formaður nefndarinnar segir hana leiðbeina leiðtogum í leit að lausnum. Skýrslan var kynnt á fundi nefndarinnar í Valenciu á Spáni í dag. Hún er sett saman úr þremur skýrslum sem nefndin kynnti fyrr á þessu ári. Áhrif loftslagsbreytinga eru sögð ótvíræð og rúmlega níutíu prósent líkur á að útblæstri gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum sé um að kenna. Áhrif á lífríkið geti komið fram á skömmum tíma og verið óafturkræf. Jöklar bráðni hraðar og svo geti fari að þriðjugru allra plöntu- og dýrategunda deyji út hækki meðalhiti á hverju áru um allt að tvær og hálfa gráður. Það geti gerst á skömmum tíma. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði ekki hægt að láta þetta gerast. Rajendra Pachauri, formaður loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna, segir það von sína að þegar á heildina væri litið myndi þetta leiða til þess að fólk áttaði sig á því að vandinn væri mikill og staðan mjög alvarleg. Einnig að áhrif loftslagsbreytinga gætu orðið hrikaleg í sumum tilfellum og að það kostaði ekki svo mikið að grípa til aðgerða til að stemma stigu við því. Hans Verholme hjá umhverfisverndarsamtökunum World Wildlife Fun segir mikilvægt að Bandaríkjamenn komi aftur að samningaborðinu í umhverfismálum til að taka megi afgerandi ákvarðanir. Án þess verði erfitt að sannfæra þróunarríki um að taka þátt þegar útblástur þeirra miðað við íbúafjölda sé mun minni en hjá Bandaríkjamönnum. Á Balí í Indónesíu í næsta mánuði verður byrjað að ræða framhaldið eftir að Kyoto-bókunin um losun gróðurhúsalofttegunda rennur út 2012. Yvo de Boer, ritari skrifstofu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytinga, segir mestu skipta að þrennt verði gert á fundinum á Balí. Viðræðurnar hefjist formlega, dagskrá þeirra viðræðna verði samin og ákveðið að samningaviðræðum verði að vera lokið fyrir 2009.
Erlent Fréttir Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Erlent Fleiri fréttir Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sjá meira