Körfubolti

Frábært einvígi hjá Hildi Sigurðardóttur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hildur fór á kostum gegn Grindavík
Hildur fór á kostum gegn Grindavík Mynd/Arnþór Birgisson

Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði KR, átti frábært undanúrslitaeinvígi gegn Grindavík í Iceland Express deild kvenna í körfubolta og frammistaða hennar átti mikinn þátt í því að KR er komið í lokaúrslitin í fyrsta sinn síðan 2003.

Hildur bætti sig mikið í stigaskorun og var með 21,0 stig að meðaltali í leikjum fimm auk þess að taka 9,4 fráköst og gefa 8,2 stoðsendingar að meðaltali í leik.

Hildur nýtti auk þess skotin sín mun betur og tapaði færri boltum en hún gerði í deildarkeppninni. Hildur tók reyndar aðeins tvö fráköst í síðasta leiknum eftir að hafa tekið 11,3 fráköst að meðaltali í fyrstu fjórum leikjum einvígisins.

Framlag Hildar sést ekki síst á hvernig liðinu gekk þegar hún var inn á vellinum miðað við þann tíma sem hún hvíldi sig á bekknum.

Hildur spilaði alls í 185 mínútur og 23 sekúndur í leikjunum fimm og þann tíma vann KR með 42 stigum eða 233-191. Þær 14 mínútur og 37 sekúndur sem Hildur fékk að hvíla sig töpuðust hinsvegar með 17 stigum. 14-31.

Tölfræði Hildar í undanúrslitaeinvíginu á móti Grindavík:



Stig að meðaltali í leik

Deildarkeppnin 14,3

Einvígið á móti Grindavík 21,0

Bæting +6,7



Framlag í leik

Deildarkeppnin 14,5

Einvígið á móti Grindavík 21,2

Bæting +6,7



Stoðsendingar í leik

Deildarkeppnin 7,1

Einvígið á móti Grindavík 8,2

Bæting +1,1



Tapaðir boltar í leik


Deildarkeppnin 4,5

Einvígið á móti Grindavík 3,8

Bæting -0,7



Skotnýting

Deildarkeppnin 27,8%

Einvígið á móti Grindavík 35,5%

Bæting +7,7%



3ja stiga skotnýting

Deildarkeppnin 14,1%

Einvígið á móti Grindavík 26,5%

Bæting +12,3%



Vítanýting

Deildarkeppnin 63,6%

Einvígið á móti Grindavík 66,7%

Bæting +6,7




Fleiri fréttir

Sjá meira


×