Hlynur: Verðum að halda aftur af skyttunum 7. apríl 2008 14:26 Hlynur Bæringsson Hlynur Bæringsson og félagar hjá Snæfelli spila fyrsta leik sinn við Grindvíkinga í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar klukkan 20 í kvöld. Bein útsending frá leiknum hefst klukkan 19:50 á Stöð 2 Sport. Hlynur segir einvígi Grindavíkur og Snæfells verða rimmu tveggja liða með ólíkan leikstíl og segir sína menn ætla að leggja upp með að vanda skotaval sitt gegn skotglöðum Grindvíkingunum. "Þetta verður barátta mismunandi stíla. Ef við náum að koma í veg fyrir að þeir fái mikið af opnum skotum, held ég að við vinnum þessa seríu. Ég held að lið sem spilar upp á það að taka mikið af þristum, skjóta á annari löppinni og taka langskot í hraðaupphlaupum sé ekki sigurstranglegt í seríu. Grindavík er hinsvegar með nokkra mjög góða skotmenn eins og Þorleif, Pál Axel og Helga Jónas og ef þeir fá opin skot, eru þeir mjög erfiðir. Við getum alveg lifað með því ef þeir fá bara erfið skot," sagði Hlynur. Við spurðum Hlyn út í hernaðaráætlun Snæfellinga fyrir einvígið við Grindavík. "Grindavík er dálítið sérstakt lið hvað það varðar að þeir eru með mjög fljóta bakverði en frekar hæga stóra menn. Við viljum reyna eins og við getum að taka góð skot og við munum ekki alltaf endilega taka skot snemma í sóknum okkar. Við reynum að taka góð skot ef þau bjóðast, en annars munum við reyna að stilla upp í kerfi. Það þýðir ekkert að fá þessa karla í hraðaupphlaup í bakið á okkur, en það þýðir samt ekki að við munum labba upp með boltann í hverri sókn. Við tökum bara það sem býðst." En hversu mikilvægt er fyrir Hólmara að vinna fyrsta leikinn í Grindavík í kvöld? "Það er að sjálfssögðu mjög mikilvægt að vinna fyrsta leikinn og við getum auðvitað slegið vopnin dálítið úr höndunum á þeim með því að vinna í kvöld. Við leggjum þetta þannig upp að við fáum þrjú tækifæri til að vinna þarna í Grindavík en við verðum líka að passa okkur á því að verja heimavöllinn. Það er auðvitað mjög mikilvægt að verja heimavöllinn, sérstaklega ef þú ert lið eins og við sem er ekki með oddaleikinn," sagði Hlynur. Hann líkir úrslitakeppninni í ár við ævintýri og er mjög hrifinn af framgöngu ÍR-inga til þessa. "Þessi úrslitakeppni í ár er búin að vera algjört bíó. Það er búið að pumpa þetta upp á alveg nýtt stig. Það er gaman að sjá hvað ÍR er að gera og ég man að ég var mjög hrifinn af þessu liði þegar við spiluðum við þá síðast. Ég held að ÍR-ingar séu til alls líklegir núna - öfugt við hérna fyrir nokkrum árum þegar mér fannst þeir verða dálítið hræddir. Ég held að það sé ekki uppi á teningnum núna og þegar þeir eru með mann eins og Nate Brown til að stýra leiknum, gætu þeir þess vegna slegið Keflvíkinga út. Þetta lið hefði ekki tapað á móti mörgum liðum eins og þeir spiluðu í þriðja leiknum á móti KR. Þetta lið á skilið hrós." Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Sjá meira
Hlynur Bæringsson og félagar hjá Snæfelli spila fyrsta leik sinn við Grindvíkinga í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar klukkan 20 í kvöld. Bein útsending frá leiknum hefst klukkan 19:50 á Stöð 2 Sport. Hlynur segir einvígi Grindavíkur og Snæfells verða rimmu tveggja liða með ólíkan leikstíl og segir sína menn ætla að leggja upp með að vanda skotaval sitt gegn skotglöðum Grindvíkingunum. "Þetta verður barátta mismunandi stíla. Ef við náum að koma í veg fyrir að þeir fái mikið af opnum skotum, held ég að við vinnum þessa seríu. Ég held að lið sem spilar upp á það að taka mikið af þristum, skjóta á annari löppinni og taka langskot í hraðaupphlaupum sé ekki sigurstranglegt í seríu. Grindavík er hinsvegar með nokkra mjög góða skotmenn eins og Þorleif, Pál Axel og Helga Jónas og ef þeir fá opin skot, eru þeir mjög erfiðir. Við getum alveg lifað með því ef þeir fá bara erfið skot," sagði Hlynur. Við spurðum Hlyn út í hernaðaráætlun Snæfellinga fyrir einvígið við Grindavík. "Grindavík er dálítið sérstakt lið hvað það varðar að þeir eru með mjög fljóta bakverði en frekar hæga stóra menn. Við viljum reyna eins og við getum að taka góð skot og við munum ekki alltaf endilega taka skot snemma í sóknum okkar. Við reynum að taka góð skot ef þau bjóðast, en annars munum við reyna að stilla upp í kerfi. Það þýðir ekkert að fá þessa karla í hraðaupphlaup í bakið á okkur, en það þýðir samt ekki að við munum labba upp með boltann í hverri sókn. Við tökum bara það sem býðst." En hversu mikilvægt er fyrir Hólmara að vinna fyrsta leikinn í Grindavík í kvöld? "Það er að sjálfssögðu mjög mikilvægt að vinna fyrsta leikinn og við getum auðvitað slegið vopnin dálítið úr höndunum á þeim með því að vinna í kvöld. Við leggjum þetta þannig upp að við fáum þrjú tækifæri til að vinna þarna í Grindavík en við verðum líka að passa okkur á því að verja heimavöllinn. Það er auðvitað mjög mikilvægt að verja heimavöllinn, sérstaklega ef þú ert lið eins og við sem er ekki með oddaleikinn," sagði Hlynur. Hann líkir úrslitakeppninni í ár við ævintýri og er mjög hrifinn af framgöngu ÍR-inga til þessa. "Þessi úrslitakeppni í ár er búin að vera algjört bíó. Það er búið að pumpa þetta upp á alveg nýtt stig. Það er gaman að sjá hvað ÍR er að gera og ég man að ég var mjög hrifinn af þessu liði þegar við spiluðum við þá síðast. Ég held að ÍR-ingar séu til alls líklegir núna - öfugt við hérna fyrir nokkrum árum þegar mér fannst þeir verða dálítið hræddir. Ég held að það sé ekki uppi á teningnum núna og þegar þeir eru með mann eins og Nate Brown til að stýra leiknum, gætu þeir þess vegna slegið Keflvíkinga út. Þetta lið hefði ekki tapað á móti mörgum liðum eins og þeir spiluðu í þriðja leiknum á móti KR. Þetta lið á skilið hrós."
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti