Valur Ingimundar: Við erum á byrjunarreit 17. október 2008 12:46 Logi Gunnarsson sneri sig á ökkla í gær og gat lítið beitt sér í síðari hálfleiknum Mynd/BB "Það er alltaf gott að vera sleginn niður annað slagið, það vekur mann," sagði Valur Ingimundarson þjálfari Njarðvíkur eftir að hans menn fengu 103-78 skell gegn nýliðum FSu í gær. Þessi úrslit komu mörgum á óvart, en við nánari skoðun kemur í ljós að kannski voru úrslitin ekki jafn óvænt og ætla mætti. Nýliðar FSu eru með hörkulið sem samanstendur af ungum leikmönnum sem þekkjast nokkuð vel og spila stíft undir stjórn Brynjars Karls Sigurðssonar. "Mér fannst við bara taka upp þráðinn frá því í fyrra. Það er góður taktur í liðinu og strákarnir hafa þroskast mikið á síðasta ári. Ég upplifði Njarðvíkurliðið ekki eins sterkt og margir aðrir og hefði orðið fúll ef við hefðum tapað þessum leik. En við höldum okkur alveg á jörðinni og eigum Tindastól í næsta leik. Ég held að Tindastóll sé með hörkulið og verði sterkir í vetur," sagði Brynjar Karl í samtali við Vísi. Mikil vinna framundan hjá Njarðvíkingum Valur Ingimundarson þjálfari er að byggja upp nánast frá grunni í Njarðvík eftir mikla uppstokkun í sumar. Liðinu var þrátt fyrir það spáð fjórða sætinu í árlegri spá forráðamanna félaganna í vikunni. Njarðvíkingar létu erlendu leikmennina sína fara á dögunum og uppistaðan í liðinu er þrír landsliðsmenn. Aðrir leikmenn í liðinu hafa litla reynslu af því að spila í úrvalsdeild. Njarðvíkingar léku án Magnúsar Gunnarssonar landsliðsmanns á Selfossi í gær, en hann tók út leikbann. Annar landsliðsmaður og helsta stjarna liðsins, Logi Gunnarsson, sneri sig á ökkla í fyrri hálfleik og gat lítið beitt sér eftir það. Þá urðu Njarðvíkingar fyrir blóðtöku þegar varamaðurinn Ágúst Dearborn sleit vöðva í kálfa og verður hann því ekki með liðnu á næstunni. FSu getur unnið hvaða lið sem erÁgúst Dearborn meiddist í gærBB"Þetta verður kannski dálítið skrítinn vetur. Við erum fámennir því við ætluðum að byggja liðið upp á erlendum leikmönnum. Við tökum bara við þessu eins og þetta er og allir eru staðráðnir í að standa sig þó við séum með einn þynnsta hópinn í deildinni," sagði Valur Ingimundarson í samtali við Vísi. "Við erum bara rétt að komast af stað eftir að hafa misst allt liðið í burtu og erum á byrjunarreit. Það voru til dæmis þrír sextán ára strákar að spila sinn fyrsta leik fyrir Njarðvík í gær," sagði Valur. Valur segir góðan anda í hópnum hjá Njarðvíkingum þrátt fyrir hræringarnar í sumar og haust og segir leikmenn staðráðna í að hafa gaman af því að spila í vetur. Hann var hrifinn af spilamennsku FSu í gær. "Þetta FSu lið kom mér verulega á óvart. Þeir voru mjög góðir í gær og á góðum degi getur þetta lið unnið hvaða lið sem er." Dominos-deild karla Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Sjá meira
"Það er alltaf gott að vera sleginn niður annað slagið, það vekur mann," sagði Valur Ingimundarson þjálfari Njarðvíkur eftir að hans menn fengu 103-78 skell gegn nýliðum FSu í gær. Þessi úrslit komu mörgum á óvart, en við nánari skoðun kemur í ljós að kannski voru úrslitin ekki jafn óvænt og ætla mætti. Nýliðar FSu eru með hörkulið sem samanstendur af ungum leikmönnum sem þekkjast nokkuð vel og spila stíft undir stjórn Brynjars Karls Sigurðssonar. "Mér fannst við bara taka upp þráðinn frá því í fyrra. Það er góður taktur í liðinu og strákarnir hafa þroskast mikið á síðasta ári. Ég upplifði Njarðvíkurliðið ekki eins sterkt og margir aðrir og hefði orðið fúll ef við hefðum tapað þessum leik. En við höldum okkur alveg á jörðinni og eigum Tindastól í næsta leik. Ég held að Tindastóll sé með hörkulið og verði sterkir í vetur," sagði Brynjar Karl í samtali við Vísi. Mikil vinna framundan hjá Njarðvíkingum Valur Ingimundarson þjálfari er að byggja upp nánast frá grunni í Njarðvík eftir mikla uppstokkun í sumar. Liðinu var þrátt fyrir það spáð fjórða sætinu í árlegri spá forráðamanna félaganna í vikunni. Njarðvíkingar létu erlendu leikmennina sína fara á dögunum og uppistaðan í liðinu er þrír landsliðsmenn. Aðrir leikmenn í liðinu hafa litla reynslu af því að spila í úrvalsdeild. Njarðvíkingar léku án Magnúsar Gunnarssonar landsliðsmanns á Selfossi í gær, en hann tók út leikbann. Annar landsliðsmaður og helsta stjarna liðsins, Logi Gunnarsson, sneri sig á ökkla í fyrri hálfleik og gat lítið beitt sér eftir það. Þá urðu Njarðvíkingar fyrir blóðtöku þegar varamaðurinn Ágúst Dearborn sleit vöðva í kálfa og verður hann því ekki með liðnu á næstunni. FSu getur unnið hvaða lið sem erÁgúst Dearborn meiddist í gærBB"Þetta verður kannski dálítið skrítinn vetur. Við erum fámennir því við ætluðum að byggja liðið upp á erlendum leikmönnum. Við tökum bara við þessu eins og þetta er og allir eru staðráðnir í að standa sig þó við séum með einn þynnsta hópinn í deildinni," sagði Valur Ingimundarson í samtali við Vísi. "Við erum bara rétt að komast af stað eftir að hafa misst allt liðið í burtu og erum á byrjunarreit. Það voru til dæmis þrír sextán ára strákar að spila sinn fyrsta leik fyrir Njarðvík í gær," sagði Valur. Valur segir góðan anda í hópnum hjá Njarðvíkingum þrátt fyrir hræringarnar í sumar og haust og segir leikmenn staðráðna í að hafa gaman af því að spila í vetur. Hann var hrifinn af spilamennsku FSu í gær. "Þetta FSu lið kom mér verulega á óvart. Þeir voru mjög góðir í gær og á góðum degi getur þetta lið unnið hvaða lið sem er."
Dominos-deild karla Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Sjá meira