Hagvöxtur og hamingja Þóra Helgadóttir skrifar 19. nóvember 2008 00:01 Vísindamenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að hávaxið fólk sé að jafnaði með hærri laun en aðrir og að ljóshært kvenfólk standi verr að vígi en dökkhært. Þeir sem eru örvhentir hafa að jafnaði 15 prósenta hærri laun en rétthentir kollegar þeirra og myndarlegir menn eru jafnan tekjuhærri. Að sjálfsögðu skipta menntun og reynsla höfuðmáli en útlit virðist hafa sitt að segja. En hvaða einkenni skipta máli þegar kemur að auði þjóða? Í viðamikilli rannsókn á hagþróun landa innan OECD, frá 2003, kom í ljós að fjárfesting, hvort sem hún er í fjármagni, mannauði eða rannsóknum og þróunarstarfsemi, skiptir lykilmáli til að tryggja umhverfi til vaxtar. Virk samkeppni á mörkuðum með vöru-, þjónustu og vinnuafl, sem og sveigjanleiki þeirra hefur jákvæð áhrif. Stærð hins opinbera dregur fremur úr hagvexti en sterkur fjármálamarkaður er talinn jákvætt merki. Fyrst og fremst er það þó stöðugleiki í hagkerfinu og sterkar stofnanir sem eru nauðsynleg skilyrði til vaxtar. Brýnt er að tryggja stöðugt verðlag og koma í veg fyrir óþægilegar sveiflur í hagstærðum. ÍslandsformúlanÁrið 2007 var Ísland sjötta ríkasta land í heimi og var í efsta sæti hvað varðar lífsgæði þjóða að mati Sameinuðu þjóðanna. Þrjátíu árum áður voru Íslendingar aðeins í 30. sæti hvað varðar ríkidæmi og því virtist sem Íslendingar fremur en aðrar þjóðir væru búnir að skapa kjöraðstæður til vaxtar í átt að auknum lífsgæðum. Samkvæmt flestum mælikvörðum var hvergi betra að búa en á Íslandi árið 2007. Aðeins ári síðar standa Íslendingar höllum fæti og útlit fyrir að þjóðin hrapi niður lista ríkustu þjóða heims. Við slíkar aðstæður er ekki úr vegi að spyrja hvað fór úrskeiðis. Á síðustu árum hefur menntunarstig þjóðarinnar stóraukist og nú er svo komið að Ísland er í öðru sæti meðal landa OECD hvað varðar útskriftarhlutfall úr fræðilegu háskólanámi. Fjárfesting í rannsóknar- og þróunarstarfsemi hefur líka tekið stökk og er nú með því mesta sem gerist innan OECD. Frelsi í viðskiptum hefur aukist til muna en árið 1980 var Ísland álíka samkeppnishæft og Kenía* en er nú talið eitt samkeppnishæfasta ríki í heimi í viðskiptum. Sveigjanleiki vinnumarkaðarins hefur aldrei verið meiri og virk samkeppni er á flestum sviðum viðskipta. Það var því líklega ekki fjárfestingin, samkeppnin eða sveigjanleikinn sem klikkaði. Líklega var það stöðugleikinn og gæði stofnana. Því miðurÍ Kína Óvíða í heiminum er hagvöxtur meiri en í Kína. Greinarhöfundur efast um að beint samband sé milli auðlegðar og hamingju en bendir á rannsóknir sem sýna að þjóðir með hærri landsframleiðslu á mann virðist almennt hamingjusamari. Markaðurinn/GVAÞví miður tókst ekki að draga úr sveiflum í gengi krónunnar og halda verðlagi og vaxtastigi stöðugu. Því miður voru stofnanir landsins ekki í stakk búnar til að takast á við það umhverfi sem skapaðist þegar hagkerfið var opnað og fór fyrir alvöru að eiga frjáls viðskipti við umheiminn. Því miður tókst ekki að takast á við vandamál á skilvirkan hátt og því miður virðast Íslendingar ekki hafa kúplað sig út úr pólitískum ráðningum embættismanna. Því miður vantaði samstarf milli peningamála- og fjármálastefnu í landinu. Því miður trúðu ráðamenn því að við gætum lifað við minnsta gjaldmiðil í heimi og hundsuðu kröfur atvinnulífsins. Því miður náðu stofnanir þjóðarinnar ekki að fylgja eftir nútímavæðingu atvinnulífsins. Oft er þörf en nú er nauðsyn að skapa umhverfi þar sem þjóðin getur haft ábata af fjárfestingum síðustu áratuga. Ísland ætti að geta skarað fram úr með sterkan mannauð að baki, góða rannsóknar- og þróunarstarfsemi, sveigjanlega og samkeppnishæfa markaði að ógleymdum auðlindum landsins. Númer eitt, tvö og þrjú er að tryggja stöðugleika í gjaldeyrismálum, styrkja stofnanir landsins og endurbyggja trúverðugleika ráðamanna og þar af leiðandi Íslands á erlendri grundu. Það verður að tryggja leikreglur og umhverfi sem leyfa þessum fjárfestingum að blómstra Er auður sama og lífsgæði?Það eru ekki allir á einu máli um það að hagvöxtur og þar af leiðandi há landsframleiðsla á mann séu mælikvarðar sem beri að einblína á. Þess ber að geta að greinarhöfundur er langt frá því sannfærður um að auði fylgi ávallt hamingja. Niðurstöður nýlegrar rannsóknar frá Wharton-háskóla í Bandaríkjunum gefa hins vegar til kynna mjög sterkt samband milli landsframleiðslu á mann og hamingju. Þjóðir með hærri landsframleiðslu á mann virðast almennt vera hamingjusamari. Þegar öllu er á botninn hvolft eru ríkari þjóðir betur í stakk búnar til að tryggja þegnum sínum aðgengi að þáttum eins og heilbrigðisþjónustu, menntun og barnagæslu. Efnaðri þjóðir eiga einnig auðveldara með að takast á við vandamál líkt og fátækt og ójöfnuð. Hér á málshátturinn „Auðurinn er afl þeirra hluta sem gera skal“ ef til vill við. *Samkvæmt mælingum Fraser Institute Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Markaðir Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Vísindamenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að hávaxið fólk sé að jafnaði með hærri laun en aðrir og að ljóshært kvenfólk standi verr að vígi en dökkhært. Þeir sem eru örvhentir hafa að jafnaði 15 prósenta hærri laun en rétthentir kollegar þeirra og myndarlegir menn eru jafnan tekjuhærri. Að sjálfsögðu skipta menntun og reynsla höfuðmáli en útlit virðist hafa sitt að segja. En hvaða einkenni skipta máli þegar kemur að auði þjóða? Í viðamikilli rannsókn á hagþróun landa innan OECD, frá 2003, kom í ljós að fjárfesting, hvort sem hún er í fjármagni, mannauði eða rannsóknum og þróunarstarfsemi, skiptir lykilmáli til að tryggja umhverfi til vaxtar. Virk samkeppni á mörkuðum með vöru-, þjónustu og vinnuafl, sem og sveigjanleiki þeirra hefur jákvæð áhrif. Stærð hins opinbera dregur fremur úr hagvexti en sterkur fjármálamarkaður er talinn jákvætt merki. Fyrst og fremst er það þó stöðugleiki í hagkerfinu og sterkar stofnanir sem eru nauðsynleg skilyrði til vaxtar. Brýnt er að tryggja stöðugt verðlag og koma í veg fyrir óþægilegar sveiflur í hagstærðum. ÍslandsformúlanÁrið 2007 var Ísland sjötta ríkasta land í heimi og var í efsta sæti hvað varðar lífsgæði þjóða að mati Sameinuðu þjóðanna. Þrjátíu árum áður voru Íslendingar aðeins í 30. sæti hvað varðar ríkidæmi og því virtist sem Íslendingar fremur en aðrar þjóðir væru búnir að skapa kjöraðstæður til vaxtar í átt að auknum lífsgæðum. Samkvæmt flestum mælikvörðum var hvergi betra að búa en á Íslandi árið 2007. Aðeins ári síðar standa Íslendingar höllum fæti og útlit fyrir að þjóðin hrapi niður lista ríkustu þjóða heims. Við slíkar aðstæður er ekki úr vegi að spyrja hvað fór úrskeiðis. Á síðustu árum hefur menntunarstig þjóðarinnar stóraukist og nú er svo komið að Ísland er í öðru sæti meðal landa OECD hvað varðar útskriftarhlutfall úr fræðilegu háskólanámi. Fjárfesting í rannsóknar- og þróunarstarfsemi hefur líka tekið stökk og er nú með því mesta sem gerist innan OECD. Frelsi í viðskiptum hefur aukist til muna en árið 1980 var Ísland álíka samkeppnishæft og Kenía* en er nú talið eitt samkeppnishæfasta ríki í heimi í viðskiptum. Sveigjanleiki vinnumarkaðarins hefur aldrei verið meiri og virk samkeppni er á flestum sviðum viðskipta. Það var því líklega ekki fjárfestingin, samkeppnin eða sveigjanleikinn sem klikkaði. Líklega var það stöðugleikinn og gæði stofnana. Því miðurÍ Kína Óvíða í heiminum er hagvöxtur meiri en í Kína. Greinarhöfundur efast um að beint samband sé milli auðlegðar og hamingju en bendir á rannsóknir sem sýna að þjóðir með hærri landsframleiðslu á mann virðist almennt hamingjusamari. Markaðurinn/GVAÞví miður tókst ekki að draga úr sveiflum í gengi krónunnar og halda verðlagi og vaxtastigi stöðugu. Því miður voru stofnanir landsins ekki í stakk búnar til að takast á við það umhverfi sem skapaðist þegar hagkerfið var opnað og fór fyrir alvöru að eiga frjáls viðskipti við umheiminn. Því miður tókst ekki að takast á við vandamál á skilvirkan hátt og því miður virðast Íslendingar ekki hafa kúplað sig út úr pólitískum ráðningum embættismanna. Því miður vantaði samstarf milli peningamála- og fjármálastefnu í landinu. Því miður trúðu ráðamenn því að við gætum lifað við minnsta gjaldmiðil í heimi og hundsuðu kröfur atvinnulífsins. Því miður náðu stofnanir þjóðarinnar ekki að fylgja eftir nútímavæðingu atvinnulífsins. Oft er þörf en nú er nauðsyn að skapa umhverfi þar sem þjóðin getur haft ábata af fjárfestingum síðustu áratuga. Ísland ætti að geta skarað fram úr með sterkan mannauð að baki, góða rannsóknar- og þróunarstarfsemi, sveigjanlega og samkeppnishæfa markaði að ógleymdum auðlindum landsins. Númer eitt, tvö og þrjú er að tryggja stöðugleika í gjaldeyrismálum, styrkja stofnanir landsins og endurbyggja trúverðugleika ráðamanna og þar af leiðandi Íslands á erlendri grundu. Það verður að tryggja leikreglur og umhverfi sem leyfa þessum fjárfestingum að blómstra Er auður sama og lífsgæði?Það eru ekki allir á einu máli um það að hagvöxtur og þar af leiðandi há landsframleiðsla á mann séu mælikvarðar sem beri að einblína á. Þess ber að geta að greinarhöfundur er langt frá því sannfærður um að auði fylgi ávallt hamingja. Niðurstöður nýlegrar rannsóknar frá Wharton-háskóla í Bandaríkjunum gefa hins vegar til kynna mjög sterkt samband milli landsframleiðslu á mann og hamingju. Þjóðir með hærri landsframleiðslu á mann virðast almennt vera hamingjusamari. Þegar öllu er á botninn hvolft eru ríkari þjóðir betur í stakk búnar til að tryggja þegnum sínum aðgengi að þáttum eins og heilbrigðisþjónustu, menntun og barnagæslu. Efnaðri þjóðir eiga einnig auðveldara með að takast á við vandamál líkt og fátækt og ójöfnuð. Hér á málshátturinn „Auðurinn er afl þeirra hluta sem gera skal“ ef til vill við. *Samkvæmt mælingum Fraser Institute
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun