Páll Axel: Vona að allir séu með blóðbragð í munninum 7. apríl 2008 14:59 Páll Axel ætlar að vera grimmur í einvíginu við Snæfell Mynd/Anton Brink Fyrirliðinn Páll Axel Vilbergsson hjá Grindavík segist vonast til þess að hans menn mæti með blóðbragð í munninum til leiks í fyrstu viðureignina við Snæfell í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar í kvöld. Eins og fram kom í grein Óskars Ófeigs Jónssonar í Fréttablaðinu í morgun hafa bæði Páll Axel og Grindavíkurliðið verið nokkuð frá sínu besta í viðureignum sínum við Hólmara í vetur, en Páll lætur það ekki á sig fá. "Leikir okkar á móti Hólmurum í vetur voru ekki bestu leikir okkar og ekki mínir bestu leikir. Við þurfum bara að laga það. Ég verð bara að halda áfram á sömu braut og vera grimmur í sóknarleiknum svo losni um aðra. Ég hef verið að leggja upp með það í þessum leikjum undanfarið að vera grimmur, því ég hef átt það til í gegn um tíðina að vera dálítið flatur út í gegn. Maður hefur sætt sig við að jogga bara með og gera ekki neitt, en við megum ekki við því núna," sagði Páll í samtali við Vísi. Hann segir Grindvíkinga ætla að nýta sér orðið á götunni til að koma sér í gírinn, því hann finni að enginn ætli Grindvíkingum sigur í rimmunni. "Við erum að fara í hörkueinvígi og menn eru að tala um að við eigum ekki séns - Snæfell sé bara með besta liðið í dag og spurningin sé ekki hvort þeir vinni, heldur hvernig þeir geri það. Þetta er bara frábært fyrir okkur og góð áskorun." "Snæfell spilar agaðan og skipulagðan körfubolta, en þetta lið er það vel mannað að það getur spilað hvaða stíl sem er. Þeir geta þess vegna unnið okkur í opnum og hröðum leik á góðum degi. Þetta er hörkulið," sagði Páll. Hann vonast þó til þess að Grindvíkingar nái að spila sinn leik í einvíginu. "Maður er að vona að við náum að hleypa þeim dálítið upp og spila hratt og að sama skapi að fá þá til að slútta dálítið snemma. Þá yrðu þeir komnir meira á okkar heimavöll, en það þýðir þó alls ekki að við getum eitthvað bókað sigur. Við breyttum okkar liði líka fyrir skömmu og erum nú komnir með smá kjöt inni í teig, svo við ættum að geta mætt þeim eitthvað þar líka," sagði Páll. Hann segir að á þessu stigi í úrslitakeppninni sé leikskipulagið ekki nema lítill hluti af heildarmyndinni. "Þegar komið er svona langt í úrslitakeppninni skiptir leikskipulagið ekki öllu máli heldur hjartað og viljinn. Þetta er bara spurning um hvað menn hafa mikinn vilja til að fara langt í þessu. Ég vona að okkar menn séu komnir með blóðbragð í munninn núna og farnir læra inn á þetta," sagði Páll. Dominos-deild karla Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Fleiri fréttir Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Sjá meira
Fyrirliðinn Páll Axel Vilbergsson hjá Grindavík segist vonast til þess að hans menn mæti með blóðbragð í munninum til leiks í fyrstu viðureignina við Snæfell í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar í kvöld. Eins og fram kom í grein Óskars Ófeigs Jónssonar í Fréttablaðinu í morgun hafa bæði Páll Axel og Grindavíkurliðið verið nokkuð frá sínu besta í viðureignum sínum við Hólmara í vetur, en Páll lætur það ekki á sig fá. "Leikir okkar á móti Hólmurum í vetur voru ekki bestu leikir okkar og ekki mínir bestu leikir. Við þurfum bara að laga það. Ég verð bara að halda áfram á sömu braut og vera grimmur í sóknarleiknum svo losni um aðra. Ég hef verið að leggja upp með það í þessum leikjum undanfarið að vera grimmur, því ég hef átt það til í gegn um tíðina að vera dálítið flatur út í gegn. Maður hefur sætt sig við að jogga bara með og gera ekki neitt, en við megum ekki við því núna," sagði Páll í samtali við Vísi. Hann segir Grindvíkinga ætla að nýta sér orðið á götunni til að koma sér í gírinn, því hann finni að enginn ætli Grindvíkingum sigur í rimmunni. "Við erum að fara í hörkueinvígi og menn eru að tala um að við eigum ekki séns - Snæfell sé bara með besta liðið í dag og spurningin sé ekki hvort þeir vinni, heldur hvernig þeir geri það. Þetta er bara frábært fyrir okkur og góð áskorun." "Snæfell spilar agaðan og skipulagðan körfubolta, en þetta lið er það vel mannað að það getur spilað hvaða stíl sem er. Þeir geta þess vegna unnið okkur í opnum og hröðum leik á góðum degi. Þetta er hörkulið," sagði Páll. Hann vonast þó til þess að Grindvíkingar nái að spila sinn leik í einvíginu. "Maður er að vona að við náum að hleypa þeim dálítið upp og spila hratt og að sama skapi að fá þá til að slútta dálítið snemma. Þá yrðu þeir komnir meira á okkar heimavöll, en það þýðir þó alls ekki að við getum eitthvað bókað sigur. Við breyttum okkar liði líka fyrir skömmu og erum nú komnir með smá kjöt inni í teig, svo við ættum að geta mætt þeim eitthvað þar líka," sagði Páll. Hann segir að á þessu stigi í úrslitakeppninni sé leikskipulagið ekki nema lítill hluti af heildarmyndinni. "Þegar komið er svona langt í úrslitakeppninni skiptir leikskipulagið ekki öllu máli heldur hjartað og viljinn. Þetta er bara spurning um hvað menn hafa mikinn vilja til að fara langt í þessu. Ég vona að okkar menn séu komnir með blóðbragð í munninn núna og farnir læra inn á þetta," sagði Páll.
Dominos-deild karla Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Fleiri fréttir Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Sjá meira