Kraftmikil umbótastjórn 25. maí 2008 00:01 Nú er eitt ár liðið frá því að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar var mynduð á Þingvöllum með undirritun stjórnarsáttmálans. Myndun þessarar ríkisstjórnar sætti nokkrum tíðindum enda er um að ræða samstarf tveggja stærstu stjórnmálaflokka landsins og andstæðra póla í íslenskum stjórnmálum. Miklar sviptingar á alþjóðlegum fjármálamörkuðum hafa sett sterkan svip á árið og verið eitt vandasamasta viðfangsefni forystumanna ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnin hefur notið þess mjög í þeirri orrahríð að hafa traustan þingmeirihluta og vera skipuð dugandi einstaklingum. Þrátt fyrir utanaðkomandi ógnanir hefur ríkisstjórnin unnið ótrauð að því að efna skuldbindingar sínar. Athugun okkar leiðir í ljós að um 80-90% þeirra verkefna sem tilgreind eru í stjórnarsáttmálanum eru komin til framkvæmda eða á góðan rekspöl. Þetta hlýtur að teljast afar góður árangur þegar svo skammt er liðið á kjörtímabilið og undirstrikar að ríkisstjórnin hefur vilja og styrk til að koma hlutum í verk. Í þessari grein viljum við vekja athygli á stöðu þeirra meginverkefna sem samið var um í stjórnarsáttmálanum. Traust og ábyrg efnahagsstjórnAndri ÓttarssonBrýnasta verkefni ríkisstjórnarinnar er að tryggja jafnvægi í efnahagslífinu. Áhrif hinnar alþjóðlegu fjármálakreppu hafa þyngt róðurinn en þó ber að hafa í huga að skuldlaus ríkissjóður og öflugt lífeyrissjóðakerfi gerir okkur mun betur í stakk búin að takast á við tímabundnar þrengingar. Nýlegir gjaldeyrisskiptasamningar við norrænu seðlabankana eru til marks um að sterk staða ríkissjóðs skapar okkur traust á alþjóðavettvangi. Fram undan eru frekari aðgerðir til að treysta varnir þjóðarbúsins út á við. Ríkisstjórnin hefur fylgt þeirri stefnu að stórframkvæmdir, skattkerfisbreytingar og aðrar hagstjórnaraðgerðir verði tímasettar í ljósi markmiða um efnahagslegan stöðugleika. Komið hefur verið á fót samráðsvettvangi ríkisstjórnar, aðila vinnumarkaðarins, og sveitarfélaga um aðgerðir og langtímamarkmið á sviði efnahags-, atvinnu-, og félagsmála. Forgangsverkefni þessa samráðs er að grípa til aðgerða til að stemma stigu við verðbólgu. Orkumikið atvinnulífSkúli HelgasonMat ríkisstjórnarinnar er að íslenskt atvinnulíf muni einkennast í sívaxandi mæli af þekkingarsköpun og útrás og í stjórnarsáttmálanum kemur m.a. fram að ríkisstjórnin vilji skapa kjörskilyrði fyrir áframhaldandi vöxt, útflutning og útrás íslenskra fyrirtækja. Í því skyni hafa framlög til Rannsóknarsjóðs og Tækniþróunarsjóðs verið hækkuð verulega. Árangur Íslendinga í nýtingu jarðhita til orkuöflunar hefur vakið athygli á alþjóðavettvangi og mörg verkefni eru í undirbúningi víða um heim á vegum íslenskra orkufyrirtækja. Nýtt frumvarp til orkulaga bíður nú afgreiðslu vorþings en þar er m.a. tryggt að orkuauðlindir í opinberri eigu verði það áfram. Ríkisstjórnin hefur hrundið af stað átaki í neytendamálum og réttindi neytenda hafa verið bætt á ýmsum sviðum svo sem varðandi innheimtu seðilgjalda, uppgreiðslugjalds og FIT-kostnaðar. Þá er nýtt frumvarp um greiðsluaðlögun fyrir almenning í undirbúningi. Fjárveitingar til Samkeppniseftirlitsins hafa verið hækkaðar um 31% í því skyni að efla heilbrigða samkeppni. Ríkisstjórnin stefnir að því að tryggja að alþjóðleg þjónustustarfsemi og fjármálaþjónusta geti áfram vaxið og haft höfuðstöðvar sínar á Íslandi. Gripið hefur verið til ýmissa aðgerða og má t.d. nefna boðaða lækkun skatta á fyrirtæki, lög um sértryggð skuldabréf og skráningu verðbréfa í erlendri mynt og lög um skattfrelsi hagnaðar af sölu hlutabréfa. Í því skyni að auka traust á íslenskum fjármálamarkaði hafa fjárveitingar til Fjármálaeftirlitsins verið hækkaðar um 56%. Ríkisstjórnin tók þá erfiðu ákvörðun síðastliðið sumar að skera þorskveiðiheimildir verulega niður í samræmi við ráðleggingar Hafrannsóknastofnunar. Stofnuninni var á sama tíma falið að gera tillögur um hvernig efla megi rannsóknir og aðgerðir til uppbyggingar þorskstofninum. Hvetjandi skattaumhverfiSkattar einstaklinga munu lækka með um 7.000 króna hækkun persónuafsláttar á kjörtímabilinu. Áður hafði verið ákveðið að persónuafsláttur hækki árlega í takt við vísitölu neysluverðs. Þetta þýðir að skattleysismörk munu hækka um 20 þúsund krónur umfram þróun verðlags. Skattar fyrirtækja verða lækkaðir úr 18% í 15%. Ríkisstjórnin hefur einnig hafist handa við að afnema stimpilgjöld og er fyrsta skrefið stigið í sumar með afnámi þeirra af lánum fyrir fyrstu íbúða kaupendur og verður haldið áfram á þeirri braut þegar aðstæður leyfa. Boðaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar í skattamálum, hækkun skerðingarmarka barnabóta og hækkun eignaskerðingarmarka vaxtabóta koma ekki síst lágtekju- og millitekjufólki til góða. Markviss ríkisreksturÍ samræmi við stjórnarsáttmálann hefur verið unnið að einföldun og nútímavæðingu stjórnsýslunnar. Öll ráðuneytin hafa gert aðgerðaráætlanir í því skyni að einfalda regluverk og minnka skriffinnsku. Jafnframt verður notkun upplýsingatækni aukin samkvæmt nýrri stefnu ríkisstjórnarinnar sem nefnist Netríkið Ísland. Leiðarljós hennar er að þjónusta hins opinbera verði notendavæn og skilvirk. Barnvænt samfélagRíkisstjórnin leggur sérstaka áherslu á börn og unglinga og er heildstæð aðgerðaráætlun í málefnum þeirra komin til framkvæmda. Skerðingarmörk barnabóta verða hækkuð um 50% á næstu tveimur árum. Tekjuskerðingarhlutföll vegna annars og þriðja barns verða jafnframt lækkuð á þessu ári en þessar aðgerðir fela í sér að jafnaði um 20% hækkun barnabóta. Fyrsta barnaverndaráætlun Íslandssögunnar hefur verið lögð fram og bíður afgreiðslu Alþingis. Mótuð hefur verið aðgerðaáætlun um bætta tannvernd barna. Á þessu ári verður þjónusta aukin við börn innflytjenda, langveik börn, börn með hegðunarvandamál, geðraskanir og þroskafrávik. Þá voru nýlega samþykkt lög um aukinn stuðning við foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna. Fjármagni hefur verið varið í aðgerðir til að vinna á biðlistum hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. Bættur hagur aldraðra og öryrkjaRíkisstjórnin leggur ríka áherslu á að styrkja stöðu aldraðra og öryrkja. Hún hefur varið einum milljarði króna til að hraða uppbyggingu 400 hjúkrunarrýma fyrir aldraða og fjölga einbýlum. Ákveðið hefur verið að afnema að fullu tekjutengingu launatekna við lífeyri 70 ára og eldri. Frítekjumark fólks á aldrinum 67-70 ára hækkar úr 25 þúsund í 100 þúsund á mánuði frá og með 1. júlí næstkomandi. Skerðing tryggingabóta öryrkja vegna tekna maka var að fullu afnumin hinn 1. apríl síðastliðinn sem og hjá ellilífeyrisþegum 70 ára og eldri. Þá verða skerðingarmörk lækkuð í 35% 1. júlí næstkomandi. Ríkisvaldið mun tryggja þeim ellilífeyrisþegum sem hafa takmarkaðan eða engan rétt til eftirlauna úr lífeyrissjóði uppbót á eftirlaun sem svarar allt að 25 þúsund krónur á mánuði og verða fyrstu greiðslur samkvæmt þessu inntar af hendi í ágúst á þessu ári. Með þessum aðgerðum batnar verulega hagur þeirra lífeyrisþega sem lægstar hafa tekjurnar. Nefnd vinnur nú að heildarendurskoðun á almannatryggingakerfinu og skoðar m.a. hvort undanskilja megi hluta af lífeyrissjóðstekjum eldri borgara skerðingum í almannatryggingarkerfinu. Niðurstöðu er að vænta í haust. Ríkisstjórnin hefur hafist handa við að stórauka starfsendurhæfingu í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins og setja upp nýtt matskerfi vegna örorku og starfsgetu. Jafnrétti í reyndJafnréttismál eru eitt helsta forgangsmál ríkisstjórnarinnar. Ný jafnréttislög hafa verið samþykkt sem miða að jöfnum áhrifum kvenna og karla í samfélaginu og jafnframt að vinna gegn launamisrétti og annarri kynbundinni mismunun á vinnumarkaði. Í lögunum er tryggður réttur launafólks til að skýra frá launakjörum sínum ef það svo kýs. Úrræði kærunefndar og jafnréttisstofu eru jafnframt efld auk þess sem hafinn er undirbúningur að vottun launajafnréttis. Fjárveitingar til jafnréttismála hafa verið auknar um 60 milljónir króna á ári. Ríkisstjórnin hefur sett sér það markmið að minnka óútskýrðan kynbundinn launamun hjá ríkinu um helming fyrir lok kjörtímabilsins. Í því skyni hefur þremur nefndum verið komið á fót til að endurmeta kjör hefðbundinna kvennastétta hjá hinu opinbera og jafna stöðu kvenna og karla í nefndum og stjórnunarstöðum á vegum ríkisins. Lagt hefur verið fram frumvarp sem veitir trúfélögum heimild til að staðfesta samvist samkynhneigðra. Unnið er að endurskoðun á eftirlaunakjörum alþingismanna og ráðherra með það fyrir augum að meira samræmi verði komið á í lífeyrismálum ráðamanna og almennings. Menntakerfi í fremstu röðFjárframlög til mennta og rannsókna hækka um tæplega 17% á þessu ári í samræmi við áheit stjórnarsáttmálans um áframhaldandi fjárfestingar á þessu sviði. Lögð hafa verið fram fjögur frumvörp sem fela í sér heildarendurskoðun á skólakerfinu frá leikskóla upp í framhaldsskóla. Í þeim er lögð áhersla á sveigjanleika og fjölbreytni í námsvali. Jafnframt er lögð áhersla á að efla list- og verkmenntun og náms- og starfsráðgjöf auk þess sem gæðaeftirlit er aukið á öllum skólastigum. Í frumvörpunum eru jafnframt fjölmörg ákvæði sem auka faglegt og rekstrarlegt sjálfstæði skóla og minnka miðstýringu. Sem dæmi má nefna að framhaldsskólar ákveða nú sjálfir hvaða námsbrautir þeir bjóða upp á í stað þess að slíkt sé bundið í lög. Frumvarp um menntun og ráðningu kennara felur í sér að til framtíðar eru gerðar kröfur til kennara um meistaranám á öllum skólastigum. Með sameiningu HÍ og KHÍ aukast námsmöguleikar kennaranema verulega. Til að efla fullorðinsfræðslu innan skólakerfisins og á vinnumarkaði mun ríkisstjórnin auka framlög til símenntunar og fullorðinsfræðslu. Örugg heilbrigðisþjónusta og vímuvarnirRíkisstjórnin tók ákvörðun um að leggja stóraukna áherslu á forvarnir og stuðla að heilbrigðari lífsháttum. Sumarið 2007 var unnin aðgerðaáætlun vegna geðheilbrigðisþjónustu við börn og unglinga og í kjölfarið var ákveðið að veita samtals 150 milljónum króna til ákveðinna verkefna á árunum 2007 og 2008. Gert er ráð fyrir að í árslok 2008 verði biðlisti eftir þjónustu barna- og unglingageðdeildar innan ásættanlegra marka. Á næstunni verður kynnt sérstök heilsustefna til næstu ára og aðgerðaáætlun þar að lútandi. Frá því að ríkisstjórnin tók við völdum hefur náðst sparnaður í lyfjakostnaði upp á einn milljarð króna með sameiginlegum útboðum, lyfjalistum og samstarfi við Norðurlönd um markaðsleyfi. Ríkisstjórnin hefur lagt fram nýtt frumvarp um sjúkratryggingarstofnun sem mun sjá um innkaup á heilbrigðisþjónustu á vegum hins opinbera. Stofnunin getur leitað hvort sem er til ríkisstofnana eða einkaaðila um þau innkaup en tryggt verður að allir hafi jafnan aðgang að þjónustunni sem veitt er óháð efnahag. Í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar hefur með góðum árangri verið lögð áhersla á að nota útboð og þjónustusamninga til þess að stytta biðlista. Stjórnarsáttmálinn kveður á um að fylgt verði eftir áætlunum um uppbyggingu fangelsa. Endurbótum á fangelsi á Akureyri er lokið sem og á Kvíabryggju. Á Litla-Hrauni hefur rekstur sérstaks meðferðargangs fyrir fanga verið tryggður. Landið verði eitt búsetu- og atvinnusvæðiHafin er vinna við að tryggja að sem flestir hafi greiðan aðgang að menntun, atvinnu og þjónustu óháð búsetu. Efnt hefur verið til stórátaks í samgöngumálum og er lagningu bundins slitlags á hringveginum nánast lokið. Á þessu ári eru framlög til vegamála aukin um 18 milljarða króna. Ríkisstjórnin leggur mikla áherslu á úrbætur í fjarskiptamálum. Stefnt er að því að GSM kerfi nái til alls landsins fyrir lok þessa árs og verið er að bæta net háhraðatenginga um landið. Nýr sæstrengur Farice milli Íslands og Danmerkur verður tekinn í notkun fyrir lok ársins og gert hefur verið samkomulag um lagningu Danice-strengsins á næsta ári. Strengirnir munu auka verulega flutningshraða og öryggi í gagnaflutningum milli landa. Unnið er að því að skilgreina þau störf á vegum ríkisins sem hægt er að vinna án tillits til staðsetningar til að stuðla að fjölgun atvinnutækifæra á landsbyggðinni. Ríkisstjórnin hefur beitt sér fyrir nýsköpun og atvinnuþróun á landsbyggðinni í nánari samvinnu Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Byggðastofnunar, Ferðamálastofu og atvinnuþróunarfélaga en áður hefur tíðkast. Nýsköpunarmiðstöð hefur á fyrstu níu starfsmánuðum sínum opnað nýjar starfsstöðvar á Ísafirði, Höfn í Hornafirði og í Vestmanneyjum auk þess að taka þátt í uppbyggingu frumkvöðlasetra á Höfn og á Keflavíkurflugvelli. Umhverfismál í brennidepliÍsland skipaði sér í forystusveit þeirra ríkja sem vilja ná hnattrænu og bindandi samkomulagi vegna loftslagsbreytinga á Balí-fundinum í lok síðasta árs. Ríkisstjórnin styður markmið um að hlýnun lofthjúpsins verði ekki meiri en 2°C á þessari öld og telur nauðsynlegt að stórlosendur gróðurhúsalofttegunda axli mesta ábyrgð á lausn vandans. Í umhverfisráðuneytinu er unnið að áætlun um leiðir til samdráttar í losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi. Unnið er að tillögum til breytinga á skatt- og gjaldlagningu eldsneytis og bifreiða sem miða að því að draga úr útblæstri frá ökutækjum. Eftir áralangar deilur um nýtanlega orkukosti á Íslandi er stefnt að því að ljúka gerð rammaáætlunar um nýtingu og verndun náttúrusvæða og leggja hana fyrir Alþingi til formlegrar afgreiðslu veturinn 2009-10. Öllum umsóknum um ný rannsóknarleyfi hefur verið vísað frá þar til áætlunin liggur fyrir. Engar framkvæmdir verða heimilaðar á óröskuðum svæðum án samþykkis Alþingis á meðan unnið er að rammaáætluninni, nema rannsóknar- og nýtingarleyfi liggi fyrir. Vatnajökulsþjóðgarður verður stofnaður formlega 7. júní næstkomandi. Þjóðgarðurinn verður sá stærsti í Evrópu og einstakur á heimsvísu. Hér er án efa stærsta náttúruverndarverkefni sem Íslendingar hafa ráðist í. Umbætur í innflytjendamálumRíkisstjórnin leggur áherslu á náið samstarf við atvinnulífið og samfélagið allt í baráttunni gegn fordómum. Því hefur verið lögð fram þingsályktunartillaga um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda með það að markmiði að taka betur á móti fólki sem flytur hingað. Í sama skyni voru framlög til fjölmenningarseturs tvöfölduð í fjárlögum 2008. Áætlanir gera ráð fyrir eflingu íslenskukennslu fyrir útlendinga á næstu árum. Ný frumvörp fela í sér breytingar á lögum um atvinnuréttindi útlendinga og útlendingalögunum. Ætlunin er að útlendingar á vinnumarkaði njóti sambærilegra réttinda og íslenskt launafólk og ráðningar erlends verkafólks séu í samræmi við kjarasamninga. Enn fremur er skerpt á reglum um ráðningar erlendra sérfræðinga og flokkum tímabundinna atvinnuleyfa fjölgað. Þá er lögð áhersla á að komið verði í veg fyrir félagsleg undirboð á markaði. Frumkvæði í alþjóðamálumMannréttindi, aukin þróunaraðstoð og friðsamleg lausn deilumála eru nýir hornsteinar íslenskrar utanríkismálastefnu. Gefin hefur verið út aðgerðaáætlun um að tryggja stöðu kvenna á átakasvæðum, aðgerðaáætlun um mannúðarmál er í vinnslu og ný heildarlöggjöf um þróunarsamvinnu er nú til meðferðar á Alþingi. Ný varnarmálalög hafa verið samþykkt og samstarf aukið við nágrannaríki á því sviði. Ríkisstjórnin styður ekki stríðsátökin í Írak og leggur áherslu á uppbyggingarstarf í landinu og að veita flóttamönnum þaðan liðsinni. Fé hefur verið varið til uppbyggingar á flóttamannasvæðum í Jórdaníu og Sýrlandi. Hefur sérstök áhersla verið lögð á framlög til skólagöngu barna. Ríkisstjórnin hefur markað þá stefnu að allar meiri háttar ákvarðanir um utanríkismál séu teknar í samráði við utanríkismálanefnd Alþingis. Opinská umræða um EvrópumálÍ samræmi við ákvæði stjórnarsáttmálans um opinskáa umræðu um Evrópumál var í ársbyrjun komið á fót föstum samráðsvettvangi allra þingflokka, svokallaðri vaktstöð, sem ætlað er að fylgjast með þróun mála í Evrópu og leggja mat á breytingar út frá hagsmunum Íslendinga. Endurskoðun stjórnarskrárRíkisstjórnin hyggst halda áfram vinnu við endurskoðun stjórnarskrárinnar með áherslu á að leiða til lykta ágreining um þjóðareign á náttúruauðlindum. Jafnvægi og umbæturHér hefur verið stiklað á stóru um þá áfanga sem þegar hafa náðst við framfylgd stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Samantektin varpar vonandi ljósi á það mikla starf sem unnið hefur verið, að mestu utan kastljóss fjölmiðlanna, á þessu fyrsta ári ríkisstjórnarinnar. Stjórnarflokkarnir hafa gert með sér sáttmála um að stuðla að mikilvægum umbótum í samfélagi okkar auk þess að taka af yfirvegun, og festu á þeim óvæntu málum sem á fjörur okkar kann að reka á kjörtímabilinu. Þótt flokkarnir tveir hafi mismunandi áherslur þá eru þeir samtaka um að leiða þjóðina inn í nýtt tímabil jafnvægis og spennandi tækifæra. @Megin-Ol umraedugr 8,3p 1.m : Andri Óttarsson er framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins og Skúli Helgason er framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Nú er eitt ár liðið frá því að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar var mynduð á Þingvöllum með undirritun stjórnarsáttmálans. Myndun þessarar ríkisstjórnar sætti nokkrum tíðindum enda er um að ræða samstarf tveggja stærstu stjórnmálaflokka landsins og andstæðra póla í íslenskum stjórnmálum. Miklar sviptingar á alþjóðlegum fjármálamörkuðum hafa sett sterkan svip á árið og verið eitt vandasamasta viðfangsefni forystumanna ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnin hefur notið þess mjög í þeirri orrahríð að hafa traustan þingmeirihluta og vera skipuð dugandi einstaklingum. Þrátt fyrir utanaðkomandi ógnanir hefur ríkisstjórnin unnið ótrauð að því að efna skuldbindingar sínar. Athugun okkar leiðir í ljós að um 80-90% þeirra verkefna sem tilgreind eru í stjórnarsáttmálanum eru komin til framkvæmda eða á góðan rekspöl. Þetta hlýtur að teljast afar góður árangur þegar svo skammt er liðið á kjörtímabilið og undirstrikar að ríkisstjórnin hefur vilja og styrk til að koma hlutum í verk. Í þessari grein viljum við vekja athygli á stöðu þeirra meginverkefna sem samið var um í stjórnarsáttmálanum. Traust og ábyrg efnahagsstjórnAndri ÓttarssonBrýnasta verkefni ríkisstjórnarinnar er að tryggja jafnvægi í efnahagslífinu. Áhrif hinnar alþjóðlegu fjármálakreppu hafa þyngt róðurinn en þó ber að hafa í huga að skuldlaus ríkissjóður og öflugt lífeyrissjóðakerfi gerir okkur mun betur í stakk búin að takast á við tímabundnar þrengingar. Nýlegir gjaldeyrisskiptasamningar við norrænu seðlabankana eru til marks um að sterk staða ríkissjóðs skapar okkur traust á alþjóðavettvangi. Fram undan eru frekari aðgerðir til að treysta varnir þjóðarbúsins út á við. Ríkisstjórnin hefur fylgt þeirri stefnu að stórframkvæmdir, skattkerfisbreytingar og aðrar hagstjórnaraðgerðir verði tímasettar í ljósi markmiða um efnahagslegan stöðugleika. Komið hefur verið á fót samráðsvettvangi ríkisstjórnar, aðila vinnumarkaðarins, og sveitarfélaga um aðgerðir og langtímamarkmið á sviði efnahags-, atvinnu-, og félagsmála. Forgangsverkefni þessa samráðs er að grípa til aðgerða til að stemma stigu við verðbólgu. Orkumikið atvinnulífSkúli HelgasonMat ríkisstjórnarinnar er að íslenskt atvinnulíf muni einkennast í sívaxandi mæli af þekkingarsköpun og útrás og í stjórnarsáttmálanum kemur m.a. fram að ríkisstjórnin vilji skapa kjörskilyrði fyrir áframhaldandi vöxt, útflutning og útrás íslenskra fyrirtækja. Í því skyni hafa framlög til Rannsóknarsjóðs og Tækniþróunarsjóðs verið hækkuð verulega. Árangur Íslendinga í nýtingu jarðhita til orkuöflunar hefur vakið athygli á alþjóðavettvangi og mörg verkefni eru í undirbúningi víða um heim á vegum íslenskra orkufyrirtækja. Nýtt frumvarp til orkulaga bíður nú afgreiðslu vorþings en þar er m.a. tryggt að orkuauðlindir í opinberri eigu verði það áfram. Ríkisstjórnin hefur hrundið af stað átaki í neytendamálum og réttindi neytenda hafa verið bætt á ýmsum sviðum svo sem varðandi innheimtu seðilgjalda, uppgreiðslugjalds og FIT-kostnaðar. Þá er nýtt frumvarp um greiðsluaðlögun fyrir almenning í undirbúningi. Fjárveitingar til Samkeppniseftirlitsins hafa verið hækkaðar um 31% í því skyni að efla heilbrigða samkeppni. Ríkisstjórnin stefnir að því að tryggja að alþjóðleg þjónustustarfsemi og fjármálaþjónusta geti áfram vaxið og haft höfuðstöðvar sínar á Íslandi. Gripið hefur verið til ýmissa aðgerða og má t.d. nefna boðaða lækkun skatta á fyrirtæki, lög um sértryggð skuldabréf og skráningu verðbréfa í erlendri mynt og lög um skattfrelsi hagnaðar af sölu hlutabréfa. Í því skyni að auka traust á íslenskum fjármálamarkaði hafa fjárveitingar til Fjármálaeftirlitsins verið hækkaðar um 56%. Ríkisstjórnin tók þá erfiðu ákvörðun síðastliðið sumar að skera þorskveiðiheimildir verulega niður í samræmi við ráðleggingar Hafrannsóknastofnunar. Stofnuninni var á sama tíma falið að gera tillögur um hvernig efla megi rannsóknir og aðgerðir til uppbyggingar þorskstofninum. Hvetjandi skattaumhverfiSkattar einstaklinga munu lækka með um 7.000 króna hækkun persónuafsláttar á kjörtímabilinu. Áður hafði verið ákveðið að persónuafsláttur hækki árlega í takt við vísitölu neysluverðs. Þetta þýðir að skattleysismörk munu hækka um 20 þúsund krónur umfram þróun verðlags. Skattar fyrirtækja verða lækkaðir úr 18% í 15%. Ríkisstjórnin hefur einnig hafist handa við að afnema stimpilgjöld og er fyrsta skrefið stigið í sumar með afnámi þeirra af lánum fyrir fyrstu íbúða kaupendur og verður haldið áfram á þeirri braut þegar aðstæður leyfa. Boðaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar í skattamálum, hækkun skerðingarmarka barnabóta og hækkun eignaskerðingarmarka vaxtabóta koma ekki síst lágtekju- og millitekjufólki til góða. Markviss ríkisreksturÍ samræmi við stjórnarsáttmálann hefur verið unnið að einföldun og nútímavæðingu stjórnsýslunnar. Öll ráðuneytin hafa gert aðgerðaráætlanir í því skyni að einfalda regluverk og minnka skriffinnsku. Jafnframt verður notkun upplýsingatækni aukin samkvæmt nýrri stefnu ríkisstjórnarinnar sem nefnist Netríkið Ísland. Leiðarljós hennar er að þjónusta hins opinbera verði notendavæn og skilvirk. Barnvænt samfélagRíkisstjórnin leggur sérstaka áherslu á börn og unglinga og er heildstæð aðgerðaráætlun í málefnum þeirra komin til framkvæmda. Skerðingarmörk barnabóta verða hækkuð um 50% á næstu tveimur árum. Tekjuskerðingarhlutföll vegna annars og þriðja barns verða jafnframt lækkuð á þessu ári en þessar aðgerðir fela í sér að jafnaði um 20% hækkun barnabóta. Fyrsta barnaverndaráætlun Íslandssögunnar hefur verið lögð fram og bíður afgreiðslu Alþingis. Mótuð hefur verið aðgerðaáætlun um bætta tannvernd barna. Á þessu ári verður þjónusta aukin við börn innflytjenda, langveik börn, börn með hegðunarvandamál, geðraskanir og þroskafrávik. Þá voru nýlega samþykkt lög um aukinn stuðning við foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna. Fjármagni hefur verið varið í aðgerðir til að vinna á biðlistum hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. Bættur hagur aldraðra og öryrkjaRíkisstjórnin leggur ríka áherslu á að styrkja stöðu aldraðra og öryrkja. Hún hefur varið einum milljarði króna til að hraða uppbyggingu 400 hjúkrunarrýma fyrir aldraða og fjölga einbýlum. Ákveðið hefur verið að afnema að fullu tekjutengingu launatekna við lífeyri 70 ára og eldri. Frítekjumark fólks á aldrinum 67-70 ára hækkar úr 25 þúsund í 100 þúsund á mánuði frá og með 1. júlí næstkomandi. Skerðing tryggingabóta öryrkja vegna tekna maka var að fullu afnumin hinn 1. apríl síðastliðinn sem og hjá ellilífeyrisþegum 70 ára og eldri. Þá verða skerðingarmörk lækkuð í 35% 1. júlí næstkomandi. Ríkisvaldið mun tryggja þeim ellilífeyrisþegum sem hafa takmarkaðan eða engan rétt til eftirlauna úr lífeyrissjóði uppbót á eftirlaun sem svarar allt að 25 þúsund krónur á mánuði og verða fyrstu greiðslur samkvæmt þessu inntar af hendi í ágúst á þessu ári. Með þessum aðgerðum batnar verulega hagur þeirra lífeyrisþega sem lægstar hafa tekjurnar. Nefnd vinnur nú að heildarendurskoðun á almannatryggingakerfinu og skoðar m.a. hvort undanskilja megi hluta af lífeyrissjóðstekjum eldri borgara skerðingum í almannatryggingarkerfinu. Niðurstöðu er að vænta í haust. Ríkisstjórnin hefur hafist handa við að stórauka starfsendurhæfingu í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins og setja upp nýtt matskerfi vegna örorku og starfsgetu. Jafnrétti í reyndJafnréttismál eru eitt helsta forgangsmál ríkisstjórnarinnar. Ný jafnréttislög hafa verið samþykkt sem miða að jöfnum áhrifum kvenna og karla í samfélaginu og jafnframt að vinna gegn launamisrétti og annarri kynbundinni mismunun á vinnumarkaði. Í lögunum er tryggður réttur launafólks til að skýra frá launakjörum sínum ef það svo kýs. Úrræði kærunefndar og jafnréttisstofu eru jafnframt efld auk þess sem hafinn er undirbúningur að vottun launajafnréttis. Fjárveitingar til jafnréttismála hafa verið auknar um 60 milljónir króna á ári. Ríkisstjórnin hefur sett sér það markmið að minnka óútskýrðan kynbundinn launamun hjá ríkinu um helming fyrir lok kjörtímabilsins. Í því skyni hefur þremur nefndum verið komið á fót til að endurmeta kjör hefðbundinna kvennastétta hjá hinu opinbera og jafna stöðu kvenna og karla í nefndum og stjórnunarstöðum á vegum ríkisins. Lagt hefur verið fram frumvarp sem veitir trúfélögum heimild til að staðfesta samvist samkynhneigðra. Unnið er að endurskoðun á eftirlaunakjörum alþingismanna og ráðherra með það fyrir augum að meira samræmi verði komið á í lífeyrismálum ráðamanna og almennings. Menntakerfi í fremstu röðFjárframlög til mennta og rannsókna hækka um tæplega 17% á þessu ári í samræmi við áheit stjórnarsáttmálans um áframhaldandi fjárfestingar á þessu sviði. Lögð hafa verið fram fjögur frumvörp sem fela í sér heildarendurskoðun á skólakerfinu frá leikskóla upp í framhaldsskóla. Í þeim er lögð áhersla á sveigjanleika og fjölbreytni í námsvali. Jafnframt er lögð áhersla á að efla list- og verkmenntun og náms- og starfsráðgjöf auk þess sem gæðaeftirlit er aukið á öllum skólastigum. Í frumvörpunum eru jafnframt fjölmörg ákvæði sem auka faglegt og rekstrarlegt sjálfstæði skóla og minnka miðstýringu. Sem dæmi má nefna að framhaldsskólar ákveða nú sjálfir hvaða námsbrautir þeir bjóða upp á í stað þess að slíkt sé bundið í lög. Frumvarp um menntun og ráðningu kennara felur í sér að til framtíðar eru gerðar kröfur til kennara um meistaranám á öllum skólastigum. Með sameiningu HÍ og KHÍ aukast námsmöguleikar kennaranema verulega. Til að efla fullorðinsfræðslu innan skólakerfisins og á vinnumarkaði mun ríkisstjórnin auka framlög til símenntunar og fullorðinsfræðslu. Örugg heilbrigðisþjónusta og vímuvarnirRíkisstjórnin tók ákvörðun um að leggja stóraukna áherslu á forvarnir og stuðla að heilbrigðari lífsháttum. Sumarið 2007 var unnin aðgerðaáætlun vegna geðheilbrigðisþjónustu við börn og unglinga og í kjölfarið var ákveðið að veita samtals 150 milljónum króna til ákveðinna verkefna á árunum 2007 og 2008. Gert er ráð fyrir að í árslok 2008 verði biðlisti eftir þjónustu barna- og unglingageðdeildar innan ásættanlegra marka. Á næstunni verður kynnt sérstök heilsustefna til næstu ára og aðgerðaáætlun þar að lútandi. Frá því að ríkisstjórnin tók við völdum hefur náðst sparnaður í lyfjakostnaði upp á einn milljarð króna með sameiginlegum útboðum, lyfjalistum og samstarfi við Norðurlönd um markaðsleyfi. Ríkisstjórnin hefur lagt fram nýtt frumvarp um sjúkratryggingarstofnun sem mun sjá um innkaup á heilbrigðisþjónustu á vegum hins opinbera. Stofnunin getur leitað hvort sem er til ríkisstofnana eða einkaaðila um þau innkaup en tryggt verður að allir hafi jafnan aðgang að þjónustunni sem veitt er óháð efnahag. Í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar hefur með góðum árangri verið lögð áhersla á að nota útboð og þjónustusamninga til þess að stytta biðlista. Stjórnarsáttmálinn kveður á um að fylgt verði eftir áætlunum um uppbyggingu fangelsa. Endurbótum á fangelsi á Akureyri er lokið sem og á Kvíabryggju. Á Litla-Hrauni hefur rekstur sérstaks meðferðargangs fyrir fanga verið tryggður. Landið verði eitt búsetu- og atvinnusvæðiHafin er vinna við að tryggja að sem flestir hafi greiðan aðgang að menntun, atvinnu og þjónustu óháð búsetu. Efnt hefur verið til stórátaks í samgöngumálum og er lagningu bundins slitlags á hringveginum nánast lokið. Á þessu ári eru framlög til vegamála aukin um 18 milljarða króna. Ríkisstjórnin leggur mikla áherslu á úrbætur í fjarskiptamálum. Stefnt er að því að GSM kerfi nái til alls landsins fyrir lok þessa árs og verið er að bæta net háhraðatenginga um landið. Nýr sæstrengur Farice milli Íslands og Danmerkur verður tekinn í notkun fyrir lok ársins og gert hefur verið samkomulag um lagningu Danice-strengsins á næsta ári. Strengirnir munu auka verulega flutningshraða og öryggi í gagnaflutningum milli landa. Unnið er að því að skilgreina þau störf á vegum ríkisins sem hægt er að vinna án tillits til staðsetningar til að stuðla að fjölgun atvinnutækifæra á landsbyggðinni. Ríkisstjórnin hefur beitt sér fyrir nýsköpun og atvinnuþróun á landsbyggðinni í nánari samvinnu Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Byggðastofnunar, Ferðamálastofu og atvinnuþróunarfélaga en áður hefur tíðkast. Nýsköpunarmiðstöð hefur á fyrstu níu starfsmánuðum sínum opnað nýjar starfsstöðvar á Ísafirði, Höfn í Hornafirði og í Vestmanneyjum auk þess að taka þátt í uppbyggingu frumkvöðlasetra á Höfn og á Keflavíkurflugvelli. Umhverfismál í brennidepliÍsland skipaði sér í forystusveit þeirra ríkja sem vilja ná hnattrænu og bindandi samkomulagi vegna loftslagsbreytinga á Balí-fundinum í lok síðasta árs. Ríkisstjórnin styður markmið um að hlýnun lofthjúpsins verði ekki meiri en 2°C á þessari öld og telur nauðsynlegt að stórlosendur gróðurhúsalofttegunda axli mesta ábyrgð á lausn vandans. Í umhverfisráðuneytinu er unnið að áætlun um leiðir til samdráttar í losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi. Unnið er að tillögum til breytinga á skatt- og gjaldlagningu eldsneytis og bifreiða sem miða að því að draga úr útblæstri frá ökutækjum. Eftir áralangar deilur um nýtanlega orkukosti á Íslandi er stefnt að því að ljúka gerð rammaáætlunar um nýtingu og verndun náttúrusvæða og leggja hana fyrir Alþingi til formlegrar afgreiðslu veturinn 2009-10. Öllum umsóknum um ný rannsóknarleyfi hefur verið vísað frá þar til áætlunin liggur fyrir. Engar framkvæmdir verða heimilaðar á óröskuðum svæðum án samþykkis Alþingis á meðan unnið er að rammaáætluninni, nema rannsóknar- og nýtingarleyfi liggi fyrir. Vatnajökulsþjóðgarður verður stofnaður formlega 7. júní næstkomandi. Þjóðgarðurinn verður sá stærsti í Evrópu og einstakur á heimsvísu. Hér er án efa stærsta náttúruverndarverkefni sem Íslendingar hafa ráðist í. Umbætur í innflytjendamálumRíkisstjórnin leggur áherslu á náið samstarf við atvinnulífið og samfélagið allt í baráttunni gegn fordómum. Því hefur verið lögð fram þingsályktunartillaga um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda með það að markmiði að taka betur á móti fólki sem flytur hingað. Í sama skyni voru framlög til fjölmenningarseturs tvöfölduð í fjárlögum 2008. Áætlanir gera ráð fyrir eflingu íslenskukennslu fyrir útlendinga á næstu árum. Ný frumvörp fela í sér breytingar á lögum um atvinnuréttindi útlendinga og útlendingalögunum. Ætlunin er að útlendingar á vinnumarkaði njóti sambærilegra réttinda og íslenskt launafólk og ráðningar erlends verkafólks séu í samræmi við kjarasamninga. Enn fremur er skerpt á reglum um ráðningar erlendra sérfræðinga og flokkum tímabundinna atvinnuleyfa fjölgað. Þá er lögð áhersla á að komið verði í veg fyrir félagsleg undirboð á markaði. Frumkvæði í alþjóðamálumMannréttindi, aukin þróunaraðstoð og friðsamleg lausn deilumála eru nýir hornsteinar íslenskrar utanríkismálastefnu. Gefin hefur verið út aðgerðaáætlun um að tryggja stöðu kvenna á átakasvæðum, aðgerðaáætlun um mannúðarmál er í vinnslu og ný heildarlöggjöf um þróunarsamvinnu er nú til meðferðar á Alþingi. Ný varnarmálalög hafa verið samþykkt og samstarf aukið við nágrannaríki á því sviði. Ríkisstjórnin styður ekki stríðsátökin í Írak og leggur áherslu á uppbyggingarstarf í landinu og að veita flóttamönnum þaðan liðsinni. Fé hefur verið varið til uppbyggingar á flóttamannasvæðum í Jórdaníu og Sýrlandi. Hefur sérstök áhersla verið lögð á framlög til skólagöngu barna. Ríkisstjórnin hefur markað þá stefnu að allar meiri háttar ákvarðanir um utanríkismál séu teknar í samráði við utanríkismálanefnd Alþingis. Opinská umræða um EvrópumálÍ samræmi við ákvæði stjórnarsáttmálans um opinskáa umræðu um Evrópumál var í ársbyrjun komið á fót föstum samráðsvettvangi allra þingflokka, svokallaðri vaktstöð, sem ætlað er að fylgjast með þróun mála í Evrópu og leggja mat á breytingar út frá hagsmunum Íslendinga. Endurskoðun stjórnarskrárRíkisstjórnin hyggst halda áfram vinnu við endurskoðun stjórnarskrárinnar með áherslu á að leiða til lykta ágreining um þjóðareign á náttúruauðlindum. Jafnvægi og umbæturHér hefur verið stiklað á stóru um þá áfanga sem þegar hafa náðst við framfylgd stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Samantektin varpar vonandi ljósi á það mikla starf sem unnið hefur verið, að mestu utan kastljóss fjölmiðlanna, á þessu fyrsta ári ríkisstjórnarinnar. Stjórnarflokkarnir hafa gert með sér sáttmála um að stuðla að mikilvægum umbótum í samfélagi okkar auk þess að taka af yfirvegun, og festu á þeim óvæntu málum sem á fjörur okkar kann að reka á kjörtímabilinu. Þótt flokkarnir tveir hafi mismunandi áherslur þá eru þeir samtaka um að leiða þjóðina inn í nýtt tímabil jafnvægis og spennandi tækifæra. @Megin-Ol umraedugr 8,3p 1.m : Andri Óttarsson er framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins og Skúli Helgason er framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar