Fannar verður með KR í kvöld - Hlakkar til að mæta Keflvíkingum 15. febrúar 2008 14:32 Fannar segir fyrrum félaga sína hafa verið full góða með sig eftir fyrri leik liðanna Fyrirliðinn Fannar Ólafsson verður í leikmannahópi KR í fyrsta skipti á árinu í kvöld þegar Íslandsmeistararnir taka á móti fyrrum félögum hans í Keflavík í Iceland Express deildinni. Hér er um sannkallaðan toppslag að ræða. "Já, ég ætla að reyna að spila í kvöld," sagði Fannar í samtali við Vísi í dag. "Ég er búinn að vera að æfa núna í viku og okkur sýnist að þetta muni ganga upp. Ég er að vísu að þessu í hálfgerðri óþökk við sjúkraþjálfarann því ég er næstum tveimur vikum á undan áætlun. Það er eiginlega of gott til að vera satt að maður skuli koma aftur fyrir leikinn gegn Keflavík," sagði Fannar léttur í bragði. Hann hefur ekki komið við sögu hjá KR á þessu ári vegna hnémeiðsla, sem síðar leiddu til þess að hann meiddist lítillega á hásin. Hann hefur verið í strangri meðferð hjá sérfræðingi undanfarnar fjórar til fimm vikur og segist nú finna sig mun betur. "Ég vonast til að geta spilað kannski 15-20 mínútur ef skrokkurinn leyfir í kvöld, en maður finnur það þegar maður byrjar að spila. Það er allt annað að spila á æfingum eða í leikjum," sagði Fannar. Hann reiknar með hörkuleik og góðri mætingu á leikinn í DHL höllinni í kvöld. "Þetta er auðvitað slagur um efsta sætið og við þurfum reyndar að vinna þá ansi stórt ef við ætlum okkur það," sagði Fannar, en hann er ekki búinn að gleyma skotum fyrrum félaga sinna eftir 22 stiga sigur Keflvíkinga í fyrri viðureign liðanna í deildinni. "Ég hlakka til að spila á móti gömlu félögunum og það var heilmikill "rusltal" sem flaug hjá þeim í fyrri leiknum og eðlilega. Við vorum að spila illa og það verður gaman að svara fyrir það í kvöld - þeir voru orðnir aðeins of góðir með sig í fyrri leiknum," sagði Fannar í léttum dúr, greinilega feginn að vera kominn aftur í slaginn. Stórleikur KR og Keflavíkur hefst klukkan 19:15 í kvöld. Dominos-deild karla Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Fleiri fréttir Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti Sjá meira
Fyrirliðinn Fannar Ólafsson verður í leikmannahópi KR í fyrsta skipti á árinu í kvöld þegar Íslandsmeistararnir taka á móti fyrrum félögum hans í Keflavík í Iceland Express deildinni. Hér er um sannkallaðan toppslag að ræða. "Já, ég ætla að reyna að spila í kvöld," sagði Fannar í samtali við Vísi í dag. "Ég er búinn að vera að æfa núna í viku og okkur sýnist að þetta muni ganga upp. Ég er að vísu að þessu í hálfgerðri óþökk við sjúkraþjálfarann því ég er næstum tveimur vikum á undan áætlun. Það er eiginlega of gott til að vera satt að maður skuli koma aftur fyrir leikinn gegn Keflavík," sagði Fannar léttur í bragði. Hann hefur ekki komið við sögu hjá KR á þessu ári vegna hnémeiðsla, sem síðar leiddu til þess að hann meiddist lítillega á hásin. Hann hefur verið í strangri meðferð hjá sérfræðingi undanfarnar fjórar til fimm vikur og segist nú finna sig mun betur. "Ég vonast til að geta spilað kannski 15-20 mínútur ef skrokkurinn leyfir í kvöld, en maður finnur það þegar maður byrjar að spila. Það er allt annað að spila á æfingum eða í leikjum," sagði Fannar. Hann reiknar með hörkuleik og góðri mætingu á leikinn í DHL höllinni í kvöld. "Þetta er auðvitað slagur um efsta sætið og við þurfum reyndar að vinna þá ansi stórt ef við ætlum okkur það," sagði Fannar, en hann er ekki búinn að gleyma skotum fyrrum félaga sinna eftir 22 stiga sigur Keflvíkinga í fyrri viðureign liðanna í deildinni. "Ég hlakka til að spila á móti gömlu félögunum og það var heilmikill "rusltal" sem flaug hjá þeim í fyrri leiknum og eðlilega. Við vorum að spila illa og það verður gaman að svara fyrir það í kvöld - þeir voru orðnir aðeins of góðir með sig í fyrri leiknum," sagði Fannar í léttum dúr, greinilega feginn að vera kominn aftur í slaginn. Stórleikur KR og Keflavíkur hefst klukkan 19:15 í kvöld.
Dominos-deild karla Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Fleiri fréttir Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti Sjá meira