Óttast að tugir þúsunda hafi farist Guðjón Helgason skrifar 12. maí 2008 18:30 Óttast er að tugir þúsunda hafi farist þegar öflugur jarðskjálfti skók suð-vesturhluta Kína í morgun. Skjálftinn fannst alla leið til Peking í rúmlega 1500 kílómetra fjarlægð. Íslenskur námsmaður þar segir íbúð sína á 16. hæð hafa sveiflast til og frá. Hún náði síðdegis sambandi við vinkonu sína á skjálftasvæðinu. Ekkert amaði að henni eða fjölskyldu hennar. Skjálftinn reið yfir á sjöunda tímanum í morgun að íslenskum tíma, rétt fyrir hálf þrjú eftir hádegi að staðartíma. Hann mældist 7,8 á Richter. Upptök skjálftans voru í Sichuan-héraði í suð-vesturhluta landsins um 90 kílómetrum frá héraðshöfuðborginni Chengdu. Hann fast allta leið til Peking sem er í rúmlega 1500 kílómetra fjarlægð og einnig í Taílandi og Víetnam. Fjölmargir eftirskjálftar hafa orðið, þeir öflugustu 6,4 og 5 á Richter. Vel á tíunda þúsund týndu lífi í hamförunum en óttast að tala látinna eigi enn eftir að hækka. Hu Jintao, Kínaforseti, hefur kallað út allt björgunarlið og sjálfboðaliðar streyma á vettvang. Hersveitir eru komnar þangað. Wen Jiabao, forsætisráðherra, fór þegar á vettvang. Kolbrún Ólafsdóttir, er í námi við Peking-háskóla. Hún segir að sér hafi brugðið. Húsið hennar hafi ruggað fram og til baka en ekki leiði á reiðiskjálfi eins og hún hafi heyrt og upplifað um jarðskjálfta. Meðan á stóð hafi hún spurt sig hvað væri að gerast og hvort þetta væri bara byrjunin. Kolbrún býr á 16. hæði í fjölbýlishúsi og því ekki auðvelt að komast út að hennar sögn. „Maður hugsaði hvort þetta væri bara upphafið og maður myndi hrynja niður," segir Kolbrún. „En síðan hætti þetta og það kom ekkert meira." Kolbrún náði síðdegis sambandi við kínverska vinkonu sína sem fór í heimsókn til foreldra sinna í Sichuan-héraði. Hún og hennar fjölskylda voru ómeidd. Kolbrún segir að hún hafi lýst atburðunum og sagt alla dauðskelkaða. Fjölskyldan hafi þotið út úr húsinu þar sem hún býr og ekki þorað aftur inn. Erlent Fréttir Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Sjá meira
Óttast er að tugir þúsunda hafi farist þegar öflugur jarðskjálfti skók suð-vesturhluta Kína í morgun. Skjálftinn fannst alla leið til Peking í rúmlega 1500 kílómetra fjarlægð. Íslenskur námsmaður þar segir íbúð sína á 16. hæð hafa sveiflast til og frá. Hún náði síðdegis sambandi við vinkonu sína á skjálftasvæðinu. Ekkert amaði að henni eða fjölskyldu hennar. Skjálftinn reið yfir á sjöunda tímanum í morgun að íslenskum tíma, rétt fyrir hálf þrjú eftir hádegi að staðartíma. Hann mældist 7,8 á Richter. Upptök skjálftans voru í Sichuan-héraði í suð-vesturhluta landsins um 90 kílómetrum frá héraðshöfuðborginni Chengdu. Hann fast allta leið til Peking sem er í rúmlega 1500 kílómetra fjarlægð og einnig í Taílandi og Víetnam. Fjölmargir eftirskjálftar hafa orðið, þeir öflugustu 6,4 og 5 á Richter. Vel á tíunda þúsund týndu lífi í hamförunum en óttast að tala látinna eigi enn eftir að hækka. Hu Jintao, Kínaforseti, hefur kallað út allt björgunarlið og sjálfboðaliðar streyma á vettvang. Hersveitir eru komnar þangað. Wen Jiabao, forsætisráðherra, fór þegar á vettvang. Kolbrún Ólafsdóttir, er í námi við Peking-háskóla. Hún segir að sér hafi brugðið. Húsið hennar hafi ruggað fram og til baka en ekki leiði á reiðiskjálfi eins og hún hafi heyrt og upplifað um jarðskjálfta. Meðan á stóð hafi hún spurt sig hvað væri að gerast og hvort þetta væri bara byrjunin. Kolbrún býr á 16. hæði í fjölbýlishúsi og því ekki auðvelt að komast út að hennar sögn. „Maður hugsaði hvort þetta væri bara upphafið og maður myndi hrynja niður," segir Kolbrún. „En síðan hætti þetta og það kom ekkert meira." Kolbrún náði síðdegis sambandi við kínverska vinkonu sína sem fór í heimsókn til foreldra sinna í Sichuan-héraði. Hún og hennar fjölskylda voru ómeidd. Kolbrún segir að hún hafi lýst atburðunum og sagt alla dauðskelkaða. Fjölskyldan hafi þotið út úr húsinu þar sem hún býr og ekki þorað aftur inn.
Erlent Fréttir Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Sjá meira