Körfubolti

Ótrúlegur endasprettur hjá Þór á Akureyri

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Cedric Isom skoraði 32 stig fyrir Þór í kvöld.
Cedric Isom skoraði 32 stig fyrir Þór í kvöld.
Tveimur leikjum er lokið í Iceland Express deild karla. Þór vann ótrúlegan sigur á Stjörnunni þar sem liðið skoraði síðustu fimmtán stig leiksins og vann tíu stiga sigur. Þá var leikur Keflavíkur og FSu framlengdur.

Leikurinn hafði verið jafn allan leikinn en Stjarnan þó skrefi framar. Staðan í hálfleik var 46-43 og hélst sá munur eftir þriðja leikhluta.

En þegar tæpar tvær mínútur voru til leiksloka hófst ótrúlegur leikkafli hjá Þórsurum. Þeir skoruðu síðustu fimmtán stig leiksins á meðan að ekkert gekk hjá Stjörnumönnum. Lokatölur voru 99-89.

Cedric Isom skoraði 32 stig fyrir Þór, tók ellefu fráköst og gaf þrettán stoðsendingar. Jón Orri Kristjánsson kom næstur með 22 stig.

Hjá Stjörnunni skoraði Jovan Zdravevski 25 stig og Justin Shouse átján. Kjartan Atli Kjartansson skoraði sextán stig.

Þá vann Keflavík góðan sigur á FSu á heimavelli, 99-90. Selfyssingar byrjuðu talsvert betur í leiknum og var staðan eftir fyrsta leikhluta 33-21. Keflvíkingum tókst að minnka þann mun í fimm stig í lok fyrri hálfleiks.

Keflvíkingar komust svo yfir í þriðja leikhluta og voru með átta stiga forystu þegar rúmar tvær mínútur voru til leiksloka. En Selfyssingum tókst að jafna metin á síðustu sekúndu fjórða leikhluta en Tyler Dunaway var þar að verki með þriggja stiga skoti.

Keflvíkingar unnu hins vegar framlenginguna örugglega, 13-4.

Hörður Axel Vilhjálmsson var stigahæstur Keflvíkingar með 24 stig og Sigurður Þorsteinsson kom næstur með 21 stig og tólf fráköst.

Thomas Viglianco skoraði 21 stig fyrir FSu, Dunaway 20 og Árni Ragnarsson nítján.

Keflavík komst upp í þriðja sæti deildarinnar með sigrinum en liðið er með átta stig. Þór er í fimmta sæti með sex stig en FSu og Stjarnan eru bæði með fjögur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×