Kvennalið Vals mætti í dag RK Lasta frá Slóveníu í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Áskorendakeppni Evrópu. Valsliðið vann fimm marka sigur, 31-26, en síðari viðureignin verður á Hlíðarenda á morgun.
Staðan í hálfleik var 16-12 fyrir Val en í seinni hálfleiknum sýndu serbnesku stelpurnar góðan leik til að byrja með og jöfnuðu leikinn um miðjan hálfleikinn 19-19.
Á þeim tímapunkti sögðu valsstúlkur hingað og ekki lengra, vörnin small saman, markvarslan batnaði og hraðaupphlaupin komu í hrönnum. Kristín Guðmundsdóttir skoraði sjö mörk í dag.
Fimm marka sigur Vals
