Greiddi ekki skatt af launum Bailey árið 2005 Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. nóvember 2008 23:19 Damon Bailey í leik með Grindavík í haust. Mynd/Stefán Körfuknattleiksdeild Grindavíkur sendi í kvöld frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að deildin hafi ekki greitt skatta og launatengd gjöld af launum Damon Bailey er hann var á mála hjá félaginu árið 2005. Það verði hins vegar gert nú. Bailey, sem var einnig samningsbundinn Grindavík í haust, sagði í viðtali við Vísi að engin gögn hefðu fundist um að tekjuskattur hafi verið greiddur af launum hans síðan hann kom fyrst til landsins, árið 2004. Á þeim tíma hefur hann leikið með Hamar/Selfoss, Þór í Þorlákshöfn, Njarðvík og Grindavík. Forráðamenn Njarðvíkur fullyrtu hins vegar í kjölfarið að þeir hefðu staðið í skilum á öllum sínum greiðslum, eins og kemur fram í greininni sem má finna hér að neðan. Í yfirlýsingunni kemur einnig fram að skattar og launatengd gjöld af launum þeirra Bailey og Tiffany Roberson, sem lék með kvennaliði Grindavíkur þar til í haust, verða greidd á næstunni. Yfirlýsinguna í heild sinni má lesa hér að neðan: „Yfirlýsing frá Körfuknattleiksdeild Grindavíkur Körfuknattleiksdeild Grindavíkur vill koma á framfæri að skattar og launatengd gjöld verða greidd af öllum launum þeirra Damon Bailey og Tiffany Roberson á árinu 2008. Varðandi fullyrðingu Damon um að ekki hafi verið greidd launatengd gjöld af launum hans árið 2005, þegar hann lék með Grindavík um tveggja mánaða skeið, þá staðfestir Kkd Grindavíkur að það er rétt hjá Damon. Á þeim tíma töldum við að hægt væri að greiða erlendum leikmönnum laun sem verktökum ef þeir dvöldu og störfuðu á landinu í skemmri tíma en 183 daga. Í sumar og haust var farið ofan í saumana á þessu málum, en Vinnumálastofnun, Útlendingastofnun og KKÍ höfðu lagt á það áherslu að þessi mál væru í lagi. Kkd Grindavíkur leitaði álits vegna málsins hjá endurskoðunarstofu. Niðurstaðan af þeirri vinnu var sú að deildinni bæri að greiða skatta af launum erlendra leikmanna, sama hversu lengi þeir störfuðu hér. Það var því ekki annað að gera en að taka strax á málinu og, eins og greint er frá hér að ofan, verða greiddir skattar og launatengd gjöld af launum erlendra leikmanna Kkd Grindavíkur. f.h. Kkd Grindavíkur Óli Björn Björgvinsson" Dominos-deild karla Tengdar fréttir Bailey: Engar skattgreiðslur á fjórum árum Körfuknattleiksmaðurinn Damon Bailey segir að engin gögn séu að finna um að tekjuskattur hafi verið greiddur af launum hans á þeim rúmum fjórum árum sem hann lék körfubolta hér á landi. 18. nóvember 2008 15:36 Njarðvíkingar segja fullyrðingar Bailey rangar „Þetta er bara ekki rétt. Við getum sýnt fram á að við stóðum í skilum með okkar greiðslur,“ sagði Sigurður H. Ólafsson, formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur. 18. nóvember 2008 17:20 Mest lesið Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Í beinni: Afturelding - Víkingur | Verða gestirnir einir með fullt hús stiga? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Sjá meira
Körfuknattleiksdeild Grindavíkur sendi í kvöld frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að deildin hafi ekki greitt skatta og launatengd gjöld af launum Damon Bailey er hann var á mála hjá félaginu árið 2005. Það verði hins vegar gert nú. Bailey, sem var einnig samningsbundinn Grindavík í haust, sagði í viðtali við Vísi að engin gögn hefðu fundist um að tekjuskattur hafi verið greiddur af launum hans síðan hann kom fyrst til landsins, árið 2004. Á þeim tíma hefur hann leikið með Hamar/Selfoss, Þór í Þorlákshöfn, Njarðvík og Grindavík. Forráðamenn Njarðvíkur fullyrtu hins vegar í kjölfarið að þeir hefðu staðið í skilum á öllum sínum greiðslum, eins og kemur fram í greininni sem má finna hér að neðan. Í yfirlýsingunni kemur einnig fram að skattar og launatengd gjöld af launum þeirra Bailey og Tiffany Roberson, sem lék með kvennaliði Grindavíkur þar til í haust, verða greidd á næstunni. Yfirlýsinguna í heild sinni má lesa hér að neðan: „Yfirlýsing frá Körfuknattleiksdeild Grindavíkur Körfuknattleiksdeild Grindavíkur vill koma á framfæri að skattar og launatengd gjöld verða greidd af öllum launum þeirra Damon Bailey og Tiffany Roberson á árinu 2008. Varðandi fullyrðingu Damon um að ekki hafi verið greidd launatengd gjöld af launum hans árið 2005, þegar hann lék með Grindavík um tveggja mánaða skeið, þá staðfestir Kkd Grindavíkur að það er rétt hjá Damon. Á þeim tíma töldum við að hægt væri að greiða erlendum leikmönnum laun sem verktökum ef þeir dvöldu og störfuðu á landinu í skemmri tíma en 183 daga. Í sumar og haust var farið ofan í saumana á þessu málum, en Vinnumálastofnun, Útlendingastofnun og KKÍ höfðu lagt á það áherslu að þessi mál væru í lagi. Kkd Grindavíkur leitaði álits vegna málsins hjá endurskoðunarstofu. Niðurstaðan af þeirri vinnu var sú að deildinni bæri að greiða skatta af launum erlendra leikmanna, sama hversu lengi þeir störfuðu hér. Það var því ekki annað að gera en að taka strax á málinu og, eins og greint er frá hér að ofan, verða greiddir skattar og launatengd gjöld af launum erlendra leikmanna Kkd Grindavíkur. f.h. Kkd Grindavíkur Óli Björn Björgvinsson"
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Bailey: Engar skattgreiðslur á fjórum árum Körfuknattleiksmaðurinn Damon Bailey segir að engin gögn séu að finna um að tekjuskattur hafi verið greiddur af launum hans á þeim rúmum fjórum árum sem hann lék körfubolta hér á landi. 18. nóvember 2008 15:36 Njarðvíkingar segja fullyrðingar Bailey rangar „Þetta er bara ekki rétt. Við getum sýnt fram á að við stóðum í skilum með okkar greiðslur,“ sagði Sigurður H. Ólafsson, formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur. 18. nóvember 2008 17:20 Mest lesið Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Í beinni: Afturelding - Víkingur | Verða gestirnir einir með fullt hús stiga? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Sjá meira
Bailey: Engar skattgreiðslur á fjórum árum Körfuknattleiksmaðurinn Damon Bailey segir að engin gögn séu að finna um að tekjuskattur hafi verið greiddur af launum hans á þeim rúmum fjórum árum sem hann lék körfubolta hér á landi. 18. nóvember 2008 15:36
Njarðvíkingar segja fullyrðingar Bailey rangar „Þetta er bara ekki rétt. Við getum sýnt fram á að við stóðum í skilum með okkar greiðslur,“ sagði Sigurður H. Ólafsson, formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur. 18. nóvember 2008 17:20