Eitt prósent getur oft verið drjúgt 1. ágúst 2008 08:45 Eiríkur Önundarson. Hinn gamalreyndi Eiríkur Önundarson, 33 ára körfuboltakappi úr ÍR, hefur ákveðið að leika áfram með Breiðhyltingum í Iceland Express-deildinni í körfubolta næsta vetur en hann hafði áður talið talsvert meiri líkur en minni á að hann myndi hætta eftir síðasta tímabil. „Ég hélt alltaf smá glugga opnum með að halda áfram og þó svo að ég hafi lagt þetta upp með að það væri 99 prósenta líkur á því að ég myndi hætta, þá getur eitt prósent nú reyndar oft verið drjúgt. Það gekk náttúrulega vel hjá liðinu á síðasta tímabili og hópurinn er að mestu leyti óbreyttur núna og menn vilja gera enn betur í vetur," sagði Eiríkur. „Síðasti vetur einkenndist reyndar líka af leiðinlegum meiðslum hjá mér og ég held að ég muni ekki pína mig til þess að spila meiddur aftur í vetur. Ég vonast auðvitað til þess að sleppa við öll meiðsli en maður veit aldrei með það." Eiríkur mun taka að sér hlutverk aðstoðarþjálfara liðsins við hlið þjálfarans Jóns Arnars Ingvarssonar. „Ég er mjög ánægður með að fá að vinna með Jóni Arnari líka á þessum grundvelli og ég er hrifinn af honum sem þjálfara og hans hugmyndafræði í þjálfuninni. Þetta verður smá nýbreytni og það er spennandi að þurfa að horfa á þetta með öðrum augum en bara sem leikmaður. Þetta er ef til vill líka ákveðið prufuskref hjá mér þar sem ég hef aldrei komið að þjálfun áður, hvorki á þessu stigi né heldur í yngri flokkum," sagði Eiríkur sem er ekki smeykur við að sameina störfin tvö, starf leikmannsins og aðstoðarþjálfarans. „Ætli maður muni nú ekki sinna báðum störfum mjög vel, það þýðir ekkert að slá slöku við. Maður er náttúrulega fyrirmynd fyrir hina, ungu pungana í liðinu. Annars gæti ég náttúrulega, stöðu minnar vegna sem aðstoðarþjálfari, stýrt æfingunum hjá mér þannig að maður sleppi við einhverjar púlæfingar og svoleiðis. Gæti til dæmis tilkynnt Jóni Arnari þegar sprettirnir byrja, að þetta sé nú komið gott hjá mér í dag," sagði Eiríkur á léttum nótum. Dominos-deild karla Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Sjá meira
Hinn gamalreyndi Eiríkur Önundarson, 33 ára körfuboltakappi úr ÍR, hefur ákveðið að leika áfram með Breiðhyltingum í Iceland Express-deildinni í körfubolta næsta vetur en hann hafði áður talið talsvert meiri líkur en minni á að hann myndi hætta eftir síðasta tímabil. „Ég hélt alltaf smá glugga opnum með að halda áfram og þó svo að ég hafi lagt þetta upp með að það væri 99 prósenta líkur á því að ég myndi hætta, þá getur eitt prósent nú reyndar oft verið drjúgt. Það gekk náttúrulega vel hjá liðinu á síðasta tímabili og hópurinn er að mestu leyti óbreyttur núna og menn vilja gera enn betur í vetur," sagði Eiríkur. „Síðasti vetur einkenndist reyndar líka af leiðinlegum meiðslum hjá mér og ég held að ég muni ekki pína mig til þess að spila meiddur aftur í vetur. Ég vonast auðvitað til þess að sleppa við öll meiðsli en maður veit aldrei með það." Eiríkur mun taka að sér hlutverk aðstoðarþjálfara liðsins við hlið þjálfarans Jóns Arnars Ingvarssonar. „Ég er mjög ánægður með að fá að vinna með Jóni Arnari líka á þessum grundvelli og ég er hrifinn af honum sem þjálfara og hans hugmyndafræði í þjálfuninni. Þetta verður smá nýbreytni og það er spennandi að þurfa að horfa á þetta með öðrum augum en bara sem leikmaður. Þetta er ef til vill líka ákveðið prufuskref hjá mér þar sem ég hef aldrei komið að þjálfun áður, hvorki á þessu stigi né heldur í yngri flokkum," sagði Eiríkur sem er ekki smeykur við að sameina störfin tvö, starf leikmannsins og aðstoðarþjálfarans. „Ætli maður muni nú ekki sinna báðum störfum mjög vel, það þýðir ekkert að slá slöku við. Maður er náttúrulega fyrirmynd fyrir hina, ungu pungana í liðinu. Annars gæti ég náttúrulega, stöðu minnar vegna sem aðstoðarþjálfari, stýrt æfingunum hjá mér þannig að maður sleppi við einhverjar púlæfingar og svoleiðis. Gæti til dæmis tilkynnt Jóni Arnari þegar sprettirnir byrja, að þetta sé nú komið gott hjá mér í dag," sagði Eiríkur á léttum nótum.
Dominos-deild karla Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Sjá meira