Körfubolti

Grindavík og Keflavík unnu

Elvar Geir Magnússon skrifar
Páll Axel skoraði 36 stig.
Páll Axel skoraði 36 stig.

Úrslitakeppni Iceland Express deildar karla hófst í kvöld með tveimur leikjum en í báðum unnust heimasigrar. Grindavík tók á móti Skallagrími og Keflavík tók á móti Þór Akureyri.

Grindavík vann Skallagrím 106-95. Grindvíkingar voru mun betri í fyrri hálfleiknum og höfðu yfir 57-40 í hálfleik. Skallagrímsmenn sóttu í sig veðrið í þriðja leikhluta og söxuðu á forskot Grindvíkinga sem voru þó alltaf á undan.

Páll Axel Vilbergsson var stigahæstur í liði Grindavíkur með 36 stig. Adam Darboe var með 17 stig. Í liði Skallagríms var Darrel Flake með 29 stig en Milko Zekovic var með 21 stig.

Keflvíkingar höfðu mikla yfirburði gegn Þór Akureyri 105-79. Magnús Gunnarsson og BA Walker skoruðu 22 stig hvor. Cedric Isom gerði 24 stig fyrir Þórsara.

Liðin mætast öðru sinni á sunnudag. Á morgun mætast KR og ÍR í DHL-höllinni og Njarðvík tekur á móti Snæfelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×