Komið í veg fyrir fjöldamorð í Köln Guðjón Helgason skrifar 19. nóvember 2007 12:13 Þýska lögreglan kom í veg fyrir fjöldamorð í menntaskóla í Köln. Ódæðin átti að fremja á morgun. Tveir námsmenn voru yfirheyrðir vegna málsins. Annar þeirra svipt sig lífi eftir það en hinn er nú í haldi lögreglu. Á morgun er ár liðið frá því Sebastian Bosse, átján ára námsmaður í Emsdetten í vesturhluta Þýskalands, réðst inn í gamla skólann sinn þar og skaut á allt sem hreyfðist áður en hann svipti sig lífi. Enginn var myrtur í þeirri árás en fjölmargir særðust - þar af fimm alvarlega. Á heimili Bosse fann lögregla dagbók þar sem vísað var til fjöldamorðanna í Columbine menntaskólanum í Colorado í Bandaríkjunum 1999. Tólf nemendur og einn kennari voru myrtir í þeirri árás og tuttugu og þrír særðust. Fyrr í þessum mánuði voru fjöldamorð framin í skóla í Tuusula í Finnlandi. 18 ára námsmaður myrti þá sex samnemendur, kennara og skólahjúkrunarkonu áður en hann beindi byssunni að sér og svipti sig lífi. Í efni sem fannst í fórum hans var einnig vísað til ódæðanna í Columbine. Annar þeirra sem ætluðu að minnast árásarinnar í Emsdetten á morgun með morðum er 18 ára en hinn var 17 ára. Sá yngri kastaði sér fyrir lest eftir yfirheyrslu lögreglu um helgina. Samnemandi dregjanna sá þá skoða myndir tengdar Columbine og lét skólastjórann vita. Þá fundust myndir tengdar ódæðunum 1999 á vefsíðu strákanna. Við leit á heimilum þeirra fundust meðal annars loftbyssur og leiðbeiningar um hvernig ætti að búa til rörasprengjur. Ekkert sprengiefni fanns hins vegar. Eldri nemandinn er nú í haldi lögreglu en í yfirheyrslum yfir honum hefur komið fram að báðir vildu þeir drepa og særa annað fólk og ætluðu svo að fremja sjálfsmorð í kjölfarið. Erlent Fréttir Mest lesið Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Erlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent Fleiri fréttir Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Sjá meira
Þýska lögreglan kom í veg fyrir fjöldamorð í menntaskóla í Köln. Ódæðin átti að fremja á morgun. Tveir námsmenn voru yfirheyrðir vegna málsins. Annar þeirra svipt sig lífi eftir það en hinn er nú í haldi lögreglu. Á morgun er ár liðið frá því Sebastian Bosse, átján ára námsmaður í Emsdetten í vesturhluta Þýskalands, réðst inn í gamla skólann sinn þar og skaut á allt sem hreyfðist áður en hann svipti sig lífi. Enginn var myrtur í þeirri árás en fjölmargir særðust - þar af fimm alvarlega. Á heimili Bosse fann lögregla dagbók þar sem vísað var til fjöldamorðanna í Columbine menntaskólanum í Colorado í Bandaríkjunum 1999. Tólf nemendur og einn kennari voru myrtir í þeirri árás og tuttugu og þrír særðust. Fyrr í þessum mánuði voru fjöldamorð framin í skóla í Tuusula í Finnlandi. 18 ára námsmaður myrti þá sex samnemendur, kennara og skólahjúkrunarkonu áður en hann beindi byssunni að sér og svipti sig lífi. Í efni sem fannst í fórum hans var einnig vísað til ódæðanna í Columbine. Annar þeirra sem ætluðu að minnast árásarinnar í Emsdetten á morgun með morðum er 18 ára en hinn var 17 ára. Sá yngri kastaði sér fyrir lest eftir yfirheyrslu lögreglu um helgina. Samnemandi dregjanna sá þá skoða myndir tengdar Columbine og lét skólastjórann vita. Þá fundust myndir tengdar ódæðunum 1999 á vefsíðu strákanna. Við leit á heimilum þeirra fundust meðal annars loftbyssur og leiðbeiningar um hvernig ætti að búa til rörasprengjur. Ekkert sprengiefni fanns hins vegar. Eldri nemandinn er nú í haldi lögreglu en í yfirheyrslum yfir honum hefur komið fram að báðir vildu þeir drepa og særa annað fólk og ætluðu svo að fremja sjálfsmorð í kjölfarið.
Erlent Fréttir Mest lesið Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Erlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent Fleiri fréttir Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Sjá meira