Hlynur: Stefnum á efstu fjögur sætin Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. febrúar 2008 14:31 Hlynur Bæringsson með viðurkenningu sína í dag. Mynd/E. Stefán „Mér finnst alltaf gaman af slíkum viðurkenningum og þeir sem halda öðru fram eru einfaldlega að ljúga," sagði Hlynur Bæringsson, besti leikmaður Iceland Express-deildar karla í umferðum 9-15. „Þetta er svo sem ekkert sem maður stefnir að sérsatklega en það er þægileg tilfinning að vita að maður sé að gera eitthvað rétt." Kjör á besta leikmanninum og liði umferðanna var kynnt í dag. Hlynur leikur með Snæfelli sem vann fjóra af þeim sjö leikjum í áðurnefndum umferðum. Liðið situr í sjötta sæti deildarinnar sem stendur en er komið í úrslit bikarkeppninnar. „Ég hef verið mjög ánægður með gengi liðsins undanfarnar vikur. Við höfum fengið tvo sterka leikmenn aftur á fullu í liðið, þá Magna og Jón Ólaf og unnið sterk lið. Við unnum til að mynda Keflavík og Njarðvík tvisvar en töpuðum að vísu fyrir KR." Magni Hafsteinsson var lítið með Snæfelli fyrir áramót og þá var Jón Ólafur Jónsson frá í rúma tvo mánuði vegna meiðsla. En Hlyni líst vel á framhaldið. „Mér líst mjög vel á deildina og ég tel það gott að öll lið geti tapað alls staðar. Það er spilaður góður körfubolti og finnst mér deildin yfirhöfuð vera svolítið vanmetin." „Okkar gengi hefur ekki verið neitt sérstakt og erum við í sjötta sæti sem stendur. Við stefnum á efstu fjögur sætin til að koma okkur í heimavallarrétt í úrslitakeppninni." „Heimavallarrétturinn getur skipt miklu máli. Það er erfitt að lenda í fimmta sæti og fá þá sterkt lið í fyrstu umferð og eiga ekki heimavöllinn inni fyrir oddaleikinn." „Svo í næstu umferð er spilað upp á þrjá sigurleiki og þá skiptir heimavöllurinn ekki jafn miklu máli. Það er alltaf hægt að stela einum leik á útivelli í svo löngum seríum ef liðið er á annað borð nógu gott til að komast áfram." Hópurinn samankominn. Lengst til hægri er Hannes Jónsson formaður KKÍ og lengst til vinstri Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express.E. StefánAdam Darboe, Grindavík.E. StefánBrenton Birmingham, Njarðvík.E. StefánHreggviður Magnússon, ÍR.E. StefánHlynur Bæringsson, Snæfelli.E. StefánDarrell Flake, Skallagrími.E. StefánKristinn Óskarsson, besti dómarinn.E. StefánKen Webb, Skallagrími, besti þjálfarinn.E. StefánHlynur Bæringsson með viðurkenningu sína sem hann hlaut fyrir að vera útnefndur besti leikmaðurinn.E. Stefán Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Sjá meira
„Mér finnst alltaf gaman af slíkum viðurkenningum og þeir sem halda öðru fram eru einfaldlega að ljúga," sagði Hlynur Bæringsson, besti leikmaður Iceland Express-deildar karla í umferðum 9-15. „Þetta er svo sem ekkert sem maður stefnir að sérsatklega en það er þægileg tilfinning að vita að maður sé að gera eitthvað rétt." Kjör á besta leikmanninum og liði umferðanna var kynnt í dag. Hlynur leikur með Snæfelli sem vann fjóra af þeim sjö leikjum í áðurnefndum umferðum. Liðið situr í sjötta sæti deildarinnar sem stendur en er komið í úrslit bikarkeppninnar. „Ég hef verið mjög ánægður með gengi liðsins undanfarnar vikur. Við höfum fengið tvo sterka leikmenn aftur á fullu í liðið, þá Magna og Jón Ólaf og unnið sterk lið. Við unnum til að mynda Keflavík og Njarðvík tvisvar en töpuðum að vísu fyrir KR." Magni Hafsteinsson var lítið með Snæfelli fyrir áramót og þá var Jón Ólafur Jónsson frá í rúma tvo mánuði vegna meiðsla. En Hlyni líst vel á framhaldið. „Mér líst mjög vel á deildina og ég tel það gott að öll lið geti tapað alls staðar. Það er spilaður góður körfubolti og finnst mér deildin yfirhöfuð vera svolítið vanmetin." „Okkar gengi hefur ekki verið neitt sérstakt og erum við í sjötta sæti sem stendur. Við stefnum á efstu fjögur sætin til að koma okkur í heimavallarrétt í úrslitakeppninni." „Heimavallarrétturinn getur skipt miklu máli. Það er erfitt að lenda í fimmta sæti og fá þá sterkt lið í fyrstu umferð og eiga ekki heimavöllinn inni fyrir oddaleikinn." „Svo í næstu umferð er spilað upp á þrjá sigurleiki og þá skiptir heimavöllurinn ekki jafn miklu máli. Það er alltaf hægt að stela einum leik á útivelli í svo löngum seríum ef liðið er á annað borð nógu gott til að komast áfram." Hópurinn samankominn. Lengst til hægri er Hannes Jónsson formaður KKÍ og lengst til vinstri Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express.E. StefánAdam Darboe, Grindavík.E. StefánBrenton Birmingham, Njarðvík.E. StefánHreggviður Magnússon, ÍR.E. StefánHlynur Bæringsson, Snæfelli.E. StefánDarrell Flake, Skallagrími.E. StefánKristinn Óskarsson, besti dómarinn.E. StefánKen Webb, Skallagrími, besti þjálfarinn.E. StefánHlynur Bæringsson með viðurkenningu sína sem hann hlaut fyrir að vera útnefndur besti leikmaðurinn.E. Stefán
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum