Hanna: Gleðin enn til staðar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. desember 2008 15:26 Hanna G. Stefánsdóttir tekur við viðurkenningu sinni í dag. Hanna Guðrún Stefánsdóttir, leikmaður Hauka, var í dag valin besti leikmaður fyrstu sjö umferðanna í N1-deild kvenna. Hanna hefur farið mikinn bæði með Haukum og íslenska landsliðinu að undanförnu en Haukar eru sem stendur á toppi N1-deildar kvenna með fjórtán stig, jafn mörg og Stjarnan. „Þetta tímabil hefur verið skemmtilegt. Liðinu hefur gengið vel og leikmenn eru mjög jákvæðir. Það er góð samstaða í liðinu," sagði Hanna í samtali við Vísi í dag. Hún er nýkomin aftur til landsins eftir að hafa tekið þátt í undankeppni HM 2009 en riðill Íslands fór fram í Póllandi. Íslandi tókst ekki að komast áfram í næstu umferð undankeppninnar þar sem liðið tapaði bæði fyrir Slóvakíu og Póllandi. Úrvalslið N1-deildar kvenna. Efri röð frá vinstri: Hildur Þorgeirsdóttir, FH, Jóna Sigríður Halldórsdóttir, HK, Hanna G. Stefánsdóttir, Haukum og Díana Guðjónsdóttir, þjálfari Hauka. Neðri röð frá vinstri: Alina Petrache, Stjörnunni, Ramune Pekarskyte, Haukum og Nína Björk Arnfinnsdóttir, Haukum. Á myndina vantar Berglindi Hansdóttur, Val.Mynd/E. Stefán „Stefnan var sett á fyrsta sætið í riðlinum og áttum við góðan séns á því. Við spiluðum kannski ekki vel í fyrstu tveimur leikjunum, gegn Lettlandi og Sviss, en unnum þó þá leiki. Við áttum líka að vinna hina tvo." „Þetta er auðvitað fúlt enda langar manni alltaf að vinna. En svona er þetta bara." Hanna er 29 ára gömul og hefur verið að spila með Haukum undanfarna tvo áratugi. Hún segir áhugann enn vera til staðar hjá sér.„Gleðin er enn til staðar og maður hefur gaman af þessu. Það koma niðursveiflur af og til en maður reynir alltaf að spila sinn leik. Þetta er þó alltaf jafn gaman og ég ætla að halda þessu áfram í einhver ár í viðbót, á meðan skrokkurinn leyfir og áhuginn er enn fyrir hendi." Olís-deild kvenna Mest lesið Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Fleiri fréttir Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Sjá meira
Hanna Guðrún Stefánsdóttir, leikmaður Hauka, var í dag valin besti leikmaður fyrstu sjö umferðanna í N1-deild kvenna. Hanna hefur farið mikinn bæði með Haukum og íslenska landsliðinu að undanförnu en Haukar eru sem stendur á toppi N1-deildar kvenna með fjórtán stig, jafn mörg og Stjarnan. „Þetta tímabil hefur verið skemmtilegt. Liðinu hefur gengið vel og leikmenn eru mjög jákvæðir. Það er góð samstaða í liðinu," sagði Hanna í samtali við Vísi í dag. Hún er nýkomin aftur til landsins eftir að hafa tekið þátt í undankeppni HM 2009 en riðill Íslands fór fram í Póllandi. Íslandi tókst ekki að komast áfram í næstu umferð undankeppninnar þar sem liðið tapaði bæði fyrir Slóvakíu og Póllandi. Úrvalslið N1-deildar kvenna. Efri röð frá vinstri: Hildur Þorgeirsdóttir, FH, Jóna Sigríður Halldórsdóttir, HK, Hanna G. Stefánsdóttir, Haukum og Díana Guðjónsdóttir, þjálfari Hauka. Neðri röð frá vinstri: Alina Petrache, Stjörnunni, Ramune Pekarskyte, Haukum og Nína Björk Arnfinnsdóttir, Haukum. Á myndina vantar Berglindi Hansdóttur, Val.Mynd/E. Stefán „Stefnan var sett á fyrsta sætið í riðlinum og áttum við góðan séns á því. Við spiluðum kannski ekki vel í fyrstu tveimur leikjunum, gegn Lettlandi og Sviss, en unnum þó þá leiki. Við áttum líka að vinna hina tvo." „Þetta er auðvitað fúlt enda langar manni alltaf að vinna. En svona er þetta bara." Hanna er 29 ára gömul og hefur verið að spila með Haukum undanfarna tvo áratugi. Hún segir áhugann enn vera til staðar hjá sér.„Gleðin er enn til staðar og maður hefur gaman af þessu. Það koma niðursveiflur af og til en maður reynir alltaf að spila sinn leik. Þetta er þó alltaf jafn gaman og ég ætla að halda þessu áfram í einhver ár í viðbót, á meðan skrokkurinn leyfir og áhuginn er enn fyrir hendi."
Olís-deild kvenna Mest lesið Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Fleiri fréttir Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Sjá meira