Bailey: Leikmenn skilja ástandið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. október 2008 16:00 Damon Bailey, leikmaður Grindavíkur. Mynd/BB Damon Bailey er einn þeirra sautján erlendu leikmanna sem var sagt upp störfum hjá íslenskum úrvalsdeildarfélögum í körfubolta. Hann segir að hann sjálfur og þeir leikmenn sem hann hefur rætt við hafi skilning á ástandinu og ástæðum þess að svo margir þeirra hafi misst vinnu sína hér á landi. „Staða þessara leikmanna er auðvitað erfið. Allir vilja þeir spila körfubolta en sjá nú fyrir sér að þurfa að fara aftur heim til að finna sér vinnu þar," sagði Bailey í samtali við Vísi í dag. Hann sagði að sjálfur stæði honum þó nokkrir kostir til boða. „Ég hef byggt upp góð sambönd hér á Íslandi og hvað mig varðar finnst mér að hér standa fleiri tækifæri til boða en ef ég færi aftur til Bandaríkjanna." „Ég hef einnig fengið nokkur boð um að spila annars staðar í Evrópu. Umboðsmaður á Spáni hafði samband við mig og spurði mig hvort að þetta væri í alvörunni að gerast hér á Íslandi. Að öll þessi lið væru að segja upp sínum erlendum leikmönnum." „Ég fékk svo nokkur boð um að spila með liðum í Evrópu og nú síðast í morgun." Hann segir þó að það gæti verið erfitt fyrir aðra leikmenn sem eru í sömu stöðu að finna sér lið í Evrópu. „Tímabilið er rétt nýbyrjað og langflest lið búin að fá sér Bandaríkjamann. Mér finnst því líklegast að flestir muni reyna að fara til síns heima og finna sér vinnu fram að jólum og sjá svo til hvaða kostir standa þeim til boða þá." „Þess vegna kom mér á óvart að tilboðið sem ég fékk í morgun var að spila sem Bandaríkjamaður enda er ég ekki kominn með evrópskt vegabréf." Hann segir að sú staðreynd að hann sé búinn að vera hér á landi í fimm ár hafi líka áhrif á sína ákvörðunatökun. „Ég hef áhuga á að gerast íslenskur ríkisborgari og þarf því vel að íhuga hvaða lausn er best fyrir mig. Ég veit ekki hvaða áhrif það hefur ef ég fer utan í eitt ár og kem svo aftur. Hvort að það hafi áhrif á mína stöðu gagnvart ríkisborgarréttinum. Ég er þó nokkuð viss um að það muni ekki hjálpa mér. Ég þarf bara að vera rólegur og íhuga mína valkosti." „Það eru þó allir þeir sem ég hef rætt við gera sér grein fyrir því að ástandið er erfitt. Allir hafa þeir þó skilning á ástandinu og ástæðunum fyrir því að félögin þurftu að grípa til þessara aðgerða. Það má samt ekki gleyma því að ástandið er slæmt í öllum heiminum, ekki bara á Íslandi." „Sjálfur er ég ekki reiður neinum, nema kannski heim þeim gráðugu einstaklingum í sem bera sína ábyrgð á því að svona sé komið fyrir Íslandi í dag." Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Sjá meira
Damon Bailey er einn þeirra sautján erlendu leikmanna sem var sagt upp störfum hjá íslenskum úrvalsdeildarfélögum í körfubolta. Hann segir að hann sjálfur og þeir leikmenn sem hann hefur rætt við hafi skilning á ástandinu og ástæðum þess að svo margir þeirra hafi misst vinnu sína hér á landi. „Staða þessara leikmanna er auðvitað erfið. Allir vilja þeir spila körfubolta en sjá nú fyrir sér að þurfa að fara aftur heim til að finna sér vinnu þar," sagði Bailey í samtali við Vísi í dag. Hann sagði að sjálfur stæði honum þó nokkrir kostir til boða. „Ég hef byggt upp góð sambönd hér á Íslandi og hvað mig varðar finnst mér að hér standa fleiri tækifæri til boða en ef ég færi aftur til Bandaríkjanna." „Ég hef einnig fengið nokkur boð um að spila annars staðar í Evrópu. Umboðsmaður á Spáni hafði samband við mig og spurði mig hvort að þetta væri í alvörunni að gerast hér á Íslandi. Að öll þessi lið væru að segja upp sínum erlendum leikmönnum." „Ég fékk svo nokkur boð um að spila með liðum í Evrópu og nú síðast í morgun." Hann segir þó að það gæti verið erfitt fyrir aðra leikmenn sem eru í sömu stöðu að finna sér lið í Evrópu. „Tímabilið er rétt nýbyrjað og langflest lið búin að fá sér Bandaríkjamann. Mér finnst því líklegast að flestir muni reyna að fara til síns heima og finna sér vinnu fram að jólum og sjá svo til hvaða kostir standa þeim til boða þá." „Þess vegna kom mér á óvart að tilboðið sem ég fékk í morgun var að spila sem Bandaríkjamaður enda er ég ekki kominn með evrópskt vegabréf." Hann segir að sú staðreynd að hann sé búinn að vera hér á landi í fimm ár hafi líka áhrif á sína ákvörðunatökun. „Ég hef áhuga á að gerast íslenskur ríkisborgari og þarf því vel að íhuga hvaða lausn er best fyrir mig. Ég veit ekki hvaða áhrif það hefur ef ég fer utan í eitt ár og kem svo aftur. Hvort að það hafi áhrif á mína stöðu gagnvart ríkisborgarréttinum. Ég er þó nokkuð viss um að það muni ekki hjálpa mér. Ég þarf bara að vera rólegur og íhuga mína valkosti." „Það eru þó allir þeir sem ég hef rætt við gera sér grein fyrir því að ástandið er erfitt. Allir hafa þeir þó skilning á ástandinu og ástæðunum fyrir því að félögin þurftu að grípa til þessara aðgerða. Það má samt ekki gleyma því að ástandið er slæmt í öllum heiminum, ekki bara á Íslandi." „Sjálfur er ég ekki reiður neinum, nema kannski heim þeim gráðugu einstaklingum í sem bera sína ábyrgð á því að svona sé komið fyrir Íslandi í dag."
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti