KR tryggði sér oddaleik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. mars 2008 21:57 Pálmi Sigurgeirssons skoraði gríðarlega mikilvægan þrist í lok framlengingarinnar. Nate Brown fylgist hér með honum. Mynd/Arnþór KR tryggði sér í kvöld oddaleik gegn ÍR í fjórðungsúrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildar karla með sigri í framlengdum og æsispennandi leik, 86-80. KR-ingar voru betri í fyrri hálfleik en ÍR-ingar í þeim síðari. Þeir náðu mest tíu stiga forskoti en Íslandsmeistararnir gáfust ekki upp og náðu á lokamínútu framlengingarinnar að síga fram úr og sigra, 86-80. KR-ingar byrjuðu betur í leiknum og leiddu lengst af en góður leikkafli undir lok hálfleiksins gerði það að verkum að ÍR náði forystunni, 35-33, og leiddu í hálfleik, 39-38. ÍR vann fyrstu viðureign liðanna í fjórðungsúrslitunum og hefði því með sigri í kvöld tryggt sér sæti í undanúrslitunum gegn annað hvort Grindavík eða Skallagrími. Litlu mátti muna að ÍR-ingar tækju öll völd á vellinum í þriðja leikhluta en mestur varð munurinn tíu stig, 55-45, þegar fjórar mínútur voru til loka leikhlutans. Mestu munaði um að Nate Brown skoraði þrjár þriggja stiga körfur fyrir ÍR en tvívegis náðu KR-ingar að svara í sömu mynt í næstu sókn og neituðu þar með að gefast upp. Staðan var 60-55 þegar fjórði og síðasti leikhlutinn hófst. Enn virtust ÍR-ingar ætla að sigla fram úr og voru á góðri leið með að endurheimta tíu stiga forystu en klaufaskapur í sóknarleik liðsins gerði það að verkum að KR vann boltann. Avi Fogel setti niður þrist og minnkaði muninn aftur í fimm stig. KR-ingar gengu á lagið og náðu að jafna metin, 68-68, þegar rúmar þrjár mínútur voru til leiksloka. KR fékk tvö góð tækifæri til að komast yfir en allt kom fyrir ekki. Leikurinn var í járnum en KR náði að jafna metin, 73-73, þegar aðeins sex sekúndur voru til leiksloka. Þar við stóð og því framlengt. Leikurinn var áfram í járnum í framlengingunni þar til Pálmi Sigurgeirsson setti niður þrist og breytti stöðunni í 82-79. Helm náði svo að gulltryggja sigurinn með körfu þegar sex sekúndur voru til leiksloka, 84-80. Lokatölur svo 86-80. Avi Fogel skoraði 23 stig fyrir KR og Joshua Helm fjórtán. Hjá ÍR var Nate Brown stigahæstur með 25 stig, Tahirou Sani skoraði átján, Sveinbjörn Claessen sextán og Hreggviður Magnússon fimmtán. Vítanýting beggja liða var slæm í leiknum en sérstaklega hjá KR sem nýtti aðeins tólf af 23 vítaköstum sínum í leiknum. Sem betur fer fyrir þá kom það ekki að sök í kvöld. Liðin mætast í oddaleik á fimmtudagskvöldið í KR-heimilinu. Dominos-deild karla Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Sjá meira
KR tryggði sér í kvöld oddaleik gegn ÍR í fjórðungsúrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildar karla með sigri í framlengdum og æsispennandi leik, 86-80. KR-ingar voru betri í fyrri hálfleik en ÍR-ingar í þeim síðari. Þeir náðu mest tíu stiga forskoti en Íslandsmeistararnir gáfust ekki upp og náðu á lokamínútu framlengingarinnar að síga fram úr og sigra, 86-80. KR-ingar byrjuðu betur í leiknum og leiddu lengst af en góður leikkafli undir lok hálfleiksins gerði það að verkum að ÍR náði forystunni, 35-33, og leiddu í hálfleik, 39-38. ÍR vann fyrstu viðureign liðanna í fjórðungsúrslitunum og hefði því með sigri í kvöld tryggt sér sæti í undanúrslitunum gegn annað hvort Grindavík eða Skallagrími. Litlu mátti muna að ÍR-ingar tækju öll völd á vellinum í þriðja leikhluta en mestur varð munurinn tíu stig, 55-45, þegar fjórar mínútur voru til loka leikhlutans. Mestu munaði um að Nate Brown skoraði þrjár þriggja stiga körfur fyrir ÍR en tvívegis náðu KR-ingar að svara í sömu mynt í næstu sókn og neituðu þar með að gefast upp. Staðan var 60-55 þegar fjórði og síðasti leikhlutinn hófst. Enn virtust ÍR-ingar ætla að sigla fram úr og voru á góðri leið með að endurheimta tíu stiga forystu en klaufaskapur í sóknarleik liðsins gerði það að verkum að KR vann boltann. Avi Fogel setti niður þrist og minnkaði muninn aftur í fimm stig. KR-ingar gengu á lagið og náðu að jafna metin, 68-68, þegar rúmar þrjár mínútur voru til leiksloka. KR fékk tvö góð tækifæri til að komast yfir en allt kom fyrir ekki. Leikurinn var í járnum en KR náði að jafna metin, 73-73, þegar aðeins sex sekúndur voru til leiksloka. Þar við stóð og því framlengt. Leikurinn var áfram í járnum í framlengingunni þar til Pálmi Sigurgeirsson setti niður þrist og breytti stöðunni í 82-79. Helm náði svo að gulltryggja sigurinn með körfu þegar sex sekúndur voru til leiksloka, 84-80. Lokatölur svo 86-80. Avi Fogel skoraði 23 stig fyrir KR og Joshua Helm fjórtán. Hjá ÍR var Nate Brown stigahæstur með 25 stig, Tahirou Sani skoraði átján, Sveinbjörn Claessen sextán og Hreggviður Magnússon fimmtán. Vítanýting beggja liða var slæm í leiknum en sérstaklega hjá KR sem nýtti aðeins tólf af 23 vítaköstum sínum í leiknum. Sem betur fer fyrir þá kom það ekki að sök í kvöld. Liðin mætast í oddaleik á fimmtudagskvöldið í KR-heimilinu.
Dominos-deild karla Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Sjá meira