Toppliðin í körfunni uggandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. október 2008 16:23 Leikmenn Njarðvíkur á síðasta keppnistímabili. „Það er ekki ósennilegt að erlendir leikmenn okkar verði látnir fara eins og annars staðar," sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur. Nú þegar hafa þrjú félög í Iceland Express deild karla sagt upp samningum sínum við erlenda leikmenn og þjálfara sína. Þetta eru Snæfell, ÍR og Breiðablik. Vísir ræddi við forsvarsmenn fjögurra toppliða í deildinni - KR, Grindavík, Njarðvík og Keflavík - um ástandið og er ljóst á máli þeirra að útlitið er ekki mikið bjartara hjá þeim félögum. „Ég get ekki ímyndað mér annað en að það verði hér eins og annars staðar. Ég er reyndar ekki enn búinn að hitta stjórnina og það á alfarið eftir að ganga frá þessu," sagði Sigurður sem er þjálfari Íslandsmeistara Keflavíkur. Grannar Keflvíkinga í Njarðvík eru í samskonar stöðu. Tveir erlendir leikmenn eru á mála hjá hvoru liði og sagði Sigurður Hilmar Ólafsson, formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, að staðan væri ekki góð. „Stjórnin mun funda í kvöld og þá skýrist þetta. En staðan er ekki góð. Ég vil ekki segja of mikið áður en ég ræði við liðið en það liggur fyrir að það sé allt í frosti hjá styktaraðilum okkar." Forsvarsmenn Grindavíkur og KR tóku í svipaðan streng. Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, sagði að erfiðara væri nú að ná í nýjan pening til að setja í starf deildarinnar. „Við ætlum ekki að örvænta. Það er stjórnarfundur á eftir þar sem þessi mál verða rædd. En við munum vitanlega líta til þess hvað önnur lið ætla að gera, þá sérstaklega suðurnesjaliðin." Óli Björn Björgvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, sagði félagið þegar hafa skorið niður mikinn kostnað frá síðasta ári. „Við vorum með fimm erlenda leikmenn í fyrra en erum nú með tvo. Annan í karlaliðinu og hinn í kvennaliðinu. Við gerðum áætlun í sumar sem við erum enn að fylgja og stöndum enn við." „Það sem ég og sjálfsagt allir aðrir eru mest hræddir við að styrktaraðilar okkar geti ekki staðið við sínar skuldbindingar. Þeir eru allir af vilja gerðir en hafa kannski í nánustu framtíð einfaldlega ekki peningana til að geta staðið við gerða samninga." Til tals hefur komið að kalla saman aukaþing KKÍ til að setja nýjar reglur um erlenda leikmenn í deildinni. Þykir ólíklegt að það verði gert. Einnig hefur verið rætt um að félögin geri heiðursmannasamkomulag sín á milli um að tefla eingöngu fram íslenskum leikmönnum. „Ég yrði fyrsti maðurinn til að samþykkja alíslenska deid," sagði Óli Björn. „En hvað verður veit maður ekki. Félögin eru enn að melta málin og það væri vissulega gott ef þau gætu öll tekið ábyrga stöðu." Dominos-deild karla Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Sjá meira
„Það er ekki ósennilegt að erlendir leikmenn okkar verði látnir fara eins og annars staðar," sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur. Nú þegar hafa þrjú félög í Iceland Express deild karla sagt upp samningum sínum við erlenda leikmenn og þjálfara sína. Þetta eru Snæfell, ÍR og Breiðablik. Vísir ræddi við forsvarsmenn fjögurra toppliða í deildinni - KR, Grindavík, Njarðvík og Keflavík - um ástandið og er ljóst á máli þeirra að útlitið er ekki mikið bjartara hjá þeim félögum. „Ég get ekki ímyndað mér annað en að það verði hér eins og annars staðar. Ég er reyndar ekki enn búinn að hitta stjórnina og það á alfarið eftir að ganga frá þessu," sagði Sigurður sem er þjálfari Íslandsmeistara Keflavíkur. Grannar Keflvíkinga í Njarðvík eru í samskonar stöðu. Tveir erlendir leikmenn eru á mála hjá hvoru liði og sagði Sigurður Hilmar Ólafsson, formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, að staðan væri ekki góð. „Stjórnin mun funda í kvöld og þá skýrist þetta. En staðan er ekki góð. Ég vil ekki segja of mikið áður en ég ræði við liðið en það liggur fyrir að það sé allt í frosti hjá styktaraðilum okkar." Forsvarsmenn Grindavíkur og KR tóku í svipaðan streng. Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, sagði að erfiðara væri nú að ná í nýjan pening til að setja í starf deildarinnar. „Við ætlum ekki að örvænta. Það er stjórnarfundur á eftir þar sem þessi mál verða rædd. En við munum vitanlega líta til þess hvað önnur lið ætla að gera, þá sérstaklega suðurnesjaliðin." Óli Björn Björgvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, sagði félagið þegar hafa skorið niður mikinn kostnað frá síðasta ári. „Við vorum með fimm erlenda leikmenn í fyrra en erum nú með tvo. Annan í karlaliðinu og hinn í kvennaliðinu. Við gerðum áætlun í sumar sem við erum enn að fylgja og stöndum enn við." „Það sem ég og sjálfsagt allir aðrir eru mest hræddir við að styrktaraðilar okkar geti ekki staðið við sínar skuldbindingar. Þeir eru allir af vilja gerðir en hafa kannski í nánustu framtíð einfaldlega ekki peningana til að geta staðið við gerða samninga." Til tals hefur komið að kalla saman aukaþing KKÍ til að setja nýjar reglur um erlenda leikmenn í deildinni. Þykir ólíklegt að það verði gert. Einnig hefur verið rætt um að félögin geri heiðursmannasamkomulag sín á milli um að tefla eingöngu fram íslenskum leikmönnum. „Ég yrði fyrsti maðurinn til að samþykkja alíslenska deid," sagði Óli Björn. „En hvað verður veit maður ekki. Félögin eru enn að melta málin og það væri vissulega gott ef þau gætu öll tekið ábyrga stöðu."
Dominos-deild karla Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Sjá meira