Þetta er undir okkur sjálfum komiið 11. apríl 2008 16:12 ÍR hefur verið á bullandi siglingu í úrslitakeppninni Mynd/Daniel Sveinbjörn Claessen átti skínandi leik á miðvikudagskvöldið þegar ÍR komst í 2-0 í einvíginu við Keflavík. Hann á von á erfiðu verkefni gegn Keflvíkingum suður með sjó í kvöld þar sem ÍR getur tryggt sér sæti í úrslitum Iceland Express deildarinnar. Sveinbjörn var stigahæstur hjá ÍR í öðrum leiknum í Seljaskóla og skoraði 19 stig og misnotaði aðeins eitt skot. Hann var ekki eini ÍR-ingurinn sem spilaði vel það kvöldið, enda hefur spútnikliðið úr Breiðholti líklega komið öllum nema sjálfu sér á óvart í úrslitakeppninni. En hvernig tilhugsun skyldi það vera fyrir ÍR að þurfa að fara til Keflavíkur í kvöld með það fyrir augum að slá særða heimamenn úr leik 3-0? Vísir hafði samband við Sveinbjörn og spurði hann út í leik kvöldsins. "Það er búið að vera ofboðslega gaman af þessu og allir þekkja sitt hlutverk í ÍR liðinu. Það er allt að ganga upp hjá okkur núna og við erum að toppa á réttum tíma. Jón þjálfari hefur verið að predika yfir okkur að reyna fyrst og fremst að hafa gaman af þessu og ég held að þar kannski megi finna muninn á liðunum í þessu einvígi. Ég get auðvitað ekki talað fyrir Keflvíkinga, en við höfum allir ofboðslega gaman af þessu og við stefnum enn lengra, því annars væri maður ekki í þessu," sagði Sveinbjörn. Margir vilja meina að lið Keflavíkur hafi ekki verið að leika vel í einvíginu og að ÍR sé á sama tíma að spila yfir getu og koma á óvart. Sveinbjörn er ekki alveg sammála þessu. "Við erum kannski að koma öllum á óvart, en þetta kemur okkur í liðinu ekkert sérstaklega á óvart. Við byrjuðum tímabilið illa og vorum í basli með meiðsli og leikmenn og nú erum við bara að koma upp á réttum tíma. Við eigum meira inni og getum farið alla leið, en það er alveg undir okkur sjálfum komið. Ef við mætum til leiks í kvöld eins og við höfum gert, erum við í fínum málum." "Ég hef lesið um það á netinu og á spjallsíðum að það séu vandamál í liði Keflavíkur og að mórallinn sé ekki nógu góður hjá þeim, en við skulum ekki gleyma því að enginn spilar betur en andstæðingurinn leyfir. Það á það til að gleymast. Við höfum verið að spila fína vörn í báðum leikjunum og erum að halda aftur af þessu sterka sóknarliði, svo þetta er allt í okkar höndum," sagði Sveinbjörn. Þriðji leikur liðanna verður í Keflavík í kvöld og hefst klukkan 19:15. Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Sjá meira
Sveinbjörn Claessen átti skínandi leik á miðvikudagskvöldið þegar ÍR komst í 2-0 í einvíginu við Keflavík. Hann á von á erfiðu verkefni gegn Keflvíkingum suður með sjó í kvöld þar sem ÍR getur tryggt sér sæti í úrslitum Iceland Express deildarinnar. Sveinbjörn var stigahæstur hjá ÍR í öðrum leiknum í Seljaskóla og skoraði 19 stig og misnotaði aðeins eitt skot. Hann var ekki eini ÍR-ingurinn sem spilaði vel það kvöldið, enda hefur spútnikliðið úr Breiðholti líklega komið öllum nema sjálfu sér á óvart í úrslitakeppninni. En hvernig tilhugsun skyldi það vera fyrir ÍR að þurfa að fara til Keflavíkur í kvöld með það fyrir augum að slá særða heimamenn úr leik 3-0? Vísir hafði samband við Sveinbjörn og spurði hann út í leik kvöldsins. "Það er búið að vera ofboðslega gaman af þessu og allir þekkja sitt hlutverk í ÍR liðinu. Það er allt að ganga upp hjá okkur núna og við erum að toppa á réttum tíma. Jón þjálfari hefur verið að predika yfir okkur að reyna fyrst og fremst að hafa gaman af þessu og ég held að þar kannski megi finna muninn á liðunum í þessu einvígi. Ég get auðvitað ekki talað fyrir Keflvíkinga, en við höfum allir ofboðslega gaman af þessu og við stefnum enn lengra, því annars væri maður ekki í þessu," sagði Sveinbjörn. Margir vilja meina að lið Keflavíkur hafi ekki verið að leika vel í einvíginu og að ÍR sé á sama tíma að spila yfir getu og koma á óvart. Sveinbjörn er ekki alveg sammála þessu. "Við erum kannski að koma öllum á óvart, en þetta kemur okkur í liðinu ekkert sérstaklega á óvart. Við byrjuðum tímabilið illa og vorum í basli með meiðsli og leikmenn og nú erum við bara að koma upp á réttum tíma. Við eigum meira inni og getum farið alla leið, en það er alveg undir okkur sjálfum komið. Ef við mætum til leiks í kvöld eins og við höfum gert, erum við í fínum málum." "Ég hef lesið um það á netinu og á spjallsíðum að það séu vandamál í liði Keflavíkur og að mórallinn sé ekki nógu góður hjá þeim, en við skulum ekki gleyma því að enginn spilar betur en andstæðingurinn leyfir. Það á það til að gleymast. Við höfum verið að spila fína vörn í báðum leikjunum og erum að halda aftur af þessu sterka sóknarliði, svo þetta er allt í okkar höndum," sagði Sveinbjörn. Þriðji leikur liðanna verður í Keflavík í kvöld og hefst klukkan 19:15. Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti