Reglur eða mat? Þorsteinn Pálsson skrifar 8. júlí 2008 06:00 Umræður um brottvísun flóttamanns frá Keníu vekja upp ýmsar spurningar um meðferð slíkra mála. Á til að mynda að ákveða borgaraleg réttindi eins og ríkisborgararétt, hæli, dvalarleyfi eða atvinnuleyfi eftir föstum reglum eða frjálsu mati hverju sinni? Eftir hvaða lögmálum á að vísa þeim úr landi sem ekki hafa þessi réttindi? Eigum við að fara okkar eigin leiðir eða vera í bandalagi með öðrum þjóðum um leikreglur? Um nokkurt árabil hefur Ísland verið fullgildur aðili að reglum Evrópusambandsins á þessu sviði. Aðildarríkin framfylgja þeim reglum í þágu hvers annars. Vantreystum við þeim eða einhverjum þeirra í þessum efnum? Um veitingu ríkisborgararéttar gilda ákveðnar almennar lagareglur. Alþingi hefur á hinn bóginn ár hvert talið nauðsynlegt að veita ríkisborgararétt með sérstakri lagasetningu um tiltekna einstaklinga. Sú lagasetning hefur byggst á frjálsara sanngirnismati en almennu reglurnar. Öll þessi mál heyra undir dómsmálaráðherra. Eigi að síður tók utanríkisráðherra fyrir nokkrum árum ákvörðun um að bjóða fyrrverandi heimsmeistara í skák ríkisborgararétt eftir að hann komst í kast við lögin í heimalandi sínu. Í ljósi þess hversu tilfinningasjónarmið hafa ráðið miklu um veitingu ríkisborgararéttar er vel skiljanlegt að mörgum finnist það kaldlyndi þegar fyrrverandi sveitarstjórnarframbjóðanda frá Keníu er nú vísað úr landi eftir almennum reglum. Utanríkisráðherra hefur falið sendiráði Íslands gagnvart Ítalíu að gæta hagsmuna Keníumannsins við meðferð á máli hans þar í landi. Sú ákvörðun bendir til þess að ríkisstjórn Íslands treysti ekki þessari bandalagsþjóð til að fara með slík mál á grundvelli þeirra Evrópusambandsreglna sem báðar þjóðirnar hafa sameiginlega undirgengist. Mikilvægt er að utanríkisráðherra upplýsi nánar um afstöðu Íslands til Ítalíu að þessu leyti. Utanríkisnefnd Alþingis hefur verið kölluð saman af minna tilefni. Ef ríkisstjórnin vantreystir Evrópusambandsríkjum, einu eða fleirum, til að framfylgja þessum reglum af réttsýni gæti það orðið vatn á myllu andstæðinga Evrópusambandsaðildar. Það er hin hliðin á umsjón sendiráðsins með meðferð málsins hjá ítölskum stjórnvöldum. Rétt eins og Alþingi getur látið sanngirnissjónarmið ráða veitingu ríkisborgararéttar er því í lófa lagið að veita takmarkaðri borgaraleg réttindi með einstaklingsbundnum lögum. Skynsamleg rök mæla þó ekki með slíkri skipan mála. Miklu fremur er ástæða til að gagnrýna Alþingi fyrir að láta einstaklingsbundið mat ráða of miklu um veitingu ríkisborgararéttar. Öll meðferð mála hjá stjórnvöldum verður að lúta jafnræðisreglu stjórnsýslu- og stjórnskipunarréttarins. Einu gildir í því efni hvort ráðherra tekur stjórnsýsluákvörðun eða embættismenn í undirstofnunum. Einstök úrlausnarefni geta eigi að síður verið snúin þegar kemur að viðkvæmum málum eins og takmörkuðum borgaralegum réttindum svo ekki sé talað um brottvísun úr landi vegna skorts á slíkum réttindum. Kjósi löggjafinn að slaka á þeim reglum sem um þessi mál gilda verður hann að sjá til þess að allir þeir sem eins stendur á um fái sömu málsmeðferð. Það stenst ekki grundvallarreglur að framkvæmdavaldið hafi frjálsar hendur með viðmiðanir um réttindi einstaklinga eins og Alþingi þegar það veitir ríkisborgararétt með einstaklingsbundnum lögum utan og ofan við almennar lagaheimildir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Umræður um brottvísun flóttamanns frá Keníu vekja upp ýmsar spurningar um meðferð slíkra mála. Á til að mynda að ákveða borgaraleg réttindi eins og ríkisborgararétt, hæli, dvalarleyfi eða atvinnuleyfi eftir föstum reglum eða frjálsu mati hverju sinni? Eftir hvaða lögmálum á að vísa þeim úr landi sem ekki hafa þessi réttindi? Eigum við að fara okkar eigin leiðir eða vera í bandalagi með öðrum þjóðum um leikreglur? Um nokkurt árabil hefur Ísland verið fullgildur aðili að reglum Evrópusambandsins á þessu sviði. Aðildarríkin framfylgja þeim reglum í þágu hvers annars. Vantreystum við þeim eða einhverjum þeirra í þessum efnum? Um veitingu ríkisborgararéttar gilda ákveðnar almennar lagareglur. Alþingi hefur á hinn bóginn ár hvert talið nauðsynlegt að veita ríkisborgararétt með sérstakri lagasetningu um tiltekna einstaklinga. Sú lagasetning hefur byggst á frjálsara sanngirnismati en almennu reglurnar. Öll þessi mál heyra undir dómsmálaráðherra. Eigi að síður tók utanríkisráðherra fyrir nokkrum árum ákvörðun um að bjóða fyrrverandi heimsmeistara í skák ríkisborgararétt eftir að hann komst í kast við lögin í heimalandi sínu. Í ljósi þess hversu tilfinningasjónarmið hafa ráðið miklu um veitingu ríkisborgararéttar er vel skiljanlegt að mörgum finnist það kaldlyndi þegar fyrrverandi sveitarstjórnarframbjóðanda frá Keníu er nú vísað úr landi eftir almennum reglum. Utanríkisráðherra hefur falið sendiráði Íslands gagnvart Ítalíu að gæta hagsmuna Keníumannsins við meðferð á máli hans þar í landi. Sú ákvörðun bendir til þess að ríkisstjórn Íslands treysti ekki þessari bandalagsþjóð til að fara með slík mál á grundvelli þeirra Evrópusambandsreglna sem báðar þjóðirnar hafa sameiginlega undirgengist. Mikilvægt er að utanríkisráðherra upplýsi nánar um afstöðu Íslands til Ítalíu að þessu leyti. Utanríkisnefnd Alþingis hefur verið kölluð saman af minna tilefni. Ef ríkisstjórnin vantreystir Evrópusambandsríkjum, einu eða fleirum, til að framfylgja þessum reglum af réttsýni gæti það orðið vatn á myllu andstæðinga Evrópusambandsaðildar. Það er hin hliðin á umsjón sendiráðsins með meðferð málsins hjá ítölskum stjórnvöldum. Rétt eins og Alþingi getur látið sanngirnissjónarmið ráða veitingu ríkisborgararéttar er því í lófa lagið að veita takmarkaðri borgaraleg réttindi með einstaklingsbundnum lögum. Skynsamleg rök mæla þó ekki með slíkri skipan mála. Miklu fremur er ástæða til að gagnrýna Alþingi fyrir að láta einstaklingsbundið mat ráða of miklu um veitingu ríkisborgararéttar. Öll meðferð mála hjá stjórnvöldum verður að lúta jafnræðisreglu stjórnsýslu- og stjórnskipunarréttarins. Einu gildir í því efni hvort ráðherra tekur stjórnsýsluákvörðun eða embættismenn í undirstofnunum. Einstök úrlausnarefni geta eigi að síður verið snúin þegar kemur að viðkvæmum málum eins og takmörkuðum borgaralegum réttindum svo ekki sé talað um brottvísun úr landi vegna skorts á slíkum réttindum. Kjósi löggjafinn að slaka á þeim reglum sem um þessi mál gilda verður hann að sjá til þess að allir þeir sem eins stendur á um fái sömu málsmeðferð. Það stenst ekki grundvallarreglur að framkvæmdavaldið hafi frjálsar hendur með viðmiðanir um réttindi einstaklinga eins og Alþingi þegar það veitir ríkisborgararétt með einstaklingsbundnum lögum utan og ofan við almennar lagaheimildir.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun