Mikil vinna framundan 1. október 2008 14:05 Jón Arnar er bjartsýnn fyrir komandi átök í úrvalsdeildinni Mynd/Arnþór Jón Arnar Ingvarsson segir að ÍR-lið hans örvænti ekki þrátt fyrir tvo skelli í röð gegn KR í haustmótunum. Hann segir þó að allt verði að ganga upp hjá liðinu í vetur ef það eigi að fylgja eftir prýðilegum árangri sínum síðasta vor. ÍR kom skemmtilega á óvart í úrslitakeppninni síðasta vor þar sem það sló þáverandi meistara KR úr keppni í fyrstu umferð og stóð svo verulega uppi í hárinu á verðandi meisturum Keflavíkur. Nokkrar breytingar urðu á hóp ÍR fyrir þessa leiktíð þar sem mestu munaði um að liðið missti leikstjórnandann Nate Brown í raðir Snæfells. ÍR tapaði stórt fyrir KR í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins á dögunum og mátti þola annan skell fyrir vesturbæingum á heimavelli sínum í Powerade-bikarnum í gær. "Við vorum auðvitað án okkar stigahæsta manns (Hreggviðs Magnússonar) í þessum leikjum gegn KR og erum með heldur slakari hóp en við höfðum í fyrra og það gerir þetta ekki auðveldara," sagði Jón í samtali við Vísi. Hreggviður fór í speglun vegna hnémeiðsla á dögunum og vonast Jón til að hann verði orðinn heill þegar Iceland Express deildin fer af stað um miðjan mánuð. Hann mun að sögn Jóns koma hægt og rólega inn í leik liðsins eftir því sem heilsan leyfir. Jón Arnar segist ekki örvænta þrátt fyrir töpin tvö, en telur víst að ÍR verði að hafa heppnina með sér ef vel á að ganga í vetur. "Maður er aldrei sáttur að tapa leikjum en við förum ekkert að örvænta. Við spiluðum leiki við Val og Fjölni á undan og þar var ég þokkalega sáttur við margt hjá okkur. Markmiðið er auðvitað að vera samkeppnishæfur í þessu strax frá byrjun og ná liðinu fyrr í gang en í fyrra, en til að svo megi verða verðum við að hafa alla okkar menn klára. Það er mikil vinna framundan og ég hef enga ástæðu til annars en að ætla að við verðum samkeppnishæfir," sagði þjálfarinn. Dominos-deild karla Mest lesið Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Sjá meira
Jón Arnar Ingvarsson segir að ÍR-lið hans örvænti ekki þrátt fyrir tvo skelli í röð gegn KR í haustmótunum. Hann segir þó að allt verði að ganga upp hjá liðinu í vetur ef það eigi að fylgja eftir prýðilegum árangri sínum síðasta vor. ÍR kom skemmtilega á óvart í úrslitakeppninni síðasta vor þar sem það sló þáverandi meistara KR úr keppni í fyrstu umferð og stóð svo verulega uppi í hárinu á verðandi meisturum Keflavíkur. Nokkrar breytingar urðu á hóp ÍR fyrir þessa leiktíð þar sem mestu munaði um að liðið missti leikstjórnandann Nate Brown í raðir Snæfells. ÍR tapaði stórt fyrir KR í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins á dögunum og mátti þola annan skell fyrir vesturbæingum á heimavelli sínum í Powerade-bikarnum í gær. "Við vorum auðvitað án okkar stigahæsta manns (Hreggviðs Magnússonar) í þessum leikjum gegn KR og erum með heldur slakari hóp en við höfðum í fyrra og það gerir þetta ekki auðveldara," sagði Jón í samtali við Vísi. Hreggviður fór í speglun vegna hnémeiðsla á dögunum og vonast Jón til að hann verði orðinn heill þegar Iceland Express deildin fer af stað um miðjan mánuð. Hann mun að sögn Jóns koma hægt og rólega inn í leik liðsins eftir því sem heilsan leyfir. Jón Arnar segist ekki örvænta þrátt fyrir töpin tvö, en telur víst að ÍR verði að hafa heppnina með sér ef vel á að ganga í vetur. "Maður er aldrei sáttur að tapa leikjum en við förum ekkert að örvænta. Við spiluðum leiki við Val og Fjölni á undan og þar var ég þokkalega sáttur við margt hjá okkur. Markmiðið er auðvitað að vera samkeppnishæfur í þessu strax frá byrjun og ná liðinu fyrr í gang en í fyrra, en til að svo megi verða verðum við að hafa alla okkar menn klára. Það er mikil vinna framundan og ég hef enga ástæðu til annars en að ætla að við verðum samkeppnishæfir," sagði þjálfarinn.
Dominos-deild karla Mest lesið Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Sjá meira