Íslandsmeistarar Keflavíkur byrja leiktíðina vel í kvennakörfunni og í dag vann liðið sigur á KR í úrslitaleiknum í Powerade bikarnum 82-71.
KR, sem leikur án erlends leikmanns, hafði yfir 21-16 eftir fyrsta leikhluta en Keflavíkurliðið vann sig aftur inn í leikinn og hafði yfir í hálfleik 46-38.
Liðið hafði nauma forystu eftir þrjá leikhluta og hélt forystunni til loka.
Atkvæðamestu leikmenn úrslitaleiksins:
Keflavík
Birna Valgarðsdóttir 26 stig, 6 frák
Pálína Gunnlaugsdóttir 15 stig, 6 frák
Svava Stefánsdóttir 14 stig, 12 frák, 3 varin
TaKesha Watson 11 stig, 7 frák, 6 stoð, 6 stolnir
KR
Hildur Sigurðardóttir 19 stig, 15 frák, 6 stoð, 9 tapaðir
Guðrún Ámundadóttir 18 stig
Sigrún Ámundadóttir 17 stig, 11 frák
Nánari umfjöllun um leikinn kemur hér á Vísi í fyrramálið. Úrslitaleikurinn í karlaflokki hefst klukkan 16:30 í Laugardalshöllinni.