Náðum aldrei að koma tuðrunni inn í teig 7. nóvember 2008 22:03 Hlynur tók sig vel út í búningi Blika í kvöld eftir að Snæfellingar gleymdu búningum sínum heima. Mynd/Valli "Við vorum alveg arfaslakir á löngum köflum í seinni hálfleik og við verðum að fara að koma einhverju flæði í þennan sóknarleik okkar," sagði Hlynur Bæringsson, spilandi þjálfari Snæfells í samtali við Vísi eftir nauman sigur hans manna á Breiðablik í kvöld. Lið Snæfells náði heilt yfir ekki að nýta sér þann mikla hæðarmun sem var á liðunum og var sóknarleikur liðsins á köflum frekar ryðgaður þó baráttan væri í fínu lagi að venju. "Við náðum aldrei að koma tuðrunni inn í teig og þegar þristarnir hættu að detta hjá okkur vorum við bara í tómu rugli," sagði Hlynur móður eftir átökin. Við spurðum hann hvernig honum hefði liðið þegar skot Nemanja Sovic var að dansa á hringnum þegar leiktíminn í venjulegum leiktíma var að renna út og staðan var jöfn 67-67. "Pumpan bara stoppaði á meðan, en hann komst upp með að taka NBA skref áður en hann tók skotið," sagði Hlynur í léttum dúr. Hann skoraði 11 stig, hirti 14 fráköst og varði 5 skot í leiknum. Svo fór að lokum að Snæfellingar höfðu sigur 79-74 og var Hlynur ánægður með sigurinn þó liðið hafi ekki spilað eins vel og hann hefði óskað. "Það var ekkert gefið að koma hingað og vinna þetta lið því þeir voru með fleiri sigra en við. Þeir spila fína svæðisvörn og eru vel þjálfaðir af Einari Árna. Ekki kannski eins vel þjálfaðir og liðið okkar, en vel þjálfaðir," sagði Hlynur glottandi, en hann er settur þjálfari Snæfells eins og flestir vita. "Ég var bara kominn með krampa þarna síðustu þrjár mínúturnar og er í engu formi, það verður bara að viðurkennast - enda æfi ég ekki neitt. Maður blæs bara eins og hvalur eftir smá tíma. Ég verð að vera í almennilegu formi til að geta spilað minn eðlilega leik," sagði Hlynur og sagðist ekki reikna með að komast í almennilegt stand fyrr um áramót. Dominos-deild karla Mest lesið Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? Körfubolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Sjá meira
"Við vorum alveg arfaslakir á löngum köflum í seinni hálfleik og við verðum að fara að koma einhverju flæði í þennan sóknarleik okkar," sagði Hlynur Bæringsson, spilandi þjálfari Snæfells í samtali við Vísi eftir nauman sigur hans manna á Breiðablik í kvöld. Lið Snæfells náði heilt yfir ekki að nýta sér þann mikla hæðarmun sem var á liðunum og var sóknarleikur liðsins á köflum frekar ryðgaður þó baráttan væri í fínu lagi að venju. "Við náðum aldrei að koma tuðrunni inn í teig og þegar þristarnir hættu að detta hjá okkur vorum við bara í tómu rugli," sagði Hlynur móður eftir átökin. Við spurðum hann hvernig honum hefði liðið þegar skot Nemanja Sovic var að dansa á hringnum þegar leiktíminn í venjulegum leiktíma var að renna út og staðan var jöfn 67-67. "Pumpan bara stoppaði á meðan, en hann komst upp með að taka NBA skref áður en hann tók skotið," sagði Hlynur í léttum dúr. Hann skoraði 11 stig, hirti 14 fráköst og varði 5 skot í leiknum. Svo fór að lokum að Snæfellingar höfðu sigur 79-74 og var Hlynur ánægður með sigurinn þó liðið hafi ekki spilað eins vel og hann hefði óskað. "Það var ekkert gefið að koma hingað og vinna þetta lið því þeir voru með fleiri sigra en við. Þeir spila fína svæðisvörn og eru vel þjálfaðir af Einari Árna. Ekki kannski eins vel þjálfaðir og liðið okkar, en vel þjálfaðir," sagði Hlynur glottandi, en hann er settur þjálfari Snæfells eins og flestir vita. "Ég var bara kominn með krampa þarna síðustu þrjár mínúturnar og er í engu formi, það verður bara að viðurkennast - enda æfi ég ekki neitt. Maður blæs bara eins og hvalur eftir smá tíma. Ég verð að vera í almennilegu formi til að geta spilað minn eðlilega leik," sagði Hlynur og sagðist ekki reikna með að komast í almennilegt stand fyrr um áramót.
Dominos-deild karla Mest lesið Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? Körfubolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Sjá meira