Kotila: Verður vonandi lítið skorað Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. apríl 2008 14:07 Geof Kotila, þjálfari Snæfells. Mynd/Daníel Geof Kotila, þjálfari Snæfells, segir í samtali við Vísi að sínir menn þurfi að spila góða vörn í kvöld til að vinna sigur á Grindavík í fjórða leik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildar karla. Snæfell leiðir einvígið, 2-1, eftir að hafa unnið fyrstu tvær viðureignirnar. Grindavík svaraði með því að sigra í síðasta leik en liðin mætast í Stykkishólmi í kvöld. Kotila var í óða önn að undirbúa sig fyrir leikinn þegar Vísir heyrði í honum en hann var þó ekki að stressa sig um of fyrir kvöldið. „Þessir leikir eru með svo stuttu millibili að það gefst varla tækifæri til að verða of stressaður," sagði hann í léttum dúr. Ef Grindavík vinnur í kvöld verða þeir á heimavelli í oddaleiknum sem gæti reynst dýrmætt. Kotila lítur þó ekki á leikinn sem svo að það sé að duga eða drepast fyrir sína menn. „Við viljum auðvitað vinna en ef við töpum þá verður það ekkert létt fyrir þá að vinna fimmta leikinn. Við lentum í svipaðri aðstöðu gegn KR í undanúrslitum í fyrra. Þá komumst við 2-1 yfir, töpuðum fjórða leiknum heima og svo þeim fimmta afar naumlega á útivelli. Þar vorum við yfir allan leikinn þar til þrjár sekúndur voru til leiksloka." „Ef einhver hefði sagt mér fyrir þessa rimmu að við myndum komast í 2-1 forystu og fá tækifæri til að klára seríuna á heimavelli hefði ég tekið því fegins hendi. Ég er því ekkert of svekktur á tapinu í síðasta leik. Það verður bara að segjast að þeir spiluðu vel og við illa," sagði Kotila. „Mér fannst í raun ótrúlegt hversu jafn leikurinn var því við vorum að spila mjög illa. Við köstuðum boltanum ítrekað frá okkur en það má ekki taka það af Grindvíkingum að þeir spiluðu með stolti. Frikki er líka mjög klókur þjálfari og breytti aðeins um taktík sem við verðum að takast betur á við í kvöld til að vinna." Hann vonast til að leikurinn í kvöld muni snúast um hvort liðið spili betri varnarleik heldur en í sókn. „Þeir eru með svo mörg vopn í sínu búri og svo marga leikmenn sem geta skorað. Ég tel að við búum ekki svo vel og verðum því að treysta á varnarleikinn. Ég vona því að það verði lítið skorað en það er mjög erfitt að ætla að halda þeim niðri." Fjárhúsið verður væntanlega troðfullt í kvöld en Kotila segir að það ríki afar góð stemning í bænum. „Þetta er frábær tími, bæði fyrir bæinn og körfuboltann." Leikurinn hefst klukkan 20.00 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sporti. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Friðrik: Eigum nóg inni Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur, telur að sínir menn eigi nógu mikið inni til að knýja í kvöld fram oddaleik í undanúrslitarimmunni gegn Snæfelli í úrslitakeppni Iceland Express deildar karla. 14. apríl 2008 15:09 Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti ÍBV - KA | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Íslenski boltinn „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Vestri - KR | Úrslitaleikur um sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Fótbolti Fleiri fréttir Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Sjá meira
Geof Kotila, þjálfari Snæfells, segir í samtali við Vísi að sínir menn þurfi að spila góða vörn í kvöld til að vinna sigur á Grindavík í fjórða leik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildar karla. Snæfell leiðir einvígið, 2-1, eftir að hafa unnið fyrstu tvær viðureignirnar. Grindavík svaraði með því að sigra í síðasta leik en liðin mætast í Stykkishólmi í kvöld. Kotila var í óða önn að undirbúa sig fyrir leikinn þegar Vísir heyrði í honum en hann var þó ekki að stressa sig um of fyrir kvöldið. „Þessir leikir eru með svo stuttu millibili að það gefst varla tækifæri til að verða of stressaður," sagði hann í léttum dúr. Ef Grindavík vinnur í kvöld verða þeir á heimavelli í oddaleiknum sem gæti reynst dýrmætt. Kotila lítur þó ekki á leikinn sem svo að það sé að duga eða drepast fyrir sína menn. „Við viljum auðvitað vinna en ef við töpum þá verður það ekkert létt fyrir þá að vinna fimmta leikinn. Við lentum í svipaðri aðstöðu gegn KR í undanúrslitum í fyrra. Þá komumst við 2-1 yfir, töpuðum fjórða leiknum heima og svo þeim fimmta afar naumlega á útivelli. Þar vorum við yfir allan leikinn þar til þrjár sekúndur voru til leiksloka." „Ef einhver hefði sagt mér fyrir þessa rimmu að við myndum komast í 2-1 forystu og fá tækifæri til að klára seríuna á heimavelli hefði ég tekið því fegins hendi. Ég er því ekkert of svekktur á tapinu í síðasta leik. Það verður bara að segjast að þeir spiluðu vel og við illa," sagði Kotila. „Mér fannst í raun ótrúlegt hversu jafn leikurinn var því við vorum að spila mjög illa. Við köstuðum boltanum ítrekað frá okkur en það má ekki taka það af Grindvíkingum að þeir spiluðu með stolti. Frikki er líka mjög klókur þjálfari og breytti aðeins um taktík sem við verðum að takast betur á við í kvöld til að vinna." Hann vonast til að leikurinn í kvöld muni snúast um hvort liðið spili betri varnarleik heldur en í sókn. „Þeir eru með svo mörg vopn í sínu búri og svo marga leikmenn sem geta skorað. Ég tel að við búum ekki svo vel og verðum því að treysta á varnarleikinn. Ég vona því að það verði lítið skorað en það er mjög erfitt að ætla að halda þeim niðri." Fjárhúsið verður væntanlega troðfullt í kvöld en Kotila segir að það ríki afar góð stemning í bænum. „Þetta er frábær tími, bæði fyrir bæinn og körfuboltann." Leikurinn hefst klukkan 20.00 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sporti.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Friðrik: Eigum nóg inni Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur, telur að sínir menn eigi nógu mikið inni til að knýja í kvöld fram oddaleik í undanúrslitarimmunni gegn Snæfelli í úrslitakeppni Iceland Express deildar karla. 14. apríl 2008 15:09 Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti ÍBV - KA | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Íslenski boltinn „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Vestri - KR | Úrslitaleikur um sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Fótbolti Fleiri fréttir Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Sjá meira
Friðrik: Eigum nóg inni Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur, telur að sínir menn eigi nógu mikið inni til að knýja í kvöld fram oddaleik í undanúrslitarimmunni gegn Snæfelli í úrslitakeppni Iceland Express deildar karla. 14. apríl 2008 15:09