Reglur eða mat? Þorsteinn Pálsson skrifar 8. júlí 2008 06:00 Umræður um brottvísun flóttamanns frá Keníu vekja upp ýmsar spurningar um meðferð slíkra mála. Á til að mynda að ákveða borgaraleg réttindi eins og ríkisborgararétt, hæli, dvalarleyfi eða atvinnuleyfi eftir föstum reglum eða frjálsu mati hverju sinni? Eftir hvaða lögmálum á að vísa þeim úr landi sem ekki hafa þessi réttindi? Eigum við að fara okkar eigin leiðir eða vera í bandalagi með öðrum þjóðum um leikreglur? Um nokkurt árabil hefur Ísland verið fullgildur aðili að reglum Evrópusambandsins á þessu sviði. Aðildarríkin framfylgja þeim reglum í þágu hvers annars. Vantreystum við þeim eða einhverjum þeirra í þessum efnum? Um veitingu ríkisborgararéttar gilda ákveðnar almennar lagareglur. Alþingi hefur á hinn bóginn ár hvert talið nauðsynlegt að veita ríkisborgararétt með sérstakri lagasetningu um tiltekna einstaklinga. Sú lagasetning hefur byggst á frjálsara sanngirnismati en almennu reglurnar. Öll þessi mál heyra undir dómsmálaráðherra. Eigi að síður tók utanríkisráðherra fyrir nokkrum árum ákvörðun um að bjóða fyrrverandi heimsmeistara í skák ríkisborgararétt eftir að hann komst í kast við lögin í heimalandi sínu. Í ljósi þess hversu tilfinningasjónarmið hafa ráðið miklu um veitingu ríkisborgararéttar er vel skiljanlegt að mörgum finnist það kaldlyndi þegar fyrrverandi sveitarstjórnarframbjóðanda frá Keníu er nú vísað úr landi eftir almennum reglum. Utanríkisráðherra hefur falið sendiráði Íslands gagnvart Ítalíu að gæta hagsmuna Keníumannsins við meðferð á máli hans þar í landi. Sú ákvörðun bendir til þess að ríkisstjórn Íslands treysti ekki þessari bandalagsþjóð til að fara með slík mál á grundvelli þeirra Evrópusambandsreglna sem báðar þjóðirnar hafa sameiginlega undirgengist. Mikilvægt er að utanríkisráðherra upplýsi nánar um afstöðu Íslands til Ítalíu að þessu leyti. Utanríkisnefnd Alþingis hefur verið kölluð saman af minna tilefni. Ef ríkisstjórnin vantreystir Evrópusambandsríkjum, einu eða fleirum, til að framfylgja þessum reglum af réttsýni gæti það orðið vatn á myllu andstæðinga Evrópusambandsaðildar. Það er hin hliðin á umsjón sendiráðsins með meðferð málsins hjá ítölskum stjórnvöldum. Rétt eins og Alþingi getur látið sanngirnissjónarmið ráða veitingu ríkisborgararéttar er því í lófa lagið að veita takmarkaðri borgaraleg réttindi með einstaklingsbundnum lögum. Skynsamleg rök mæla þó ekki með slíkri skipan mála. Miklu fremur er ástæða til að gagnrýna Alþingi fyrir að láta einstaklingsbundið mat ráða of miklu um veitingu ríkisborgararéttar. Öll meðferð mála hjá stjórnvöldum verður að lúta jafnræðisreglu stjórnsýslu- og stjórnskipunarréttarins. Einu gildir í því efni hvort ráðherra tekur stjórnsýsluákvörðun eða embættismenn í undirstofnunum. Einstök úrlausnarefni geta eigi að síður verið snúin þegar kemur að viðkvæmum málum eins og takmörkuðum borgaralegum réttindum svo ekki sé talað um brottvísun úr landi vegna skorts á slíkum réttindum. Kjósi löggjafinn að slaka á þeim reglum sem um þessi mál gilda verður hann að sjá til þess að allir þeir sem eins stendur á um fái sömu málsmeðferð. Það stenst ekki grundvallarreglur að framkvæmdavaldið hafi frjálsar hendur með viðmiðanir um réttindi einstaklinga eins og Alþingi þegar það veitir ríkisborgararétt með einstaklingsbundnum lögum utan og ofan við almennar lagaheimildir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Umræður um brottvísun flóttamanns frá Keníu vekja upp ýmsar spurningar um meðferð slíkra mála. Á til að mynda að ákveða borgaraleg réttindi eins og ríkisborgararétt, hæli, dvalarleyfi eða atvinnuleyfi eftir föstum reglum eða frjálsu mati hverju sinni? Eftir hvaða lögmálum á að vísa þeim úr landi sem ekki hafa þessi réttindi? Eigum við að fara okkar eigin leiðir eða vera í bandalagi með öðrum þjóðum um leikreglur? Um nokkurt árabil hefur Ísland verið fullgildur aðili að reglum Evrópusambandsins á þessu sviði. Aðildarríkin framfylgja þeim reglum í þágu hvers annars. Vantreystum við þeim eða einhverjum þeirra í þessum efnum? Um veitingu ríkisborgararéttar gilda ákveðnar almennar lagareglur. Alþingi hefur á hinn bóginn ár hvert talið nauðsynlegt að veita ríkisborgararétt með sérstakri lagasetningu um tiltekna einstaklinga. Sú lagasetning hefur byggst á frjálsara sanngirnismati en almennu reglurnar. Öll þessi mál heyra undir dómsmálaráðherra. Eigi að síður tók utanríkisráðherra fyrir nokkrum árum ákvörðun um að bjóða fyrrverandi heimsmeistara í skák ríkisborgararétt eftir að hann komst í kast við lögin í heimalandi sínu. Í ljósi þess hversu tilfinningasjónarmið hafa ráðið miklu um veitingu ríkisborgararéttar er vel skiljanlegt að mörgum finnist það kaldlyndi þegar fyrrverandi sveitarstjórnarframbjóðanda frá Keníu er nú vísað úr landi eftir almennum reglum. Utanríkisráðherra hefur falið sendiráði Íslands gagnvart Ítalíu að gæta hagsmuna Keníumannsins við meðferð á máli hans þar í landi. Sú ákvörðun bendir til þess að ríkisstjórn Íslands treysti ekki þessari bandalagsþjóð til að fara með slík mál á grundvelli þeirra Evrópusambandsreglna sem báðar þjóðirnar hafa sameiginlega undirgengist. Mikilvægt er að utanríkisráðherra upplýsi nánar um afstöðu Íslands til Ítalíu að þessu leyti. Utanríkisnefnd Alþingis hefur verið kölluð saman af minna tilefni. Ef ríkisstjórnin vantreystir Evrópusambandsríkjum, einu eða fleirum, til að framfylgja þessum reglum af réttsýni gæti það orðið vatn á myllu andstæðinga Evrópusambandsaðildar. Það er hin hliðin á umsjón sendiráðsins með meðferð málsins hjá ítölskum stjórnvöldum. Rétt eins og Alþingi getur látið sanngirnissjónarmið ráða veitingu ríkisborgararéttar er því í lófa lagið að veita takmarkaðri borgaraleg réttindi með einstaklingsbundnum lögum. Skynsamleg rök mæla þó ekki með slíkri skipan mála. Miklu fremur er ástæða til að gagnrýna Alþingi fyrir að láta einstaklingsbundið mat ráða of miklu um veitingu ríkisborgararéttar. Öll meðferð mála hjá stjórnvöldum verður að lúta jafnræðisreglu stjórnsýslu- og stjórnskipunarréttarins. Einu gildir í því efni hvort ráðherra tekur stjórnsýsluákvörðun eða embættismenn í undirstofnunum. Einstök úrlausnarefni geta eigi að síður verið snúin þegar kemur að viðkvæmum málum eins og takmörkuðum borgaralegum réttindum svo ekki sé talað um brottvísun úr landi vegna skorts á slíkum réttindum. Kjósi löggjafinn að slaka á þeim reglum sem um þessi mál gilda verður hann að sjá til þess að allir þeir sem eins stendur á um fái sömu málsmeðferð. Það stenst ekki grundvallarreglur að framkvæmdavaldið hafi frjálsar hendur með viðmiðanir um réttindi einstaklinga eins og Alþingi þegar það veitir ríkisborgararétt með einstaklingsbundnum lögum utan og ofan við almennar lagaheimildir.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun