Tilnefningar birtar til Þýðingarverðlaunanna Páll Baldvin Baldvinsson skrifar 5. apríl 2008 06:00 Sigurður Pálsson er tilnefndur fyrir frábæra þýðingu á sálfræðitrylli. Í vikunni var tilkynnt um tilnefningar valnefndar til Íslensku þýðingarverðlaunanna sem afhent verða af forseta Íslands á Gljúfrasteini í lok apríl. Í dómnefnd sátu bókmenntafræðingar og blaðamenn, allt valinkunnir fagurkerar á íslenskar og erlendar bókmenntir, þau Silja Aðalsteinsdóttir, Árni Matthíasson og Fríða Björk Ingvarsdóttir. Tilnefndar bækur til Íslensku þýðingarverðlaunanna 2008 eru eftirtalin verk en þrátt fyrir barlóm útgefenda var kraftur í þýðingum úr erlendum tungumálum, bæði frumþýðingar af þeirri tungu sem verkin voru samin á og eins þýðingar sem snúið er af öðru tungumáli. Verkin eru þessi: Brandarinn, Milan Kundera. Friðrik Rafnsson þýðir. JPV útgáfa. Brandarinn (Zert) var fyrsta skáldsaga Milans Kundera (1967), myrk saga um það hvernig hefndarhugur eitrar líf ungs manns. Friðrik Rafnsson hefur nú þýtt allar skáldsögur Kunderas og texti Brandarans ber með sér að þýðandinn er nákunnugur stíl höfundar. Loftskeytamaðurinn, Knut Hamsun. Jón Kalman Stefánsson þýðir. Uppheimar. Loftskeytamaðurinn (Sværmere), ein skemmtilegasta bók Knuts Hamsun, segir frá Ole Rolandsen, drykkfelldum og sjálfumglöðum kvennamanni sem reynist þó eiga óvæntar hliðar. Jón Kalman nýtur þess augljóslega að þýða fyndinn og oft ósvífinn textann.Eiríkur Örn er einnig tilnefndur.Módelið, Lars Saabye Christensen. Sigrún Kr. Magnúsdóttir þýðir. Mál og menning. Módelið (Modellen) er um virtan myndlistarmann sem lendir í alvarlegri siðklípu þegar hann stendur frammi fyrir því að verða blindur. Þýðingin fangar vel bæði kurteislegt yfirborð sögunnar og óhugnað undirtextans. Móðurlaus Brooklyn, Jonathan Lethem. Eiríkur Örn Norðdahl þýðir. Bjartur. Móðurlaus Brooklyn (Motherless Brooklyn) gerist í heimi jaðarfólks í New York. Aðalpersóna og sögumaður þjáist af Tourette-áráttuhegðun sem meðal annars kemur fram í því að hann verður að snúa upp á orð sem hann heyrir og endurtaka þau í endalausum tilbrigðum. Það hefur ekki verið einfalt að endurskapa þennan óskapnað á íslensku. Skíðaferðin, Emmanuel Carrère. Sigurður Pálsson þýðir. JPV útgáfa. Skíðaferðin (La classe de neige) hans Nicolasar litla byrjar illa og endar enn þá verr, og það er allt pabba hans að kenna. Tónn sögunnar er bernskur en þó mettaður orðlausri skelfingu sem þýðandi nær með miklum ágætum. Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Í vikunni var tilkynnt um tilnefningar valnefndar til Íslensku þýðingarverðlaunanna sem afhent verða af forseta Íslands á Gljúfrasteini í lok apríl. Í dómnefnd sátu bókmenntafræðingar og blaðamenn, allt valinkunnir fagurkerar á íslenskar og erlendar bókmenntir, þau Silja Aðalsteinsdóttir, Árni Matthíasson og Fríða Björk Ingvarsdóttir. Tilnefndar bækur til Íslensku þýðingarverðlaunanna 2008 eru eftirtalin verk en þrátt fyrir barlóm útgefenda var kraftur í þýðingum úr erlendum tungumálum, bæði frumþýðingar af þeirri tungu sem verkin voru samin á og eins þýðingar sem snúið er af öðru tungumáli. Verkin eru þessi: Brandarinn, Milan Kundera. Friðrik Rafnsson þýðir. JPV útgáfa. Brandarinn (Zert) var fyrsta skáldsaga Milans Kundera (1967), myrk saga um það hvernig hefndarhugur eitrar líf ungs manns. Friðrik Rafnsson hefur nú þýtt allar skáldsögur Kunderas og texti Brandarans ber með sér að þýðandinn er nákunnugur stíl höfundar. Loftskeytamaðurinn, Knut Hamsun. Jón Kalman Stefánsson þýðir. Uppheimar. Loftskeytamaðurinn (Sværmere), ein skemmtilegasta bók Knuts Hamsun, segir frá Ole Rolandsen, drykkfelldum og sjálfumglöðum kvennamanni sem reynist þó eiga óvæntar hliðar. Jón Kalman nýtur þess augljóslega að þýða fyndinn og oft ósvífinn textann.Eiríkur Örn er einnig tilnefndur.Módelið, Lars Saabye Christensen. Sigrún Kr. Magnúsdóttir þýðir. Mál og menning. Módelið (Modellen) er um virtan myndlistarmann sem lendir í alvarlegri siðklípu þegar hann stendur frammi fyrir því að verða blindur. Þýðingin fangar vel bæði kurteislegt yfirborð sögunnar og óhugnað undirtextans. Móðurlaus Brooklyn, Jonathan Lethem. Eiríkur Örn Norðdahl þýðir. Bjartur. Móðurlaus Brooklyn (Motherless Brooklyn) gerist í heimi jaðarfólks í New York. Aðalpersóna og sögumaður þjáist af Tourette-áráttuhegðun sem meðal annars kemur fram í því að hann verður að snúa upp á orð sem hann heyrir og endurtaka þau í endalausum tilbrigðum. Það hefur ekki verið einfalt að endurskapa þennan óskapnað á íslensku. Skíðaferðin, Emmanuel Carrère. Sigurður Pálsson þýðir. JPV útgáfa. Skíðaferðin (La classe de neige) hans Nicolasar litla byrjar illa og endar enn þá verr, og það er allt pabba hans að kenna. Tónn sögunnar er bernskur en þó mettaður orðlausri skelfingu sem þýðandi nær með miklum ágætum.
Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira