Tólf spor í rétta átt Björn Ingi Hrafnsson skrifar 3. desember 2008 00:01 Forystumenn ríkisstjórnarinnar kynntu í gær tillögur vinnuhóps ráðherra, þingmanna og framkvæmdastjóra flokkanna sem starfað hefur að undanförnu og var ætlað að mæta vanda fyrirtækjanna í landinu í ljósi þeirra þrenginga sem þjóðin gengur nú í gegnum. Eru tillögurnar í tólf liðum og með þeim er að nokkru leyti brugðist við ákalli um bráðaráðstafanir til að afstýra gjaldþroti fjölmargra fyrirtækja með tilheyrandi aukningu á atvinnuleysi. Að því leytinu til má segja að tillögurnar tólf séu spor í rétta átt. Þannig er skynsamlegt að gera bankaráðum nýju ríkisbankanna að setja sér skýrar viðmiðunarreglur um fyrirgreiðslu við fyrirtæki til að vernda störf og stuðla að „áframhaldandi starfsemi lífvænlegra fyrirtækja", eins og það er orðað. Mikil umræða hefur einmitt verið um það hverjir fái lengingu lána, niðurfærslu skulda, breytingar lána í eigið fé og sameiningar fyrirtækja og mjög kallað eftir gegnsæi að þessu leyti þar sem oft er um gífurlega hagsmuni að ræða. Í því ljósi er jafnframt skynsamlegt að stofna sérstök eignaumsýslufélög, eða eignarhaldsfélög, sem hafi umsjón með og fari með eignarhluti bankanna í þeim fyrirtækjum, þar sem ákveðið hefur verið að breyta skuldum í eigið fé. Þá er jákvætt skref að stofna til endurreisnarsjóðs með þátttöku lífeyrissjóða, banka og innlendra og erlendra fjárfesta og skynsamlegt að rýmka heimildir lífeyrissjóða til þátttöku í slíku starfi, því ekki mun af veita. Sérstakt fagnaðarefni er að ríkisstjórnin skuli lýsa yfir vilja til að greiða fyrir uppgjöri við erlenda kröfuhafa með því að bjóða þeim hlutafé í nýju bönkunum. Það er í fyrsta lagi nauðsynleg aðgerð til að koma í veg fyrir málaferli og skaðabótakröfur og í öðru lagi skynsamleg leið til að liðka fyrir endurfjármögnun erlendis, auka samkeppni og tryggja að nýju þróttmikla fjármálastarfsemi í efnahagsumhverfi sem mun óhjákvæmlega litast mjög af ægivaldi ríkisins á mörgum sviðum. Fleiri atriði mætti nefna. Athygli vekur að fyrirtækjum verði gert kleift að gera ársreikninga sína upp í erlendri mynt afturvirkt frá 1. janúar 2008. Vekur það spurningar um hvort synjun á beiðni Kaupþings þar að lútandi á sínum tíma hafi verið málefnaleg af hálfu stjórnvalda og hvaða afleiðingar hún hafi haft á það sem síðar varð. Gott er að ákvæðum hlutafélagalaga, skattalaga og fleiri laga verði breytt í því skyni að auðvelda stjórnendum fyrirtækja að komast í gegnum tímabundna erfiðleika og nauðsynlegt að fara nú þegar yfir nýsettar reglur um gjaldeyrishömlur og viðurkenna þau mistök sem gerð voru og takmarka neikvæð hliðaráhrif eins og kostur er. Hvort sporin tólf duga til að bjarga íslensku atvinnulífi er auðvelt að draga í efa. Víst er á hinn bóginn að breytingarnar eru allar til bóta. Undirstöðurnar þarf þó að treysta, eigi að felast einhver skynsemi í því að reisa húsið á nýjan leik. Dæmisagan kenndi okkur að fátt er til farsældar að reisa á sandi. Til framtíðar þarf öflugri og stöðugri gjaldmiðil í hlutverk undirstöðunnar, eigi viðspyrnan að lukkast og endurreisnin að hefjast. Hvort evran eða dollar verður okkar klettur, getur tíminn einn leitt í ljós. En víst er að krónan nær aldrei aftur slíkum styrkleika hafi hann þá einhvern tíma verið til staðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Markaðir Viðskipti Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Forystumenn ríkisstjórnarinnar kynntu í gær tillögur vinnuhóps ráðherra, þingmanna og framkvæmdastjóra flokkanna sem starfað hefur að undanförnu og var ætlað að mæta vanda fyrirtækjanna í landinu í ljósi þeirra þrenginga sem þjóðin gengur nú í gegnum. Eru tillögurnar í tólf liðum og með þeim er að nokkru leyti brugðist við ákalli um bráðaráðstafanir til að afstýra gjaldþroti fjölmargra fyrirtækja með tilheyrandi aukningu á atvinnuleysi. Að því leytinu til má segja að tillögurnar tólf séu spor í rétta átt. Þannig er skynsamlegt að gera bankaráðum nýju ríkisbankanna að setja sér skýrar viðmiðunarreglur um fyrirgreiðslu við fyrirtæki til að vernda störf og stuðla að „áframhaldandi starfsemi lífvænlegra fyrirtækja", eins og það er orðað. Mikil umræða hefur einmitt verið um það hverjir fái lengingu lána, niðurfærslu skulda, breytingar lána í eigið fé og sameiningar fyrirtækja og mjög kallað eftir gegnsæi að þessu leyti þar sem oft er um gífurlega hagsmuni að ræða. Í því ljósi er jafnframt skynsamlegt að stofna sérstök eignaumsýslufélög, eða eignarhaldsfélög, sem hafi umsjón með og fari með eignarhluti bankanna í þeim fyrirtækjum, þar sem ákveðið hefur verið að breyta skuldum í eigið fé. Þá er jákvætt skref að stofna til endurreisnarsjóðs með þátttöku lífeyrissjóða, banka og innlendra og erlendra fjárfesta og skynsamlegt að rýmka heimildir lífeyrissjóða til þátttöku í slíku starfi, því ekki mun af veita. Sérstakt fagnaðarefni er að ríkisstjórnin skuli lýsa yfir vilja til að greiða fyrir uppgjöri við erlenda kröfuhafa með því að bjóða þeim hlutafé í nýju bönkunum. Það er í fyrsta lagi nauðsynleg aðgerð til að koma í veg fyrir málaferli og skaðabótakröfur og í öðru lagi skynsamleg leið til að liðka fyrir endurfjármögnun erlendis, auka samkeppni og tryggja að nýju þróttmikla fjármálastarfsemi í efnahagsumhverfi sem mun óhjákvæmlega litast mjög af ægivaldi ríkisins á mörgum sviðum. Fleiri atriði mætti nefna. Athygli vekur að fyrirtækjum verði gert kleift að gera ársreikninga sína upp í erlendri mynt afturvirkt frá 1. janúar 2008. Vekur það spurningar um hvort synjun á beiðni Kaupþings þar að lútandi á sínum tíma hafi verið málefnaleg af hálfu stjórnvalda og hvaða afleiðingar hún hafi haft á það sem síðar varð. Gott er að ákvæðum hlutafélagalaga, skattalaga og fleiri laga verði breytt í því skyni að auðvelda stjórnendum fyrirtækja að komast í gegnum tímabundna erfiðleika og nauðsynlegt að fara nú þegar yfir nýsettar reglur um gjaldeyrishömlur og viðurkenna þau mistök sem gerð voru og takmarka neikvæð hliðaráhrif eins og kostur er. Hvort sporin tólf duga til að bjarga íslensku atvinnulífi er auðvelt að draga í efa. Víst er á hinn bóginn að breytingarnar eru allar til bóta. Undirstöðurnar þarf þó að treysta, eigi að felast einhver skynsemi í því að reisa húsið á nýjan leik. Dæmisagan kenndi okkur að fátt er til farsældar að reisa á sandi. Til framtíðar þarf öflugri og stöðugri gjaldmiðil í hlutverk undirstöðunnar, eigi viðspyrnan að lukkast og endurreisnin að hefjast. Hvort evran eða dollar verður okkar klettur, getur tíminn einn leitt í ljós. En víst er að krónan nær aldrei aftur slíkum styrkleika hafi hann þá einhvern tíma verið til staðar.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun